Sunnudagur, 26. september 2021
Sprautur og meðferðir
Ég man ekki hvar ég las það en á einum stað las ég þá skýringu á samsæriskenningum að munurinn og þeim og hinum heilaga og viðtekna sannleika væri 6-12 mánuðir.
Þetta rættist alveg rækilega í allri umræðu um uppruna veirunnar sem hefur plagað heiminn í fleiri mánuði núna (ekki endilega vegna alvarleika hennar heldur aðgerða vegna hennar). Eina stundina voru öll ummæli um að veiran hefði fæðst á rannsóknarstofu í Kína þurrkuð út á samfélagsmiðlum, þá næstu að þetta væri sennilega líklegasta skýringin.
Næsta svokallaða samsæriskenning á skotskífunni er sennilega virkni lyfsins ivermectin á veiruna og jafnvel sem forvörn gegn henni. Ýmsir samfélagsmiðlar setja stóra aðvörun á einfaldlega það að minnast á lyfið. Einhverjir hafa séð innlegg sín á samfélagsmiðlum aflífuð. En hvað er þá satt og rétt? Að þetta lyf sé ekkert annað en ormalyf fyrir hesta? Krem á gæludýr? Hvar er hægt að komast að slíku?
Á vefnum Zerohegde.com (skyldulesning daglega að mínu mati) er í boði góð samantekt á rannsóknum sem hafa farið fram á lyfinu í samhengi veiru eða eru í gangi. Sjá hér:
https://www.zerohedge.com/covid-19/never-say-neigh-fda-lists-horse-drug-approved-covid-treatment
Það má vel vera að blaðamenn og rétttrúnaðarprestar samfélagsmiðlanna hafi myndað sér sína skoðun en vísindamenn eru á öðru máli. Þeir hafa margir hverjir séð hér vonarneista sem gæti jafnvel kippt úr sambandi neyðarleyfum sprautuframleiðendanna. Sjáum hvað setur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Geir,
"Einhverjir hafa séð innlegg sín á samfélagsmiðlum aflífuð."
Það er rétt hjá þér að það má ekki benda á þetta Ivermectin lyf á þessum samfélagsmiðlum. Því að aðalatrið er og hefur verið að koma inn þessum tilraunarbóluefnum án upplýsinga um innihaldsefni, áhættur, aukaverkanir, alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir þessar svokölluðu bólusetningar.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.9.2021 kl. 22:38
Er virkilega einhver drápsfaraldur í gangi? Hvers vegna þurfum við þá ítrekaðar áminningar í fjölmiðlum um að svo sé, myndum við ekki öll þekkja fólk, jafnvel heilu fjölskyldurnar sem væru þegar dánar úr honum?
Kenningar hinna svokölluðu "samsæriskenningarsmiða" um þennan meinta faraldur eru að rætast hver af annarri þessa dagana.
Því miður er það líklega of seint fyrir þá sem hafa trúað MSM í einu og öllu og látið sprauta sig með efnum sem sannanlega hafa stórskaðað milljónir manns og drepið mikinn fjölda.
Sannarnir eru til um það ef fólk nennir að leita að þeim.
Kristín Inga Þormar, 26.9.2021 kl. 22:44
Katrín Jakobs fagnar því að Kórónustjórnin haldi velli þrátt fyrir að hennar eigin flokkur hafi beðið afhroð í kosningum.
Því má áætla að hennar " agenda " séu æðri,á skjön við stefnu flokksins og flokkshagsmunum.
Gætum við átt von á að ríkissjóður verði settur lóðbeint á rassgatið í skjóli " veirufaraldurs " og að áratugar gamalli stefnu XB og XD að einkavæða orkuauðlindir Íslendinga?
Ekki má gleyma að Steingrímur J. gaf grænt ljós á upphafið ...
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 00:37
Sæll Heiðar Þór,
"Því má áætla að hennar " agenda " séu æðri,á skjön við stefnu flokksins og flokkshagsmunum."
Hún Katrín Jakobsdóttir er og hefur verið í því að koma inn þessu glóballista heimsmarkmiði sjálfbærar þróunar (e. Sustainable Development) samkvæmt "Agenda 21" og "Agenda 2030"., svo og þar sem að hún Katrín er hlynnt sams konar fóstureyðingarlöggjöf og er við lýði í Kanada.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 01:31
Sæl Kristín Inga,
"Er virkilega einhver drápsfaraldur í gangi?"
NEI, þetta er ekki Covid-19 drápsfaraldur, svo og er það einnig rétt hjá þér varðandi þessa opinberu samsæriskenningarsmiði er öskra hérna daglega greint smit, greint smit og aftur greint smit samkvæmt óáreiðanlegum og ónákvæmum PCR skimunum, til þessi eins þá að halda uppi farsóttarstiginu með hræðsluáróðri. Heilbrigðisyfirvöld hafa daglega verið í því, að segja við heilbrigt fólk, að það sé með greint smit (eða veikt) skv. PCR draslinu, svo og svona stöðugt reynt að minna á Covid19 til að kom inn öllum þessum hræðsluáróðri.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 27.9.2021 kl. 16:52
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 28.9.2021 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.