Miðvikudagur, 6. október 2021
Loftslagsvá í ríkisfjármálunum
Loftslagsumræðan undanfarin ár breyttist á tímabili í veiruumræðu en báðar umræður eru keimlíkar og ganga nú yfir á sama tíma. Í báðum tilvikum er reynt að hræða almenning alveg upp úr skónum. Til þess finnast óendanlegir fjármunir. Hagsmunahópar spretta upp og sækja um fé í óendanlega sjóði. Venjulegt samfélag er talað niður og einhvers konar aðgerðir sem takmarka, hamla og loka talaðar upp. Gagnrýnisraddir eru að hluta eða í heild þaggaðar niður eða jafnvel kallaðar samsæriskenningar. Sífellt er hamrað á því að við þurfum að treysta vísindunum og ákveðnir aðilar útnefndir til að tala í nafni þeirra. Aðrar raddir eru kallaðar andsnúnar vísindum.
Sögur herma að í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum sé einn flokkanna við borðið að heimta að lýst verði yfir loftslagsvá og milljarðar settir í baráttu gegn loftslagsbreytingum. Enginn veit samt hvað loftslagsmilljarðarnir í dag eru að áorka. Sennilega engu. Þess vegna þarf að bæta í.
Ekki þýðir þetta að heimsfaraldri verði aflýst. Margir aðilar hafa mikla hagsmuni af því að viðhalda honum. Lyfjaframleiðendur græða á tá og fingri. Athyglissjúkir embættismenn njóta áheyrnar fjölmiðla og ráðherra. Fólk sem almennt er hrætt við allt þrífst á hræðslunni og finnur ákveðna huggun í að aðrir eru líka hræddir.
Hið opinbera lætur sjaldan góða krísu fara til spillis. Og þú ert fórnarlambið.
Segir ríkið ekki hafa grænan grun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ríkissjóðir víða um heim, og ekki síst hér á landi, keppast við að ausa fé í eitthvað sem enginn veit hvað er og ekkert gagn er í eins og í sjóði eða vasa milljarðamæringa og lætur fólk halda að nú sé verið að taka á "loftslagsmálum".
Þegar ríkissjóðir eru orðnir ósjálfbærir og búnir að skuldsetja næstu ættliði langt fram í tímann, þá koma kapparnir í WEF og segja fólki "We will build back better", taka til sín allar eigur fólks og leigir þeim síðan til baka, "You will own nothing and be happy".
Villi Hlið (BG) losaði sig frá Microsoft og fór að snúa sér að lyfjafyrirtækjum, einkum þeim sem framleiða bóluefni. Hann var ekki búinn að vera lengi á nýjum vígstöðvum er hann upplýsti það hróðugur að eigur hans hafi 20 -tuttugu- faldast á skömmum tíma, fyrir var hann ríkasti maður heims að talið var.
Það er einmitt þessi maður sem hvetur og þrýstir á að allir, -ALLIR-, heimsbúar skuli bólusettir. Hversu mörg af þessum lyfjafyrirtækjum sem bjóða uppá bóluefni ætli hann sé stærsti hluthafi í??????????
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.10.2021 kl. 14:47
Alveg er ég sammála þér í þessu. Er orðin svo þreyttur á stanslausum greinum og fréttum um loftlagshlýnunar í heiminum. Sömu aðilar virðast bara taka fréttir sem tengjast hitatölum þegar fleiri met eru að falla í kuldatölum. Það var athyglisvert að sjá faldna myndavél Project Veritas taka við Technical director hjá CNN þegar hann sagði að þegar Covid fréttir hætta að vera vinsælar þá ætla þeir að fara á fullt með Global Warming fear mongering enda sagði hann sjálfur að "hræðsla" selur mest. Hann viðurkenndi líka að þeir búa til fréttir úr engu ef það getur haft áhrif á áhorf. Það kæmi mér ekki á óvart að hann hafi verið sendur í útlegð til Amundsen-Scott bækistöðina þar sem hann hefur ekki sést opinberlega síðan og CNN hefur aldrei kommentað á það sem hann sagði.
Aldrei áður mælst jafn mikill kuldi á Suðurskautalandi og í ár á Amundsen-Scott bækistöðinni. Meðalhitinn á Amundsen-Scott bækistöðinni var mínus 61 gráða á tímabilinu frá apríl fram í september. Þetta er lægstur hiti, sem mælst hefur þar síðan hitamælingar hófust ár 1957.
https://www.seattletimes.com/nation-world/south-pole-posts-most-severe-cold-season-on-record-an-anomaly-in-a-warming-world/?utm_source=twitter&utm_medium=social&utm_campaign=article_inset_1.1
þröstur (IP-tala skráð) 6.10.2021 kl. 22:59
Þetta snýst augljóslega ekki um apsteðjandi ógn hér né sýnilegar afleiðingar heldur möntruna um að vera "þjóð meðal þjóða" og gera eins og hinir til að frá þáttökubikar frá "alþjóðasamfélaginu".
Hef hlustað á viðtöl undanfarið við fulltrúa "ráðgjafafyrirtækja" í loftlagsmálum, sem leggja til allt að 100-200 milljarða "fjárfestingu" í loftslagsmálum. Góður business þar á ferð.
Við erum búnir að henda nokkrum milljörðum nú þegar í friðþægingarprjójekt sem dælir co2 niður í jörðina. Magnið samsvarar á ári því sem fagradalsfjall gefur frá sér á hálfum degi. Enn skal henda meiru í prójekt, sem á einhvern óskiljanlegan hátt á að breyta co2 í alkohól. Ekki er nefnt í báðum prójektum sú gríðarlega orka sem notuð er til að ná þessum tilgangslausa "árangri".
Þap er einhvert annað angur en árangur sem stýrir þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2021 kl. 23:01
Tómas,
Þetta er myrk framtíðarsýn hjá þér en ég sé ekkert gallað við hana.
Hvað erum við komin langt á aðgerðalista Marx og félaga?
"Of course, in the beginning, this cannot be effected except by means of despotic inroads on the rights of property, and on the conditions of bourgeois production; by means of measures, therefore, which appear economically insufficient and untenable, but which, in the course of the movement, outstrip themselves, necessitate further inroads upon the old social order, and are unavoidable as a means of entirely revolutionising the mode of production.
These measures will, of course, be different in different countries.
Nevertheless, in most advanced countries, the following will be pretty generally applicable.
1. Abolition of property in land and application of all rents of land to public purposes.
2. A heavy progressive or graduated income tax.
3. Abolition of all rights of inheritance.
4. Confiscation of the property of all emigrants and rebels.
5. Centralisation of credit in the hands of the state, by means of a national bank with State capital and an exclusive monopoly.
6. Centralisation of the means of communication and transport in the hands of the State.
7. Extension of factories and instruments of production owned by the State; the bringing into cultivation of waste-lands, and the improvement of the soil generally in accordance with a common plan.
8. Equal liability of all to work. Establishment of industrial armies, especially for agriculture.
9. Combination of agriculture with manufacturing industries; gradual abolition of all the distinction between town and country by a more equable distribution of the populace over the country.
10. Free education for all children in public schools. Abolition of children’s factory labour in its present form. Combination of education with industrial production"
https://www.marxists.org/archive/marx/works/1848/communist-manifesto/ch02.htm
Geir Ágústsson, 7.10.2021 kl. 07:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.