Fimmtudagur, 9. september 2021
Já hvers vegna ekki?
Viðreisn ætlar á fyrstu 100 dögum komandi kjörtímabils að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Þar að auki vill flokkurinn leiða í lög 60% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030.
Vatnsgufa væntanlega undanskilin.
Og hvers vegna ekki að lýsa yfir neyðarástandi (yfir einhverju)? Sumir kjósendur eru æstir í neyðarástand. Þeir vona að vísu að einhver annar þurfi að éta reikninginn en að hafa sem mestar áhyggjur þegar ástæðan er hvað minnst er kannski bara í tísku.
En er ekki neyðarástand víða annars staðar? Fjöldi vinnandi fólks sér fram á að verða óvinnufærir öryrkjar vegna biðlista í ýmsar aðgerðir, þar á meðal liðskiptiaðgerðir. Nei, það er ekki neyðarástand. Fullt af fólki er að bugast undan skattheimtu (sem meðal annars kemur fram í háu vöruverði). Nei, það er ekki neyðarástand. Hvað með fátækt? Nei, það er ekki neyðaástand. Hvað með óbeinar afleiðingar sóttvarnaraðgerða? Nei, það er ekki neyðarástand.
En loftslagið? Já, það er neyðarástand.
En svo ég leyfi mér að spyrja: Hvaða vísbendingar eru um þetta meinta neyðarástand?
Ætla að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Facebook
Athugasemdir
Það er komið neyðarástand í skilningi fólks á mengun.
Hvaðan kemur þessi mínuta samanburði á skemmtiferðaskipum og 500 bílum?
og þar að auki 500 bílar en óræð tala skipa voru þau 1000
Skemmtiferðaskipin menga á við 5000 bíla á mínútu | RÚV (ruv.is)
Grímur Kjartansson, 9.9.2021 kl. 21:37
5000 bílar í gangi í eina mínútu eru c.a. 100 bílar í gangi í klst sem er c.a. 4 bílar í gangi á sólarhring.
Eða 1 bíll í gangi í 4 daga er öll mengunin frá komu allra skemmtiferðaskipa til Íslands?
Grímur Kjartansson, 9.9.2021 kl. 21:45
Vísbendingarnar eru út um allt. Ofboðslega heitt fyrir norðan og austan í sumar og aurskriða á Seyðisfirði.
Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 10.9.2021 kl. 08:17
Niðurstaðan er þá einföld. Það verður neyðarástand ef Viðreisn kemst í ríkisstjórn. Komum í veg fyrir það.
Þorsteinn Siglaugsson, 10.9.2021 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.