Gæti skipt meira máli ef fjölbreytnin væri meiri

Það skiptir máli að mæta á kjörstað eða svo er alltaf sagt fyrir allar kosningar. En skiptir það máli? Kannski. Fyrir hvern og einn skiptir það auðvitað engu máli (eitt atkvæði breytir engu) en safnast þegar saman kemur og það allt.

Í skemmtilegasta pistli kosningabaráttunnar (og kannski ársins), Andlegir öreigar allra vinstriflokka sameinist, fer Sverrir Stormsker yfir landslag stjórnmála á Íslandi í dag. Nokkur gullkorn:

Á flokksþingi fyr­ir 5 árum voru þeir þjóðhollu eðal­hægri­menn, Gúst­af Ní­els­son og Jón Magnús­son hrl., baulaðir niður af sviðinu fyr­ir að tala fyr­ir aðgæslu og heil­brigðri íhalds­semi í út­lend­inga­mál­um, og fyr­ir stuttu var hægri­mönn­un­um Brynj­ari Ní­els­syni og Arn­ari Þór Jóns­syni sparkað niður stig­ann og Sig­ríði Á. And­er­sen dúndrað út um glugg­ann. Hægri­mennska er ein­fald­lega ekki leng­ur liðin í Sjálf­stæðis­flokkn­um. Brynj­ar greyið hef­ur ekki und­an við að samþykkja alls kyns komm­ún­ista­dellu­frum­vörp og kyngja ælum í gríð og erg. Hann er ekki aðeins mesti fýlu­pok­inn á þingi að eig­in sögn held­ur er hann orðinn stærsti ælu­pok­inn.

Að mínu mati er Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn engu að síður skásti vinstri­flokk­ur­inn því þar á bæ eru menn upp til hópa meðvirk­ir vinstri­mennsk­unni frek­ar en sturlaðir vinstri­vit­leys­ing­ar. ...

Ástæðan fyrir öllum þessa fjölda flokka er ekki málefnaágreiningur heldur sú að allir Íslendingar vilja vera kóngar. Ef það kemur upp minnsta misklíð í flokki þá stofnar fúli froskurinn nýjan flokk utanum sjálfan sig þar sem hann getur verið kóngur í ríki sínu. ...

Ég býst við að Bjarni Ben myndi viðurkenna það fúslega að hann hafi beygt sig undir ægivald snargeðveiks tíðarandans og breytt flokknum í femínískan krataflokk pólitískrar rétthugsunar. ...

Grunnurinn í trúarbrögðum vinstrimanna er að peningar vaxi á trjánum og þessvegna er þeim líklega svona umhugað um grænu málefnin og trjárækt.

Erfitt er þó að sjá hvernig þeir ætla að fjámagna alla þessa góðmennsku sína og björgun heimsins því vaxtaskilyrði trjáa eru ekki svo góð á köldum Klakanum. ...

Menn þurfa ekki að vera sammála Sverri Stormsker til að hafa gaman af skrifum hans þori ég að fullyrða. Kannski menn geti hreinlega orðið sammála honum með því að lesa skrif hans því allt í einu lítur út fyrir að ríkisstjórnin gæti jafnvel haldið velli, í kjölfar pistilsins. Sjáum hvað setur.

Minn punktur hér er sá að það gæti skipt meira máli að kjósa ef flokkarnir væru ekki svona einsleitir flestir. Ég fagna valkosti lengst til vinstri - hreinræktaður sósíalismi. En hvað er í boði á hinum endanum? Hvenær breytist miðjan í hægri? Er Sjálfstæðisflokkurinn raunverulegur valkostur til hægri eða enn einn miðjuflokkurinn? 

Vissulega er ekki hægt að treysta ríkissjóði fyrir öðrum en Sjálfstæðismanni og vissulega er von á aðhaldi í ríkisrekstri og skattalækkunum eingöngu raunhæf með Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, en þetta eru allt að því smámunir. Hægriflokkur væri að tala fyrir sölu ríkiseigna, fækkun reglugerða, afnámi heilu skattanna, miklu meira útboð á þjónustu og miklu meira svigrúm til að prófa mismunandi rekstrarform á því sem er í dag miðstýrt með harðri hendi úr ráðuneytum.

Hægriflokkur talaði líka fyrir því að koma í veg fyrir að ókjörið embættismannakerfi fái hreinlega stjórnartauma landsins í hendurnar til að framfylgja mjög þröngu markmiði einhvers embættis. Hér er ég að tala um sóttvarnir. En hér þegja allir flokkar nema Ábyrg framtíð sem býður fram í Reykjavík Norður.

Og svo margt annað.

Það gæti skipt meira máli að kjósa. 


mbl.is Skiptir máli að mæta á kjörstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Það að kjósa er eitt út af fyrir sig, jafnvel að mæta og skila auðu, staðfestir hversu mikilvægur kosningjaRÉTTURINN er. Hins vegar skilja ekki allir að "tiltekið ríki" er skilgreint félag og það að sniðganga kosníngar ákveðins félags getur verið yfirlýsing þess að manni hugnist annarskonar félag eða uppstokkun á félagsramma félagsins.

Þjóðveldið t.d. skilgreinir í sinni stjórnarskrá hvenær kosning sé ógild og þannig er skilgreint að séu ákveðinn fjöldi borgara Þjóðveldis ósátt við það sem kosið er um eða framboðið, þá geta þeir með sniðgengi ógilt kosnínguna.

Einnig er tiltekið í stjórnarskrá að sé kosið milli t.d. tveggja þátta þarf sextíu prósenta meirihluta til að teljast meirihluti (ekki er tilgreint ef valþættir eru fleiri en tveir).

Lýðveldið hins vegar er lýgveldi.

Guðjón E. Hreinberg, 25.9.2021 kl. 17:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Eins og oft áður þá rýnir þú inn að kjarna.

"Menn þurfa ekki að vera sammála Sverri Stormsker til að hafa gaman af skrifum hans".

Sverrir er með þetta, þvílíkur stílysti.

Annar, annars eðlis en góður samt, er hinn fyrri frjálshyggjumaður, en núna nýfrelsaður til sósíalisma, Gunnar Smári.

Það er ekki annað en hægt að hlæja þegar maður hugsar til hans, og ég hef aldrei skilið af hverju það er talið honum til vansa að hafa átt líf fyrir frelsun.

Kristni og vestræn menning sem byggir á henni, væri ekki það sem hún er í dag, ef ekki hefði komið til nýfrelsaður maður, sem fékk frelsi sitt við að detta af hestbaki, og sá þá ljósið.

Af hverju samþykkja hægri menn það en ekki skyndifrelsun Smárans??

Eða kunna að meta góðan stíl þó þeir séu ekki sammála orði sem þar kemur fram.

Ætla samt ekki að hægri menn skilji það en ég er sammála þér um að þeir hefðu allir gott af að lesa drápu Stormskersins, hún er raunsönn.

Það er fyrir hægri menn.

En fyrir okkur hina er hún aðeins Yndið sjálft.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.9.2021 kl. 21:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Ég hnýti ekki í Gunnar Smára fyrir að hafa tekið 180 gráða beygju. Ég hef séð margan kommúnistan verða að frjálshyggjumanni (enda einstaklingar sem eiga það sameiginlegt að hafa sterka réttlætiskennd), en fyrir utan Gunnar Smára bara séð eitt annað dæmi um að frjálshyggjumaður (eða því sem næst) gerist kommúnisti. 

En það kemur fyrir.

Nú lítur út fyrir að Gunnar Smári hafi skriðið yfir mörkin sem veita honum styrk til stjórnmálaflokks hans en undir mörkunum sem koma honum inn á þing. Hann fær því alla drauma sósíalistans uppfyllta á einu bretti: Laun fyrir að gera ekki neitt.

Geir Ágústsson, 26.9.2021 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband