Fimmtudagur, 9. september 2021
Mjög áríðandi ábending áður en sprauta 2 er sett í börnin
ÞETTA KYNNI AÐ VERA MIKILVÆGASTA SPURNINGIN SEM ÞÚ SEM FORELDRI ÁTT EFTIR AÐ ÞURFA AÐ SVARA
Það er búið að bólusetja 11.000 börn. Sex alvarlegar aukaverkanir er ein á hver sautján hundruð börn. Það kemur ekki fram hverjar aukaverkanirnar eru, en miðað við reynsluna má reikna með að þetta sé hjartavöðvabólga. Hún dregur allt að helming þeirra sem greinast með hana til dauða innan fimm ára. https://www.ncbi.nlm.nih.gov/books/NBK459259/
Þetta merkir þá eitt dauðsfall á hver 3.400 börn. Hvað með Covid? Er það hættulegra? Nei, því fer víðsfjarri. Rannsóknir sýna dánarhlutfallið 0,00004% meðal heilbrigðs fólks undir tvítugu. Það er eitt barn af tveimur milljónum. https://kofid.is/danartidni/
Síðari sprautan veldur miklu alvarlegri aukaverkunum en sú fyrri, samkvæmt grein tveggja hjartalækna í Morgunblaðinu nýverið.
Nú er spurningin til þín sem foreldris þessi:
Nú hefur þú gögnin og getur lagt mat á áhættuna. Þú veist að áhættan fyrir barnið þitt er margfalt meiri en hugsanlegur ávinningur. Ætlar þú að taka áhættuna, eða ætlar þú að láta barnið þitt njóta vafans?
Höfundur: Þorsteinn Siglaugsson. Áherslur mínar.
Tilkynnt um alvarlegar aukaverkanir hjá sex börnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:46 | Facebook
Athugasemdir
Vagn (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 10:20
Vagn,
6 alvarlegar aukaverkanir í ekki stærra mengi, á krökkum! Engar viðvörunarbjöllur? Ekkert til að setja í samhengi við áhættuna vegna veiru?
Ekkert? Allt slökkt?
Geir Ágústsson, 9.9.2021 kl. 11:00
Sæll Geir,
Það er rétt hjá þér að "áhættan fyrir barnið þitt er margfalt meiri en hugsanlegur ávinningur", reyndar eru þeir í Bretlandi á móti því að börn séu bólusett með þessu svokallaða bóluefni, svo og hafa niðurstöður og vísindamenn eins og t.d. hann dr. Michael Yeadon fyrrum yfirvísindamaður og varaforstjóri hjá Pfizer einnig bent á að þetta bóluefni sé stórhættulegt.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 11:40
"...miðað við reynsluna má reikna með að þetta sé hjartavöðvabólga". Það er gjörsamlega af og frá. Reynslan frá öðrum löndum þar sem hundruð miljóna hafa verið bólusett sýnir einmitt að hjartabólga er afar fátíð og kemur aðallega fram í ungum karlmönnum.
Landlæknisembættið skilgreinir "alvarlega aukaverkun" í kjölfar bólusetningar einfaldlega sem aukaverkun sem ástæða sé til að láta lækni líta á.
Anna (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 11:45
Anna, samkvæmt skilgreiningum sóttvarnarlæknis,sem tíundaðar eru í frétt um efnið eru alvarlegar aukaverkanir þær sem valda hættulegum veikindum eða dauða. Þú veist ekkert um tíðni hjartavöðvabólgu í þessu mengi. Blóðtappi í heila og lungum er líka algengur í þessum tilfellum. Sjálfur þekki ég tvær manneskjur í mínum nánasta hring sem hafa legið á spítala milli heims og helju vegna blóðtappa í heila eftir bólusetningu. Þær gjörgæsluinnlagnir eru að sjálfsögðu ekki teknar með í tölum frá embættinu.
Ef foreldrar vilja spila rússnenska rúllettu með líf barna sinna, er það þeirra mál, en eins og stendur eru 600% meiri líkur á alvarlegum veikindum af bólusetningum á börnum en af pestinni sjálfri.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2021 kl. 11:58
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 11:59
"Alvarleg aukaverkun er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum."
https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/
Láta lækni líta á? Það ætla ég rétt að vona ef ástand er lífshættulegt, leiði til sjúkrahúsvistar eða lengingar á slíkri, veldur fötlun eða fæðingargalla.
Þess má geta að enginn af þeim þremur sem fengu "tímabundna" lömun hafa birst í fjölmiðlum, hrósandi sigri yfir fullum bata. Sennilega bíður þeirra þvert á móti löng og strembin endurhæfing með óvissri niðurstöðu. Eða væri annars ekki búið að flagga bata þessara krakka rækilega?
Hitt er rétt að ekki hefur verið gefið upp nákvæmlega hvaða alvarlegu aukaverkanir þessir krakkar glíma við. Umhugsunarvert. Og um leið er ekki hægt að tala um að neitt sé "fátítt" lengur: 1/4000 eru gríðarlega miklar líkur.
Geir Ágústsson, 9.9.2021 kl. 12:00
Þegar fjöður verður að hænu.
"Vagn, 6 alvarlegar aukaverkanir í ekki stærra mengi, á krökkum! Engar viðvörunarbjöllur? Ekkert til að setja í samhengi við áhættuna vegna veiru? Ekkert? Allt slökkt?"
Vagn (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 12:26
Ef foreldrar vilja spila rússnenska rúllettu með líf barna sinna, er það þeirra mál...
- Jón Steinar
Ég er nú ekkert viss um það. Börnin eiga sinn rétt á lífi.
Annars myndi ég vilja halda gagnagrunn um allar alvarlegar aukaverkanir, þar sem verulegar líkur eru á að þær séu vegna bólusetninga með m.a. bóluefnum sem tekin voru úr tilraunafasa vegna þess að dýrin drápust af tilraununum. Þess í stað var tilraunastarfsemin flutt yfir á almenning.
Síðan þegar þessi gagnagrunnur er orðinn stór, hreinlega íhuga að stefna stjórnvöldum, heilbrigðisyfirvöldum og jafnvel fjölmiðlum fyrir glæpi gegn mannkyninu. Nokkurs konar Simon Wiesenthal stofnun, þeir náðu góðum árangri að koma stríðsglæpamönnum og morðingjum nasista í hendur réttvísinnar.
Theódór Norðkvist, 9.9.2021 kl. 13:34
Vagn,
Takk fyrir að vísa í þessa 2,5 vikna gömlu frétt um aukaverkanir á tíma þegar engin alvarleg aukaverkun í börnum hafði verið tilkynnt. Síðan þá hefur Morgunblaðið sent fyrirspurn og nú er svarið: 6 alvarlegar aukaverkanir.
Athyglisvert er að í gömlu fréttinni um ekki-alvarlegu aukaverkanirnar eru allar aukaverkanir tíundaðar en í nýrri frétt um alvarlegar aukaverkanir er ekki sagt nákvæmlega hvað lagðist á krakkana.
Geir Ágústsson, 9.9.2021 kl. 13:43
Þú ert illa upplýstur og fylgist ekki með Vagn.
Hið rétta er að í gær barst eftirfarandi svar frá Lyfjastofnun (sjá MBL):
Lyfjasatofnun hefur borist sex tilkynningar um alvarlegar aukaverkanir í kjölfar bólusetningar barna á
aldrinum 12-17 ára. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn mbl.is.
Alvarleg aukavekun er skilgreind sem svo, að talið sé að notkun lyfs hafi leitt til dauð, lífhættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða legningar á sjúkrahúsvist, valdið fötlun eða fæðingargalla.
Daníel Sigurðsson, 9.9.2021 kl. 14:09
Íslenskum heilbrigðisyfirvöldum er auðvitað ljóst að börn eru í miklu meiri hættu á að veikjast alvarlega af þessum tilraunabóluefnum heldur en af Covid. Þess vegna er sú aðgerð að bólusetja börn gegn Covid vítaverð enda ekki hugsuð með velferð þeirra að leiðarljósi. Þetta skammarlega og vanhugsaða ráðslag er í besta falli ekkert annað en þrákekknisleg viðleitni til að hægja á fjölgun smita. Augljóslega mun þetta litlum eða engum árangri skila þar sem komið hefur á daginn að bóluefnin koma engan veginn í veg fyrir að hinir bólusettu beri smit á milli. Börnin gætu hins vegar nánast algerlega áhættulaust stuðlað að hjarðónæmi óbólusett, enda munu hingað til engin börn hafa veikst alvarlega af Covid hérlendis og nánast engin erlendis heldur. Minna má á að alþjóða-heilbrigðisstofnunin má eiga það að hafa lagst gegn bólusettningu barna.
Þetta ráðslag að bólusetja börnin minnir á barnsfórnir sem voru stundaðar af frumstæðum þjóflokkum hér áður fyrr sem töldu þær guðunum þóknanlegar.
Daníel Sigurðsson, 9.9.2021 kl. 15:22
Daníel, þetta er góður punktur. Aðgerðirnar eru fyrst og fremst til að "hægja á fjölgun smita" ekki útrýma smitum eða að koma í veg fyrir smit. Það segir sig reyndar sjálft nú þegar meirihluti smita eru meðal bólusettra hér.
Það er verið að leika sér að lífi og heilsu barna til að hægja á einhverju óhjákvæmilegu fyrir einhvern brot af þjóðinni. Af 350.000 manns hafa smitast 10.000 á nærri tveimur árum. Allt bendir til að fleiri hafi dáið eða hlotið varanlegan skaða af bólusetningum en af pestinni.
Þetta er allt vegna persónulegs metnaðar leiðtoga sóttvarna og að sjálfsögðu vegna þess að nú eru að koma kosningar og enginn þorir að tjá sig heiðarlega um umdeild efni sem þetta.
Þeir sem myndu hafa bein í nefinu til að láta í ljósi efasemdir og benda á tölfræðina fá mitt atkvæði. Aðrir ekki.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2021 kl. 17:41
Sjá einnig
openvaers.com/covid-data
openvaers.com/openvaers
Alvarlegar aukaverkanir og dauðsföll eftir bólusetningar (Vaccine Adverse Event Reporting System VAERS Results)
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 9.9.2021 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.