Virka sprauturnar verr á Íslandi en Danmörku?

Ég vil byrja á að þakka DV og öðrum íslenskum fjölmiðlum fyrir að fjalla ítrekað um stöðu veiru í Danmörku. Danskir fjölmiðlar eru mikið til hættir því og því þægilegt að geta farið á DV fyrir slíkt.

Auðvitað er eitthvað fjallað um veiru í Danmörku. Smitin eru á blússandi uppleið. Kannski mun danska þingið bráðum ráða ráðum sínum og ræða einhvers konar aðgerðir. Ekki er lengur mögulegt fyrir forsætisráðherra Dana að stjórna öllu eins og fyrir ári. Sumir álitsgjafar biðja atvinnulífið um að taka því rólega. Yfirvegun í hávegum höfð.

Sama rólega yfirbragð er á viðbrögðum sérfræðinga við fjölgandi smitum. Allan Randrup Thomsen, prófessor í veirufræðum við Kaupmannahafnarháskóla, segir til dæmis um smitin (í lauslegri þýðingu minni):

Smitin gefa vísbendingu en það áhugaverðasta er fjöldi nýrra innlagna á dag.

Einnig (áhersla mín):

Það er álagið á heilbrigðiskerfið sem ákvarðar að miklu leyti hversu alvarlegum augum við eigum að líta á þennan faraldur. Sérstaklega núna þegar það er ekki sama samhengi milli fjölda smitaðra og fjölda sem leggjast inn.

Ekki sama samhengi? Hvernig stendur á því? Prófessorinn er með tilgátu: Bóluefnin draga úr alvarlegum veikindum. Gott og vel, en bara í Danmörku? Það er búið að sprauta hlutfallslega miklu fleiri Íslendinga en Dani. Veiran hefur nokkurn veginn leikið lausum hala í Danmörku síðan í lok sumars. Engu að síður er heilbrigðiskerfi Dana fjarri álagsmörkum sínum. 

Hvernig stendur á þessu? Er veiran hættulegri á Íslandi? Sprauturnar gagnslausar?

En bíddu nú við, Danir höfnuðu mikið af þessu glundri sem Íslendingar drukku ógagnrýnir í sig, svo sem Janssen og AstraZeneca. Er skýringin sú að efnin sem Danir völdu virki svona miklu betur? Pfizer og allt það.

Nei, segir þá einhver. Í Ísrael hefur Pfizer ekki hjálpað neitt. Þar er fólk á leið í þriðju og bráðum fjórðu sprautuna. Nema auðvitað bókstafstrúarfólkið sem hafnar sprautum. Allt því að kenna að Ísrael er í klessu. Sprauturnar eru fullkomnar, og þeim mun fullkomnari eftir því sem þeim fjölgar í handleggnum á þér, í hvert skipti með yfirvofandi hættu af alvarlegum aukaverkunum.

Við getum kannski bara endað á að kenna veðrinu um allt. Smitin er svipað mörg í Danmörku og á sama tíma fyrir ári. Smitin eru svipað mörg á Íslandi og á sama tíma fyrir ári. En núna er Danmörk opin eins og árið 2019 en Ísland takmarkað eins og á tímabilum árið 2020. Gamla góða normið í Danmörku (og helst vonandi þannig) og nýja ömurlega normið á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það er gott hjá Dönum að þrátt fyrir mikla fjölgun smita, tvöfalt fleiri en á sama degi í fyrra, hefur þeim tekist að halda dauðsföllum á dag í sömu tölu í nokkrar vikur. Að vísu er sú Danska tala hlutfallslega fjórum sinnum hærri síðasta mánuðinn en hér á Íslandi. En Danir deyja víst fjórum sinnum frekar en Íslendingar þegar þeir fá smá pest samkvæmt kenningum. Og fyrirbyggjanlegur dauði nokkurra Dana þykir ekki vera neitt alvarlegt. Hvort á svo að kalla gott og hvort ömurlegt norm má svo deila um.

Vagn (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 13:46

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Eru fleiri Danir að deyja en venjulega? 

Úr Covid eða með Covid og úr segjum elli?

Hefðu fleiri lifað með takmörkunum og þrátt fyrir óbeinar afleiðingar aðgerða?

Væri flott að fá þetta á yfirborðið. 

Geir Ágústsson, 3.11.2021 kl. 14:45

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Af hverju fjölgar smitum svona ört á Íslandi.??

Jú, það er vegna þess að sprautusullið missir virkni á ca.

4-6 mánuðum og þá er sprautaður einstaklingur ekkert betri

en ósprautaður nema að sá sprautaði lét sig hafa óþægindin

sem því fylgdu. Nú þarf örvunarsprautur og svo koma

after-burner sprautur á eftir túrbó spratunum og Guð má

vita hvað svo.

Þetta sama er að ske alls staðar í Evrópu, nema, að sumar

þjóðir hafa ákveðið að lifa með þessu og láta ekki

hræðslu stjórna aðgerðum.

En um að kenna þessu fáu prósentum af óspratuðum um allt.

Sigurður Kristján Hjaltested, 3.11.2021 kl. 15:22

4 identicon

Meðaltalið er 2 Danir á dag sem deyja úr covid. Ég hef ekki neinar tölur um fjölgun eða fækkun dauðsfalla í Danmörku af öðrum ástæðum og læt aðra um fullyrðingar byggðar á engu.

Vagn (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 15:56

5 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Samkvæmt Þórólfi þá er 2% smitaðra lagt inn en á sama tíma kemur hann ekki með tölfræði sem hægt er að sannreyna þetta. Eru sjúklingar lengur eða styttra? Er verið að leggja fleiri/færri inn til öryggis og eftirlits?

Með öðrum orðum hefur eitthvað breyst? Enginn spyr af þessu og þess vegna fær hann ohindrað að boða sinn einhliða málfluttning.

Rúnar Már Bragason, 3.11.2021 kl. 16:21

6 identicon

Já, rétt hjá þér með, að: "..Í Ísrael hefur Pfizer ekki hjálpað neitt."












Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 18:08

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 18:32

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Sprautudauðir teljast ekki með. Þeir eru allir með lífshættulega undirliggjandi sjúkdóma eða erfðagalla sem komu í ljós árið 2021. Nú eða orðnir gamlir og tími þeirra kominn.

Geir Ágústsson, 3.11.2021 kl. 19:26

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Fyrir þá sem vilja vita hvernig algjört takmarkaleysi vegna veiru er að hafa áhrif á andlát í dönsku samfélagi, sjá hér:

https://www.ssi.dk/sygdomme-beredskab-og-forskning/sygdomsovervaagning/d/overvaagning-af-doedelighed

Geir Ágústsson, 3.11.2021 kl. 20:28

10 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Vantar Dani nokkuð nýjan sóttvarnarlækni? Ég sagði nebblega Þórólfi upp með minnisblaði til hans á bloggi dagsins.

Kristín Inga Þormar, 3.11.2021 kl. 22:35

11 identicon

Sæll aftur Geir, 

Þetta gleymdist hérna, eða þar sem að þessar svokölluðu bólusetningar valda þessum veikindum:   





Svo og einnig hérna :


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.11.2021 kl. 22:49

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hagstofan, í september: Athygli vekur að í aldursflokknum 70 ára og eldri gætir leitni hækkunar á fjölda látinna árið 2021 fyrir vikur 26 til 32, meðan fyrir sömu vikur árin 2017-2020 gætti lækkunar.

https://hagstofa.is/utgafur/tilraunatolfraedi/danir-tt/

Furðulegt.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.11.2021 kl. 23:43

13 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Gaman gaman á Íslandi.

Öllu skellt í lás enn og aftur. 

Andlitsbleyjur og lokanir.

Eina sem Svandís greyið kann.

Skilur ekki að þessar allar þessar aðgerðir skila engvu.

Meðan Íslendingar kok gleypa þetta hrátt án andmæla,

þá er þetta að verða nýja normið. 

Þ.e.a.s. loka öllu fyrir stórhátíðir svo almenningur

geti verið hamingjusamur í kúlunum sínum og amma og afi

lokuð inná elliheimilum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.11.2021 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband