Fimmtudagur, 18. nóvember 2021
Sprautur á samfélagsmiðlum
Eftir að hafa séð óteljandi umræður á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og í raunveruleikanum (sem er annað en samfélags- og fjölmiðlar) um Covid-sprauturnar, bóluefni (sem eru eitthvað annað en Covid-sprauturnar), smit og sóttvarnir og borið saman við aðgerðir, viðhorf og stemmingu í samfélaginu þá hef ég fundið innlegg á samfélagsmiðlum sem dregur saman allt þetta í eina stutta setningu:
Sem dæmi um andstæðu þessa viðhorfs má benda á þessi skrif þar sem er einmitt reynt að skilja.
Sauðurinn á röðinni á leið í sláturhúsið þarf ekkert að skilja. Það er sá sem vill sleppa sem þarf að setja sig inn í allskonar hluti sem sauðirnir í kringum hann sjá engin verðmæti í.
Ekki þar með sagt að sprautan sé ekki skynsamleg fyrir suma afmarkaða hópa sem eru í meiri hættu af veiru en sprautu. En ekkert að skilja? Láta sprauta sig? Bara án þess að hafa upplýsta skoðun? Bara samþykkja að öryggi hinna vel þekktu bóluefna er mörgum stærðargráðum meira en af þessu glænýja efni sem hefur ekki þolað nema brotabrot af prófunum flestra annarra lyfja?
Þú um það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.