Þriðjudagur, 9. nóvember 2021
Á meðan í raunveruleikanum
Sjónvarpsfólk á vegum þáttarins Good Morning America (GMA) var í morgun statt upp í Hellisheiðarvirkjun að fjalla um Orca sem er samstarfsverkefni Carbfix og svissneska fyrirtækisins Climeworks.
Gott mál. Íslenskt hugvit, loftslagsbreytingar og það allt.
Á meðan, í raunveruleikanum, nokkrir molar úr fréttabréfi sem berst mér reglulega:
- Canadas Oil Sands on Track for All-Time High. Despite the ongoing COP26 hype, Canadas oil sands producers are on track to reach an all-time high production rate of 3.5 million b/d by December amidst a nationwide move to focus on tight budget discipline and higher dividends.
- Chinas Coal Production Reaches Multi-Year Peak. Chinese authorities reported that daily average national coal output reached 11.93 million tons over the first week of November, setting the scene for further price declines as Beijing is doing its utmost to alleviate the risks of a prolonged energy crunch.
- Venezuela Uses Sanctions Calm to Increase Output. Out of the public eye for several months, Venezuelas national oil company PDVSA raised overall production to more than 600,000 b/d last month as it received Iranian condensate to dilute the extra-heavy crude from the Orinoco Belt.
Hvað segir þetta okkur? Kannski nokkra hluti:
- Blaðamenn fylgjst ekki með og segja okkur frá því sem er að gerast. Þeir eru miklu uppteknari af því að segja okkur frá því sem þeir vilja að gerist.
- Á meðan Vesturlönd slökkva á stöðugum og hagkvæmum orkugjöfum þá er umheimurinn að taka þá í auknum mæli upp.
- Rétt eins og umræðan um veiru þá er umræðan um orku í besta falli byggð á skýrslum sem enginn les, orðum spekinga sem vita ekkert og ráðstefnum sem enginn nennir að fylgjast með.
- Það getur vel verið að ríku löndin hafi efni á því að pissa í skóinn sinn, grýta höfnina sína og senda starfsfólk sitt með fartölvurnar heim til sín til að rotna þar í einverunni á vinnutíma og nota rafmagn frá vindmyllum en umheimurinn hefur ekki efni á slíku snobbi og gerir eitthvað annað.
En sem sagt, flott hjá íslensku fyrirtæki að fá alþjóðlega umfjöllun. Ég óska því alls hins besta (í alvöru).
Good Morning America fjallar um Ísland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.