Athugið! Ný veiruviðmið!

Alveg óvænt og eins og þruma úr heiðskíru lofti voru í svolitlu viðtali gefin út tölusett viðmið fyrir sóttvarnaraðgerðir á Íslandi. Þau komu ekki frá talsmönnum heilbrigðiskerfisins eða opinberum embættismanni sem kallast sóttvarnalæknir og hvers embættismannafærslur Landlæknir ber ábyrgð á. Nei, þau komu frá óvæntum aðila.

En áður en hin nýju viðmið eru afhjúpuð er rétt að halda nokkrum atriðum til haga.

Staðan á heilbrigðiskerfinu:

cov_heilbrkerfi

Þróun greindra smita:

cov_smitadag

Og þá að nýjum viðmiðum yfirvalda á Íslandi, eða í hið minnsta það næsta sem við getum komist að um þau:

  • Yfir 13 sjúklingar á spítala (4 á gjörgæslu) eru allt að því þolmörk heilbrigðiskerfisins og engar tilslakanir á aðgerðum mögulegar 
  • 40-50 smit á dag í mesta lagi annars eru engar tilslakanir á aðgerðum mögulegar

Nýr talsmaður sóttvarnayfirvalda, heilbrigðiskerfisins og heilbrigðisráðherra, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, hefur talað.

Annars bíð ég spenntur eftir því að fleiri fjölmiðlar leiðrétti falsfréttina sem birtist um daginn um að ekkert sprautað barn á aldrinum 12-15 ára hafi smitast af veiru. Á bloggsíðu sóttvarnalæknis er boðið upp á skáldskap til að útskýra hvernig slík frétt gat orðið til, en látum það kyrrt liggja. Athyglisvert er að alvarlegar aukaverkanir vegna sprautu í börn virðast vera fleiri en smit hjá sama hópi. Lækningin hættulegri en sjúkdómurinn. Og enn er barið í trommur til að troða nálum í krakka vegna veiru sem skaðar þau ekki. Til hvers? Til að verja þá eldri og bólusettu? Þá hræddu? Þá barnlausu?

Hvað um það. 40-50 smit á dag og færri en 13 á spítala. Ný tölusett viðmið sem er ómögulegt að ná þrátt fyrir sprautur og líknardráp ferðamannaiðnaðarins, og blasir við að jólunum verður aflýst. Aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 30.10.2021 kl. 21:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er eiginlega hætt að koma á óvart þegar narratívið breytist.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.10.2021 kl. 02:22

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Á milli vikna er 8% aukning smita milli vikna skv. Worldometer og þau láta eins og himinn og jörð séu að farast. Ég veit ekki í hvaða pólitíska leik þetta fólk er en það í engu í samræmi við vettvanginn.

Rúnar Már Bragason, 31.10.2021 kl. 02:23

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Við verðum að fara að undirbúa krúttlegu jólakúlurnar okkar til að skríða líka inn í eins og um síðustu jól og páskakúlurnar í vor.

Merkileg tilviljun hvað það koma alltaf upp stórar bylgjur svona alveg kortér í hátíðir!

Kristín Inga Þormar, 31.10.2021 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband