Blaðamaður með borvél

Í gær birtist á frettin.is alveg mögnuð og stórmerkileg frétt um skilgreiningar í heilbrigðiskerfinu íslenska á því hver telst bólusettur og hver ekki. Mögulega eru þeir sem hafa fengið allar sínar sprautur hingað til, en vantar þá þriðju, nú að detta út sem bólusettir í skráningu smitaðra eða innlagðra og teljast því til "óbólusettra" þar til þeir hafa farið í þriðju sprautuna, þ.e. ef meira en 6 mánuðir eru liðnir frá því sem átti að vera hin endanlega bólusetning. 

Ef rétt er þá er hérna um stórkostlegt áróðursbragð að ræða til að í fyrsta lagi skófla þeim seinustu sem hafa ekki þegið sprautur í sprautur og til að fá hina í sína þriðju sprautu. Eftir því sem fleiri missa sína stöðu í kerfinu sem bólusettir, þeim mun fleiri eru skráðir óbólusettir meðal smitaðra og innlagðra og trommuslátturinn um að sprauta meira fær aukið vægi í umræðunni.

Vonandi eru nú fleiri blaðamenn að finna rykfallna og löngu týnda borvélina sína og bora nú í þetta mál og láta yfirvöld ekki komast upp með að senda þá í hringi. Ef þetta er bara stormur í vatnsglasi þá er það fréttnæmt líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þarna er þá hugsanlega komin skýringin á því að hlutfallið sprautaðir /ósprautaðir í smitunum var 80-90% í júlí og byrjun águst þegar byrja var skrá það á covid.is  en lækkaði svo niður 60-70% eftir það og hefur verið á því róli síðan. ?

Um miðjan júlí þegar 85% þeirra sem voru að greinast voru tvísprautaðir, var bara búið að gefa 460.000 skamta sem er ígildi þess að í mesta lagi 65% einstaklinganna getir talist tvísprautaðir.

Guðmundur Jónsson, 24.11.2021 kl. 09:27

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Guðmundur,

Góðir punktar. Þess vegna þarf að fá tímalínuna á þessum smitum aftur í tímann.

Geir Ágústsson, 24.11.2021 kl. 10:58

3 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég held að þú sért í einhverju bjartsýniskasti núna, eini vefmiðillinn sem birtir fréttirnar sem hinir miðlarnir hunsa af ásetningi, er einmitt frettin.is

Kristín Inga Þormar, 24.11.2021 kl. 11:09

4 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það er sama þróun á íslandi og í USA  þar sem allar stóru gömlu "frétta"sofurnar eru að þurrkast út vegna linnulaus áróðurs og kranafréttamennsku, við taka nýrri miðlar sem raunverulega seigja fréttir eins og frettin.is við erum bara 1,5 ári á eftir þeim.

Guðmundur Jónsson, 24.11.2021 kl. 11:36

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Kristín,

Það má vona! Hátt heyrist í lúðri, enn hærra í lúðrasveit.

Geir Ágústsson, 24.11.2021 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband