Vesturlönd á vappi

Bandaríkjamenn hafa nú ákveðið að fórna ekki lengur unga fólkinu sínu í vonlausu stríði gegn óvini sem í raun varð til vegna þess að stríðið við hann var byrjað. Umheimurinn virðist vera eitthvað á báðum áttum með þá ákvörðun og vill halda áfram að drepa unga bandaríska hermenn að nauðsynjalausu. Kalla það jafnvel siðferðislega skyldu Bandaríkjanna. Það er ljótt.

Bandaríkjamenn eiga ekkert erindi í Afganistan og hafa aldrei átt eins og Scott Horton rekur í bók sinni Fools Errand. Vestræn ríki eiga ekkert erindi í Miðausturlöndum annað en að stunda viðskipti. Ef mannréttindabrot eru framin ber að fordæma þau og setja pólitískan þrýsting á að uppræta þau. Ef alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi er rekin úr einhverju ríki (sem er ekki tilfellið í Afganistan) ber að koma á samstarfi og slökkva á henni. Hvaða áhrif hefur það á starfsemi hryðjuverkasamtaka að senda inn herlið og taka yfir svæði, myrða konur og börn og sprengja í loft upp spítala og skóla? Jú, hryðjuverkasamtök upplifa aukna aðsókn. Skiljanlega. Stríðið gegn hryðjuverkunum styrkir óvininn sem um leið framlengir stríðið. Er þá ekki betur heima setið en af stað farið?

Nú þegar Bandaríkin eru vonandi endanlega á leið út úr Afganistan þá er næsta skref að koma sér út úr Miðausturlöndum eins og þau leggja sig. Hermenn eiga að verja landamæri móðurjarðar sinnar. Ungir bandarískir hermenn eiga ekki að deyja í fjarlægum eyðimörkum fyrir vonlausan málstað. Og hin, sem eru ekki í bandaríska hernum en vilja skipta sér af málum í erlendum ríkjum? Kaupið ykkur flugmiða. Hann verður líklega bara aðra leið en hrós fyrir að láta verkin tala.


mbl.is Blair: Brottför Bandaríkjahers hræðileg mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef það eru einhverstðar vandræði í heiminum þá myndast strax pressa á bandaríkjamenn að gera eitthvað . Sú pressa kemur gjarnan bæði bæði frá heimamönnum og útanfrá. Bandaríkjamenn eru semsagt skammaðir fyrir að gera ekkert og öll manslát eru skrifuð á þeirra reikning. Svo gera þeir eitthvað og skeraat í leikinn. Þá eru bandaríkjamenn umsvifalaust skammaðir fyrir yfirgangssemina og fyrir að þykjastvera alheimslögga. Ef þeir ákveða að dvelja eitthvað í hinu hernumda landi þá eru þir skamaðir fyrir það og öll mannslát eru skrifuð á þeirra reikning þó svo að þau verði fyrst og fremst í skærum heimamanna. Ef þeir fara starx út aftur þá eru þeir líka skammaðir fyrir að fara frá öllu í kalda koli. Þegar þeira fara frá frá löngu hernámi sem þeir hafa verið gagrýndir allan tímann þá gerist það skemmtilega þeir eru gagnrýndir af sama fólkinu fyrir að fara og öll manslát eru jafnvel skrifuð á þeirra reikning.  Það getur verið snúið að vera forseti BNA. 

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.8.2021 kl. 09:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Enda eru Bandríkin svona svolítið eins og blanda af brennuvargi og brunaliði. Þeir skemma bæði með því að kveikja í hlutum og sprauta vatni á þá.

Geir Ágústsson, 23.8.2021 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband