Blaðamenn hættir að syngja í kór?

Undanfarnar vikur hefur borið meira og meira á því að blaðamenn eru hættir að syngja í kór með æðstuprestum hræðsluáróðurs og barnasprautuherferða. Lítið dæmi er frétt um nýjasta andlát einstaklings með Covid-veiruna. 

Blaðamaður Fréttablaðsins segir:

Einn sjúklingur lést úr Covid-19 á Landspítalanum í dag.

Blaðamaður Vísis segir:

Einstaklingurinn sem lést á Landspítalanum af völdum Covid-19 um helgina var lagður inn á spítalann af öðrum orsökum.

Blaðamaður Morgunblaðsins segir:

Maður smitaður af Covid-19 lést á Land­spít­al­an­um í dag. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is lá maður­inn inni á Land­spít­ala þegar smitið greind­ist og ekki hef­ur enn feng­ist staðfest hvort um sé að ræða and­lát af völd­um sjúk­dóms­ins.

Hérna falla flestir blaðamenn í gildru. Þeir kveða upp dánarorsök áður en sjálfur spítalinn gerir það. Kannski dó maðurinn úr Covid-19 en kannski úr meininu sem hann fór á spítala vegna.

Kannski Íslendingar sem látast í umferðarslysum með veiru í sér verði bráðum flokkaðir sem fórnarlömb veiru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er þá bara hætt að samræma, og ætlast til að menn séu orðnir heilaþvegnir.

Það hefur bara ekki gefist betur en þetta.

Það er ágætt að sjá að MBL gaurinn er minnst næmur fyrir heilaþvotti.  Kannski við bjargandi eftir allt saman?

Ásgrímur Hartmannsson, 1.11.2021 kl. 17:02

2 identicon

Sæll Geir,

Þessir ritstýrðu og ríkisstyrktu fjölmiðlar hér eru greinilega hættir að gefa upp bólusettir og hins vegar óbólusettir.
Sjá hérna Vísir.is: 
"Fimmtíu og átta greindust með Covid-19 innanlands í gær og sex á landamærunum, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. 32 þeirra sem greindust með veiruna voru í sóttkví við greiningu, sem er rúmur helmingur. Hlutfallið hefur verið svipað undanfarna daga. Tveir eru á gjörgæslu með Covid-19 en níu til viðbótar inniliggjandi. Um 900 manns eru í eftirliti Covid-göngudeildar." https://www.visir.is/g/20212176548d/fimmtiu-og-atta-greindust-med-covid-19

No description available. 



Fully Vaccinated Are COVID ‘Super-Spreaders,’ Says Inventor of mRNA Technology

Ég er eiginlega á því að Þórólfur karlinn fái sérstaklega borgað fyrir það, að halda uppi þessu farsóttarstigi með PCR skimunum. 

Ofan á allt þegar að dómstólar í Þýskalandi, Hollandi, Austurríki og Portúgal hafa allir úrskurðað þessar PCR skimanir séu alls EKKI við hæfi að nota til að greina covid-19, svo og hefur þetta PCR drasl EKKI nein lagalegan og vísindalegan grundvöll til að byggja á varðandi allar þessar lokanir, samkomutakmarkanir o.s.frv.
Það er viðurkennt að það er EKKI til nein  Gold Standard yfir þessar PCR skimanir eða smitgreiningar. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) auk þess staðfest að þessi PCR skimanir eða PCR smitgreiningar séu gallaðar og ekki áreiðanlegar. En þetta er allt saman eitthvað sem að hann Þórólfur passar mjög vel uppá að minnast alls ekki á.   

Fyrir utan það þá eru þessar PCR skimanir sérstaklega keyrðar hér á 40 snúningum og/eða keyrðar yfir þennan 35 snúninga hringrásar mögnunar þröskuld til þess eins þá að geta framkallað allt að því 97% falskar jákvæðar niðurstöður (Clinical Infectious Diseases ciaa 1491 (28. sept. 2020), https://doi.org/10.1093/cid/ciaa1491), eða svo þessir líka ritstýrðu- og ríkisstyrktu fjölmiðar hér á landi geta verið i því að öskra greint smit, greint smit og aftur greint smit.
KV.


Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 1.11.2021 kl. 19:21

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Brátt hætta blaðamenn að finna sensasjón í fréttum um þetta og leita á önnur mið. Nú hafa þeir tímabundið beint sjónum sínum að hinni skelfilegu hamfarahlýnun á meðan stjórmálaleiðtogar, sem ekkert vit hafa á málefninu funda.

Nýustu fréttir eru að bráðnun Grænlandsjökuls hafi valdið 10mm hækkun sjávar undanfarinn áratug.

Með fréttinni mætti fylgja hvernig þeir hafa fundið út tonnafjöldann sem hefur bráðnað á meðan engin hlýnun hefur verið á þessum tíma, auk þess hvert viðmiðið var og hvernig það var fundið fyrir þessari 10mm mælingu og hvenig þetta var mælt í gær. Öðruvísi er engin leið að trúa á þessar upphrópanir.

Hvernig væri að RUV endursýndi hina 15 ára gömlu gamanmynd An inconvenient truth, bara svona til að sýna óskeikulleika þessara vísinda.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.11.2021 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband