Föstudagur, 15. október 2021
Vinsældir veiru dvína
Rök hafa verið færð fyrir því að Landspítalinn nýti fjármagn sitt þrefalt til fjórfalt verr en opinber spítali í Stokkhólmi, Svíþjóð, sem vill svo til að er með íslenskan forstjóra sem tók við slæmu búi en situr nú á góðu búi.
Meira en 18 mánuðir eru liðnir síðan lýst var yfir svokölluðum heimsfaraldri. Óendanlegu fjármagni í formi peningaprentunar og skuldsetningar hefur verið veitt í að bjarga fyrirtækjum sem voru lokuð með valdboði, borga fólki sem missti lifibrauð sitt vegna opinberra aðgerða, kaupa sprautur og mannafl til að sprauta, borga opinberum embættismönnum álagsgreiðslur og listinn er endalaus.
En eftir stendur að haustpestirnar í ár fá nokkuð frjálsar hendur. Þessar gömlu góðu veirur sem voru svo viðráðanlegar geta nú fundið lítið þjálfuð ónæmiskerfi, ráðist á þau og veikt og heilbrigðiskerfið fullkomlega vanbúið að takast á við slíkt.
Þess vegna þarf að viðhalda öllu því sem hefur mergsogið hagkerfið, ríkissjóð og marga atvinnuvegi lífsblóði sínu. Þess vegna!
Klappstýrur sóttvarnaaðgerða hingað til skrifa nú opin bréf auk margra annarra. Margir stjórnmálamenn hafa allt í einu þor til að mynda sér skoðun. Spilaborgin er að hrynja. Vonandi.
Engin furða að pirraður sóttvarnalæknir hlaupist nú undan ábyrgð sinni, eins og fætur toga, og bætir jafnvel í með rangtúlkunum á orðum erlendra stofnana sem hann vísar í til að réttlæta sjálfan sig. Lagaleg ábyrgð hans er vissulega engin (hann er undirsáti landlæknis sem er kominn í felur fyrir löngu síðan) en hann hefur lengi vitað að krafsið hans á minnisblöðin er innleitt í regluverkið sama hvað.
Er heimsfaraldurinn að líða undir lok á Íslandi? Kannski, en það kemur veiru ekkert við. Það er undir fólki komið að henda honum í ruslatunnuna með því að koma í burtu yfirvaldi sem viðheldur honum.
Finnst þeir ekki geta tryggt öryggi sjúklinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.