Rétt athugað jafnvel af réttum ástæðum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir heilbrigðiskerfið hafa verið vanrækt af hálfu pólitískra stjórnvalda til lengri tíma litið og því sé „ekki hægt að taka ákvarðanir eins og að ýta undir aukið frelsi með tilliti til bólusetninga“.

Gott mál að stjórnmálamaður þori að tjá sig um erfið mál og hafi jafnvel eitthvað til málanna að leggja sem víkur aðeins af meginstefinu (sem er auðvitað það að endalaus fjáraustur geti leyst öll vandamál).

Stefnumál Viðreisnar í heilbrigðismálum eru með því skásta sem finnst í íslenskri stjórnmálaflóru (eða minnst lélegt, nánar tiltekið), sem meðal annars endurspeglast í eftirfarandi orðum:

Viðreisn leggur áherslu á valfrelsi og þjónustumiðaða nálgun. Þar þjónar öflugt opinbert heilbrigðiskerfi með fjölbreyttu rekstrarformi mikilvægum tilgangi. Einkarekstur innan opinbers kerfis er ekki það sama og einkavæðing.

Hér er ekki um neina nýsköpun að ræða. Nú þegar er mjög mikið af heilbrigðisþjónustunni veittur í gegnum samninga ríkisvaldsins við einkaaðila. Á öðrum sviðum banka einkaaðilar upp á og bjóða enn meiri þjónustu. Stundum getur ríkisvaldið brugðist hratt við, eins og þegar það kom upp fjölmennum stofufangelsum fyrir einkennalausa ferðalanga og fann aðila til að troða pinnum upp í nef fólks, en á öðrum sviðum bregst það hægt og illa við og lætur biðlistana miklu frekar lengjast út í hið óendanlega en að finna verktaka til að aðstoða sig.

Á meðan hið opinbera virðist gjörsamlega ófært um að lagfæra rekstur Landspítalans eða tryggja þjónustustig heilbrigðiskerfisins almennt og tekst ekki að láta þjónustustig spítala og kerfis fylgja auknum fjárútlátum er hægt að halda landsmönnum í einhvers konar herkví veiruástands. Annaðhvort er það vísvitandi áætlun eða merki um fullkomið hæfisleysi.

Hvort er það?


mbl.is Pólitísk vanræksla gagnvart heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég held að á hverju ári síðan 1990 (þá kom ég heim) hafi verið skrifaðar nokkuð margar greinar á hverju ári um vanda Landspítalans

Húsnæðiskost, mönnunarvanda, spekileka lækna til útlanda, álag og laun

Þetta er einn stærsti vinnustaður landsins svo það verður seint hægt að gera svo öllum líki - starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum

Grímur Kjartansson, 21.11.2021 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband