Sóttvarnalæknir Íslands, með puttann á púlsinum?

Úr Kastljós-viðtali við sóttvarnalækni Íslands:

"Hjá Finnum er til dæmis er, er faraldurinn að fara upp aftur og dauðsföllum að fjölga."

Það sem hann vísar í, væntanlega:

fin

Hann taldi um leið að það hefði gengið vel í Danmörku þrátt fyrir algjörar afléttingar fyrir um mánuði síðan:

dk

Í Finnlandi búa 5,5 milljónir á 338 þús. ferkílómetrum og í Danmörku búa 5,8 milljónir á 43 þús. ferkílómetrum.

Veðurfar er ólíkt en innviðir svipaðir. Danskt veðurfar sennilega mun líkara því íslenska en hið finnska. 

Dagleg (skráð) dauðsföll vegna COVID-19 svipuð í Danmörku og Finnlandi og hafa verið lengi.

Búið að sprauta svipuð hlutföll íbúa, ef einhver telur það skipta máli.

sprautur

Finnland notað sem rök fyrir því að takmarka á Íslandi frekar en að nota Danmörk og Noreg? Getur einhver útskýrt fyrir mér hvernig sóttvarnalæknir túlkar gögn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Ég held að enginn geti útskýrt það fyrir þér nema hann sjálfur, en gleymdu því ekki að hann er fórnarlamb Svandísar sem fer eftir minnisblöðum hans sjálfs um að halda áfram sóttvörnum.

Aumingja hann, hann ber enga ábyrgð á neinu af þessu, þetta er allt Svandísi að kenna!

Kristín Inga Þormar, 15.10.2021 kl. 22:33

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Aðeins geðlæknir getur útskýrt það sem á sér stað í heilabúi Þórólfs Guðnasonar. Reyndur geðlæknir.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.10.2021 kl. 23:40

3 identicon

"Dagleg (skráð) dauðsföll vegna COVID-19 svipuð í Danmörku og Finnlandi og hafa verið lengi."  Meðaltal síðustu viku er 1 dauðsfall á dag (Danmörk) og 4 dauðsföll á dag (Finnland). Flestir sem ekki eru nýkomnir af pöbbnum mundu segja það nokkuð langsótt að kalla það svipað.

Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2021 kl. 23:55

4 identicon

Neðsta grafið er athyglisvert á marga vegu.

Tökum dæmi um þróun mannfjölda í United Arab Emirates.

Á árinu 2005 var íbúatala 4,588,225.

2010 var íbúatala 8,549,988. ( líklega heimsmet í fólksfjölgun? )

Þvílík sjokk þerapía hlýtur það að vera fyrir þjóð að fjölga sér svo á þvílíkum ljóshraða, hvernig sem það gerðist.

Hversu hátt hlutfall voru svo undir hæl þvingana og smituðu aðra svo til ótta og hlýðni ti bólusetninga?

Hér á Íslandi myduðust bólusetninga biðraðir þrátt fyrir fréttir af andláti heilbrigðs fólks vegna bólusetninga.

Það er annað rannsóknar verkefni, út af fyrir sig ...

 

 

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 16.10.2021 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband