Miðvikudagur, 18. ágúst 2021
Haustið
Landspítalinn er annaðhvort í kosningaham eins og stjórnmálamennirnir eða alveg stórkostlega illa rekinn af einhverjum ástæðum.
Þeir sem vilja tilbreytingu frá mæðutóni forsvarsmanna Landspítalans ættu að hlusta á nýlegt viðtal við Björn Zoëga, forstjóra Karólínska háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi, Svíþjóð.
En hvernig stendur á því að Landspítalinn er í svona miklum vandræðum? Stjórnendur hans eru varla svona lélegir. Það getur bara ekki verið. Og ekki líða þeir fyrir fjárskort. Getur verið að svigrúm þeirra til að taka róttækar ákvarðanir og gera nauðsynlegar breytingar sé lítið? Að skrifræðið hamli öllum nauðsynlegum breytingum? Að spítalinn sé notaður í eitthvað allt annað en að sinna sjúklingum? Að hann fái ekki nauðsynlega aðstoð frá einkareknum heilbrigðisstofnunum? Að kjarasamningar og aðrir pappírar bindi hendur stjórnenda?
Vissulega hefur spítalinn verið duglegur að senda starfsfólk heim til sín í allskyns sóttkví og þannig skotið sig markvisst í fótinn. Það hlýtur að skrifast á stjórnendur. En að öðru leyti skil ég ekki hvernig á því stendur að nú þegar haustið er framundan með öllum sínum kveisum og kvillum að þá sé spítalinn kominn að mörkum sínum.
Annars eru nú allskyns teikn á lofti að öllu verði skellt í lás í haust, aftur, og ekkert tillit tekið til óbeinna afleiðinga sóttvarnaraðgerða, aftur. Þriðja sprautan verður sú fjórða og grímurnar óþolandi á öllum andlitum, aftur.
Svigrúmið á Landspítala lítið sem ekkert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Starfsfólkið rekur þetta eftir hugmyndafræðinni að ríkið eigi að sjá um allt. Sú stefna er algerlega gjaldþrota og þessi leikur stjórnenda spítalans að vera í kosningaham er út í hött.
Það þarf að haga seglum eftir vindi sem ekki er gert.
Rúnar Már Bragason, 18.8.2021 kl. 13:59
Rúnar,
Viðtalið við Björn er troðfullt af dæmum um nákvæmlega það að haga seglum eftir vindi og þora og geta taka ákvarðanir til lengri og skemmri tíma: Leysa vandamál dagsins í dag en einnig gera það sem þarf til að tryggja og bæta rekstur til framtíðar.
Sem sagt, þveröfug hugmyndafræði LSH.
Geir Ágústsson, 18.8.2021 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.