Hræðilegu drápsveirur

Samkvæmt gögnum á pandata.org þá hafa, síðan 1. janúar 2020, látist 374 Íslendingar úr öndunarfærasjúkdómum öðrum en COVID-19.

danarorsakir

Sem sagt, meira en tíu sinnum fleiri en skráð dauðsföll vegna COVID-19. Ætli sóttvarnalæknir sé með þetta í huga þegar hann boðar takmarkanir vegna allskyns annarra vágesta og jafnvel jarðhræringa?

Ég spyr því ég veit það ekki. Er í alvöru verið að leggja til takmarkanir vegna allra annarra öndunarfærasjúkdóma í ljósi þess að þeir, samanlagt, taka tíu sinnum fleiri líf en COVID-19? Og er almenningur bara til í það? Lokanir öll haust? Fram á vetur? Fram yfir jól? Árlega?

Ég veit ekki hvaða rannsóknir (ef einhverjar) og upplýsingar eru hafðar til hliðsjónar þegar blásið er til fjölmiðlafundar til að hita upp fyrir næsta minnisblað. 

Leiðrétting:

Hér að ofan hef ég víst notað tölur frá 2017 til að fjalla um dánartíðni vegna öndunarsjúkdóma frá 1. janúar 2020. Það voru mistök. En það sem er rétt er að á árunum 2015-2019 (skv. tölum frá Landlækni sóttar hér í gegnum vef Hagstofunnar) deyja frá 220 til 350 manns á ári úr (ekki-langvinnum) öndunarfærasjúkdómum. Það er "gamla normið". 

ondun

Er þá hægt að koma í veg fyrir dauðsföll með því að aðskilja fólk, fresta krabbameinsskimunum, drepa fólk sem veigrar sér við að leita á spítala heima hjá sér, svipta börn menntun og félagslífi og loka samfélaginu og stórum hluta hagkerfisins niður? Nei, dauðinn finnur sér bara annan farveg og neikvæðar afleiðingar koma einfaldlega fram í öðru (t.d. óvinnandi skuldafjalli hins opinbera sem mun draga úr getu þess til að rækta hlutverk sitt). En meira um þetta síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt gögnum á pandata.org þá hafa 33 Íslendingar látist úr COVID-19....Samkvæmt gögnum frá WHO á pandata.org þá létust 374 Íslendingar úr öndunarfærasjúkdómum árið 2017.     

 

Vagn (IP-tala skráð) 15.10.2021 kl. 15:13

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

 Ég spái fjölmiðlafundi, miklu oanik og langvarandi lokunum í framtíðinni vegna þess að einhver uppgötvast með inngrónar táneglur.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.10.2021 kl. 16:58

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvar var Þórólfur árið 2017? Ah, hafði ekki skilið fyrirmælin frá Kína.

Geir Ágústsson, 15.10.2021 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband