Grímur og þetta með að setjast niður

Veirur ferðast um í loftinu og í gegnum rifur, glufur, grímur og klæðnað. Þær ferðast um loftið á hraða sem menn geta gert sér hugarlund um með því að telja sekúndurnar frá því að einhver rekur við með háværum hætti og þar til skítalyktin berst í nefið, mæla fjarlægðina milli rassgats og nefs og reikna.

Þess vegna finnst mér alltaf jafnspennandi að sjá sóttvarnaraðgerðir er snúa að því að fólk í lokuðu rými beri grímu þegar það stendur en fær að taka hana niður þegar það sest. 

Veirunni er skítsama.

Í raun má bera grímunotkun í lokuðu rými saman við að skilgreina eitt hornið í sundlaug sem pissusvæði. Þar má létta á sér en ekki annars staðar í lauginni. Þannig megi tryggja að enginn syndi í þvagi.

Eða ekki, auðvitað.

Nú nota læknar og tannlæknar ekki grímur til að forðast veirusmit eða forða sjúklingum frá slíku úr eigin andadrætti. Grímur heilbrigðisstarfsfólks stöðva kannski einhverjar bakteríur, sem eru margfalt stærri en veirur. Þær koma í veg fyrir að tannlæknirinn frussi upp í skjólstæðing sinn eða fái frussið úr honum í sig. Þær stöðva skeggbrodda frá því að detta í opið kviðhol. En gegn veirum eru þær gagnslausar. Þetta vissu allir þar til nýlega. Læknir með flensu mætti og mætir ekki í vinnuna, óháð aðgengi að grímum.

En gangi mönnum vel að kenna veiru borðsiði og að halda sig í sínu horni í pissuhorninu í sundlaugunni. Hver veit, kannski tekst það!


mbl.is Krefjast þess að skólum verði ekki lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það er eitthvað til í þessu, en ég hygg að vísindalegar rannsóknir hafi fundið það út að blessuð veiran, eða sýkillinn ferðist með úða sem við öndum frá okkur.

Sá úði fer ekki í gegnum grímuna, og ef ég man rétt, þá pistlaðir þú eitthvað um fyrir svona ári síðan, að slíkt haft yki á líkum á eigin smiti.

En líklegast manst þú ekki eftir því, ekki frekar en þú manst eftir að Svíarnir vinir þínir, þetta ljúgandi fyrirbrygði skrifræðisins, urðu að loka flestu fyrir um ári síðan, það er í nóvember 2020.

Rétt áður talaðir þú mikið um opna stefnu Svía, þess arma skrifræðis sem feikaði tölur með því að telja ekki sýkta, en þagðir lengi á eftir, mig minnir að þú hafir ekki fundið neitt dæmi um opið samfélag fyrr en heimska hægrið í USA upphóf ríkisstjóra Suður Dakota, og stefnu hans. 

Samt þagðir þú þegar ljóst var að að stefna hans, í þessu strjálbýla ríki, drap fleiri hlutfallslega en í miklu fjölmennari ríkjum Austur og Vestur strandarinnar.

Eins og það sé frjálsum vilja eitthvað erfitt að halda sig við staðreyndir.

En óháð skoðunum er heimurinn í dag fullur af samanburði, milli grímunotkunar versus ekki, milli stífrar bólusetningar versus slakrar, milli galopnunar versus engrar opnunar.

Að ekki sé minnst á milli þjóða sem ekki telja, eða telja eins og Svíar, og milli hinna sem telja.

Eftir stendur að vísindin eru aðeins rétt að byrja þróa sínar varnir gegn drepsóttinni, sem líklegast er sú skæðasta sem mannkynið hefur kynnst frá Stóru bólu eða kýlapestinni, bóluefnin virka svona svona, aukaverkanir þeirra eru engan veginn þekktar.

Þá er gagnrýni alltaf lífsnauðsynleg, hún spyr, vekur upp spurningar, bendir á, jafnvel eitthvað sem þarf að laga, eða jafnvel eitthvað sem ekki er hægt að laga, og þarf því að breytast eða enda, að ekki sé minnst á að uppúr akri hennar geta sprottið upp fræ sem að lokum leiða til lausnar, sem hjálpa, sem eru jafnvel vendipunktur.

Jafnvel ruglið og bullið, sem þú ert stundum svag fyrir Geir, skiptir þar máli, það er ekki mikil dýpt í þeim sem telur sig vita betur, og veit kannski betur, en nennir ekki að taka slaginn með vísan í meint rugl og bull.

Mikilvægast er samt gagnrýnir hugsun, gagnrýnin frjáls hugsun.

Það örlaði fyrir henni í þessum pistli þínum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 19:11

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Sæll Ómar,

Það er oft freistandi að tjá sig um gögn og þróun þeirra á meðan gagnarunan er að myndast. Nú, meira en 1,5 ári eftir að blásið var í lúðrana, stendur eftir að veiran ferðast yfir rými og í gegnum grímur, og að allt umfram gömlu góðu ráðin (ekki flakka um lasinn, þrífðu þig og passaðu ónæmiskerfið þitt) hefur bara leitt til annars faraldurs: Faraldurs, sjálfsvíga, brottfalls úr skóla, yfirálags á sálfræðinga og aðra aðstoðarmenn sálarinnar, dauðsfalla til skemmri eða lengri tíma vegna frestana á skimunum og aðgerðum, aukinnar vímuefnanotkunar vegna einveru og atvinnuleysis, og listinn er endalaus.

Á meðan má ekki ræða meðferðir sem þó finnast. Þá er jú hætt við að færri vilji sprauturnar, sem út af fyrir sig eru stórhættulegar og valda hjartabilunum, lömun, stjórnlausum blæðingum, blindu, minnisleysi og hver veit, ófrjósemi og varanlegum frumuskemmdum. Frekar skítt fyrir unga fólkið, frekar saklaust fyrir fólk yfir miðjum aldri í þægilegri skrifstofuvinnu og búið að fjölga sér eða fyrirlítur mannkynið nógu mikið til að vilja það ekki.

En áfram skal kveðin sú vísa sem var samin þegar enginn vissi neitt og allt var á huldu, í mars 2020.

Geir Ágústsson, 30.8.2021 kl. 20:43

3 identicon

Eðlisþyngd lofttegunda í prumpi er allt annað og minna en eðlisþyngd veira. Og flestar veirur berast ut um öndunarfæri í ördropum af vatni og eru því töluvert stærri en stök veira í þurru lofti. Grímur fanga því vel veirur og veirur ferðast því ekki um loftið á hraða sem menn geta gert sér hugarlund um með því að telja sekúndurnar frá því að einhver rekur við með háværum hætti og þar til skítalyktin berst í nefið, mæla fjarlægðina milli rassgats og nefs og reikna.

Það væri nær að segja, þó einnig sé rangt, að Veirur ferðast um loftið á hraða sem menn geta gert sér hugarlund um með því að telja sekúndurnar frá því að einhver með niðurgang drullar með háværum hætti í buxurnar og þar til brúnn vökvinn umlykur þig, mæla fjarlægðina milli rassgats og þín og reikna.

Virkni gríma gegn vírusum er vel rannsökuð og mæld. Hún er ekkert leyndarmál og fólk sem telur sig þurfa að nota ímyndunaraflið, kerlingabækur og bull af netinu ættu frekar að kynna sér raunverulegar mælingar....jafnvel verkfræðingur ætti að vera fær um það. Nýlegar mælingar voru til dæmis gerðar, eftir að covid kom til, á virkni heimatilbúna gríma, trefla o.s.frv. sem allt veitti einhverja vörn þó mis mikil væri.

En þetta veist þú allt en kýst samt að bulla eins og fáviti á LSD. Hvers vegna ætli það sé?

Vagn (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:02

4 Smámynd: Kristín Inga Þormar

Sæll Geir,

Þú svaraðir Ómari vel hérna, því miður eru það allt of margir sem treysta og trúa bara Þórólfi og öllum hinum sem eru búin að fá stærsta hluta þjóðarinnar í gríðarstórt tilraunaverkefni fyrir lyfjarisana.

Íslenska þjóðin er enn steinsofandi upp til hópa, því er nú ver og miður.

Kristín Inga Þormar, 30.8.2021 kl. 21:08

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Það þarf mikið langlundargéð og áræðni til vinda ofan af heilaþvottinum sem heldur hálfri Þóðinni í heljagreipum óttans. Eljusemi þín er aðdáunarverð Geir.

Guðmundur Jónsson, 30.8.2021 kl. 21:22

6 identicon

Ekki hafði líkið af Gísla Bjarnasyni grímu á því herrans ári 1707.

Enda talið að pestin hafi borist með fatakistu hans.

Og grímur eru ekkert annað en sýkla stíur sem fólk er sífellt að fálma á.

Og ef mönnum dettur sú vitleysa í hug að bera til jafns þessa Covid pest og bólusótt þá bendir það frekar til þess að toppstykkið hjá fólki hafi eitthvað stórlega vankast í þessari vægu Covid flensu.

Ekki nema að 31 andlát sé um 33% þjóðarinnar?

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:23

7 identicon

Loftræstikerfin eru víst þekkt fyrir að flytja coved veirurnar út um allt. M,b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:24

8 identicon

Ef loftræsting er ekki góð á heimilum fólks, þá á maður kannski að ganga um með grímu heima hjá sér? Ég reikna ekki með að ég finni uppá þannig grímu-tilveru heima hjá mér til lengdar. Þá er nú betra að afhenda almættinu lífið sitt grímulaus. M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 21:33

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Það sem ég sagt vildi hafa í fáum orðum sagði félagi rafeind í mörgum orðum, sem er ástæða þess að grímur virka, betur en að vera ekki með grímu.

Í þessu samhengi megum við ekki gleyma að þjóðir Austur Asíu nota grímur út í eitt, jafnt gegn mengun sem hugsanlegri sýkingu.

Að baki liggur öflugt heilbrigðiskerfi sem byggist á þekkingu og reynslu.

Stundum finnst mér þú vera litaður af umræðu heimska hægrisins í USA í blandi við samsæriskenningar fólks sem trúir því sem það vill trúa, og réttlætir trú sína með tilbúningi, hálfsannleik, einhverju sem styður við, en skautar algjörlega framhjá því sem mælir gegn.

Í þeirri heimsmynd er jörðin flöt og Austur Asía ekki til, heiminum er stjórnað af grænum eðlum eða geimverum, með stuðningi Gates og hins ljóta fjármagns sem myndar lyfjaiðnað heimsins.

Grímur duga ekki til að stöðva veiruna, en þær draga úr smithættu, um það er ekki deilt, það sem deilt er um er ávinningurinn í hinu stærra samhengi, hversu mikill er hann miðað við þvingun, skapar hann falska öryggiskennd og svo framvegis, sem ég nenni ekki að ræða eða elta ólar við, enda mér skítt sama, sem borgari virði ég grímuskyldu en trú mín á þær er hófleg, svo ekki sé sterkar að orði komist. 

Vankantar sem þú bendir á finnst mér vera réttmætir.

Síðan þarf vitiborið fólk ekki að rífast um að allri lækningu fylgir áhætta, virk lyf hafa alltaf aukaverkanir.  Mjög oft banvænar, um það er ekki deilt.

Ávinningur versus áhætta, og ástæða þess að eitthvað er rannsakað í ár eða áratugi, áður en það er markaðssett, er vegna þess að hið ófyrirséða er ekki oft séð fyrr en eftir ákveðinn tíma. 

Bóluefnin eru örþrifaráð siðmenningarinnar gagnvart faraldri sem hefði getað rústað heilbrigðiskerfum velmegunarþjóða, slátrað tugmilljónum, skekið undirstöður siðmenningarinnar, því röð, regla og heilbrigð skynsemi er eitt það fyrsta sem fellur í andrúmlofti ótta og tortryggni, þar sem enginn veit hver sýkist næst, og fellur. 

Sem og langtímaafleiðingar þess að fullfrískt fólk verður aðeins skugginn af sjálfum sér eftir vírussýkinguna, ófært um að takast á við áskoranir hins daglega lífs. 

Meinið er og vandinn, er bólusetningin Phyrrosarsigur sem skapar álíka vandamál, þó smærri í sniðum??

Þess vegna Geir er gagnrýn hugsun svo mikilvæg, sem og kjarkurinn að fara gegn hinu viðtekna.

Og svo það fari ekki á milli mála, þá lýst mér mjög vel á að bólusetja leðurblökur, sérstaklega í nágrenni við Wuhan og allar rannsóknarstofur sem þar eru.

En það er náttúrulega önnur saga sem kemur efni athugasemda minna eða pistils þín lítt við.

En sólarkveðja engu að síður héðan að austan, megi hún líka skína í Danaveldi.

Ómar Geirsson, 30.8.2021 kl. 21:35

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vagn. Dropar sem lenda í pappagrímum sem andað er í gegn um eimast og þorna utan af vírusunum sem í þeim kunna að vera á nokkrum andardráttum. Það eina sem gríma gerir í raun við sars cov 2 vírusa er að tryggja jafnari dreifingu þeirra um lungu þess sem ber hana.

Guðmundur Jónsson, 30.8.2021 kl. 21:39

11 identicon

Guðmundur, mælingar og rannsóknir sýna aðra mynd en þú hefur skapað.

Vagn (IP-tala skráð) 30.8.2021 kl. 22:22

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svo er ekki heldur nein lagastoð fyrir grímuskyldu.

Guðmundur Ásgeirsson, 30.8.2021 kl. 23:07

13 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Vagn.  Það er rétt að það er fullt af rannsóknum sem sýna fram að grímur fækka smitum mælanlega þar sem þær eru í almennri notkun. það er hinsvegar óljóst af gögnunum hvort það er vegna þess smitrakning er léttari, vegna þess að þeir sem nota grímur veikjas hraðar og meira sem gerir smitrakningu auðveldari eða vegna þess að þær stoppi smit. Um það hefur verið deilt frá því á tímum Sars-Cov1.

það er hinsvegar alveg á hreinu að í tíu fylkjum bandríkjanna þar sem  grímuskilda hefur aldrei náð fótfestur eru 20% færri sjúkhúsinnlagnir sem hlutfall af smitum en í hinum 40 sem með ofbeldi láta íbúa sína nota grímur.

Guðmundur Jónsson, 31.8.2021 kl. 00:07

14 identicon

Guðmundur J., og enn sýna rannsóknir og mælingar, ásamt alvöru samanburði milli tuga fylkja og landa, aðra mynd en þá sem þú upphugsaðir.

Þeir sem deila frá því á tímum Sars-Cov1 eru þeir sem hafa rannsóknagögn vs. þeir sem hafa ríkt hugmyndaflug. Jörðin er ekki flöt þó einhverjir deili um það.

Það er hinsvegar alveg á hreinu að grímuskylda og grímunotkun eru ekki sami hluturinn og það er notkunin sem gildir við samanburð en ekki reglur stjórnvalda. Sumstaðar notar fólk grímur þó stjórnvöld fyrirskipi það ekki og annarstaðar hundsar fólk skipanir stjórnvalda og neitar að nota grímur. Það er áberandi í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna. Og það er ríkari tilhneiging til að vera ekki að skipa fólki að gera eitthvað ef það gerir það þá þegar, víða voru tilmæli látin nægja. Grímuskyldan er þess vegna ómarktæk viðmiðun. Það þarf að miða við grímunotkun. Hvort heilbrigðiskerfið gat tekið við sjúklingum var einnig mismunandi og réði sumstaðar fjölda innlagna frekar en hver þörfin var. Fjöldi innlagna er því ekki heldur marktækur mælikvarði. Svo er frekar ósannfærandi og grunsamlegt að aðeins 10 fylki eru valin í samanburð þó þau séu fleiri en 10 sem aldrei settu á grímuskildu.

Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 02:52

15 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Rétt Vagn. Þetta er eins og með sósjalisman, hugmynd var "góð", fólk kann bara ekkert með þetta að fara sem síðan veldur hörmungunum. Aðvitað eiga fábjanar sem kunna ekki að meðhöndla gímur bara skilið drepast úr covit. 

Guðmundur Jónsson, 31.8.2021 kl. 08:46

16 Smámynd: Geir Ágústsson

Ein frægasta rannsóknin á virkni gríma vegna SARS-CoV-2 var framkvæmd í Danmörku á tæplega 5000 einstaklingum. Munurinn á smitum var "not statistically significant" en fjölmiðlamenn létu nú þann fyrirvara aldrei fylgja með.

https://www.acpjournals.org/doi/full/10.7326/M20-6817

Hér er frekari gagnrýni á þessa rannsókn:

https://nassimtaleb.org/2020/12/danish-study-face-masks/

Grímurnar virka ekki en eins og Kári Stefánsson sagði einu sinni þá minna þær fólk á að ÞAÐ ER HEIMSFARALDUR!

Geir Ágústsson, 31.8.2021 kl. 09:28

17 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér er önnur rannsókn með hinn viðamikla titil "Face masks effectively limit the probability of SARS-CoV-2 transmission":  https://science.sciencemag.org/content/372/6549/1439.abstract

Sjaldan hef ég lesið rannsókn með jafnmörgum fyrirvörum um niðurstöðurnar, og mynd 4 sýnir svo að við venjulegan andadrátt þá er enginn munur á grímu og engri grímu. Hér hafa menn því teygt sig langt til að ná réttri niðurstöðu.

Nú fyrir utan að öll þessi líkanagerð endurspeglar á engan hátt raunveruleikann:

https://twitter.com/ianmSC/status/1432425128093126658

https://twitter.com/ianmSC/status/1432029864840744961

Geir Ágústsson, 31.8.2021 kl. 11:30

18 identicon

Lisa Brousseau, ScD, expert on infectious diseases, Professor University of Illinois at Chicago.

Cloth Masks Are Useless Against COVID-19

https://www.youtube.com/watch?v=9cRuA9EizBM&ab_channel=InfectionControlToday

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 11:40

19 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Í eitt og hálft ár hefur enginn komið fram og sýnt fram á árangur af aðgerðum. Ekki einu sinni Ný-Sjálendingar geta sýnt fram á árangur með að loka öllu.

Þetta er mjög réttmæt gagnrýni hjá Geir og þótt Vagn o.fl. skilji það ekki. Áherslan var færð frá snertingu í notkun á grímum en ef tölfræði er skoðuð þá er árangurinn enginn, nákvæmlega enginn.

Líklega vegna þess að gleymdist að þetta er snertismit og já það þarf að snerta grímuna.

Í annan stað má gagnrýna hvers vegna rannsóknir miða ekki meir að félagslegri hegðun og smitum. Vitum að jú áfengi deyfir dómgreind og barir því smitstaðir en hvað með heima hjá okkur? Smitaðist ekki Víðir þar? Er það ekki í raun hættulegasti staðurinn af öllum?

Rúnar Már Bragason, 31.8.2021 kl. 13:17

20 identicon

Rúnar, árangur Ný-Sjálendinga er að þar hafa færri smitast og færri dáið en hér og eru þeir samt 13 sinnum fleiri. Árangur Ný-Sjálendinga er að þar hefðu um 420 átt að deyja en ekki 29 hefðu þeir farið okkar leið. Og hefðu þeir farið gerum lítið leið Bandaríkjamanna hefðu rúmlega 9700 átt að deyja, og tæplega 15000 hefðu þeir farið gerum ekkert leið Brasilíu. Það er ekki hægt að kalla það annað en árangur og það góðan árangur.

Fyrstu þrjá, fjóra mánuðina var haldið að þetta væri mögulega bara snertismit. Það hefur afsannast margoft síðan. Snerting og ördropar með andardrætti eru megin smitleiðirnar.

Vagn (IP-tala skráð) 31.8.2021 kl. 17:26

21 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn, 

Nákvæmni vegna væri við hæfi í svona romsum að bæta við "...vegna veiru, án tilliti til óbeinna afleiðinga sóttvarnaraðgerða."

Geir Ágústsson, 31.8.2021 kl. 17:55

22 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Vagn

Þetta er tölfræðilega ómöguleiki hjá þér að ördropar með andadrætti sé verulega virk smitleið. Nægir þar að nefna alla sem fara í sóttkví og smitast ekki eða þá sem hafa verið í bíl/húsnæði á sama tíma og smitaðir en ekki smitast.

Plúsinn í dag fær Krónan fyrir að afnema grímuskyldu. Það er fólk og fyrirtæki þarna úti með skynsemi.

Rúnar Már Bragason, 31.8.2021 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband