Stofufangelsi barna

Tæplega 200 krakkar eru nú í stofufangelsi á Íslandi, þar af 4 ungabörn undir 1 árs aldri og 24 börn á aldrinum 1-5 ára.

"Nei þú mátt ekki leika við krakkana á leikskólanum. Hérna er spjaldtölvan og eftir nokkra daga verður pinna rekið upp í nefið á þér af manneskju með bæði grímu og andlitsskjöld. Vertu hræddur, krakki!"

stofufangelsi

Þetta er auðvitað ekki í lagi. Ég þekki feðga sem voru látnir dúsa inni í heila 14 daga, "smitaðir", einkennalausir, hraustir og auðvitað einangraðir enda faðirinn þessi samviskusama týpa sem vill þar að auki ekki láta fólk úti á götu kalla fúkyrði á eftir sér og syni hans. 

Starfsfólk leik- og grunnskóla með allar sínar sprautur og örvunarskammta sem enga verja og hafa ekki stuðlað að opnun samfélagsins er kannski bara alsælt með þetta og nýtur frídaganna heima með Netflix í gangi allan sólarhringinn. Að minnsta kosti kvartar þetta fólk ekki.

Annars heyrði ég mjög hughreystandi sögu í gær um vaxandi borgaralega óhlýðni við hin ýmsu fyrirmæli þríeykja og annarra ókjörinna embættismanna. Kannski er von. Kannski finna Íslendingar, sem hreykja sér af víkingaeðli og "þetta reddast" hugarfari, bráðum hugrekkið sitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G Helga Ingadottir

Já ég vona svo sannarlega að fólk hætti nú að jarma allt í kór með ótta-áróðrinum vegna Covid sem við eigum víst að vera bólusett fyrir, en erum það svo ekki - eða hvað ???

G Helga Ingadottir, 9.10.2021 kl. 15:21

2 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Þetta er sturlun sem nær engri átt! En gott að heyra um vaxandi borgaralega óhlýðni, það var einmitt einn að kommenta undir nýjasta blogginu mínu um að hann heyrði menn tala um að það þyrfti að rannsaka Þórólf og hans teymi.

Kristín Inga Þormar, 9.10.2021 kl. 20:25

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, einhvers staðar er vitlaust gefið Geir.

Það er enginn sens í þessu.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.10.2021 kl. 11:42

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

þá ryfjast upp fyrir mér þegar atlagan að Íslandi byrjaði og ungir vaskir menn kveiktu í kyndlum fyrir framan Bessastaði ekki ógnandi heldur af ætjarðarást.Þar var Sigmundur með þeim fremstu.Ég man ekki hvað þeir kölluðu sig,en einn þeirra heyrði ég segja aðspurður sögu þeirra,hvernig þeir skiptu með sér hringingum í mikilvæga menn bæði i ESB og út um allt. Nærri má geta að þetta framlag til ættarðarinnar haf kostað,en þeir lögðu fram allt sem þeir gátu auk tímans sem það tók; er þetta til í dag.-Fyrirgefðu Geir,það tók sig upp gömul sigurvon,en þeir narta eins og aflmeira rándýr --nu ætls ég að senda því einhver er að grufla i þessu  

Helga Kristjánsdóttir, 11.10.2021 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband