Rétta skoðunin

Um daginn vísaði ég í vísindagrein á Facebook með svolítilli tilvitnun í niðurstöðukaflann. Viðbrögð Facebook:

science

Vísindagreinin fjallar um rannsóknir sem sýna fram á mögulega góða virkni ákveðinnar blöndu lyfja og fæðubótarefna á veirusýkingu. Þetta kallar Facebook "spam".

En það er margt ritað og rætt og sumt fær umfjöllun og annað ekki. Í þessari grein er því velt upp hvort veirur geti ferðast með háloftastraumum á milli landa og heimsálfa. Getgátur en áhugavert engu að síður:

science2

science3

Sé eitthvað sannleikskorn í þessu þá er svo sannarlega um að ræða heimsfaraldur en þar sem lokanir á flugvöllum og landamærum koma að litlu gagni fyrir flesta heimshluta.

Annars hefur þemað undanfarna 18 mánuði verið vægast sagt and-vísindalegt og enn er verið að reyna þagga niður í vísindunum. Í hvert skipti sem ég sé grímuklædda manneskju að reyna forðast veiru sem er 10 sinnum smærri en möskvar grímunnar þá er ég minntur á hið and-vísindalega andrúmsloft okkar tíma.


mbl.is Veiran nam land í Grímsey í fyrsta sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Árnason

Jónas Guðmundsson gaf út bókina Vörðubrot, ( útg. 1944 ) Hún, bókin, er um spádóma, þrískift, Pýramídin,gamlatestamentið og nýjatestamentið.
Þar vitnar hann í enskan prest, J.W.Shenton: "Inflúenzu-faraldurinn 1918-1919 er sannarlega merkilegur, þegar útbreiðsla hans og afleiðingar eru athugaðar. ekkert land á jörðinni komst hjá inflúenzunni. Hún braust jafnvel út í skipum 2000 mílur undan landi" (bl.253.)

2000 mílur.

Haukur Árnason, 17.8.2021 kl. 12:29

2 identicon

Þegar þú sérð grímuklædda manneskju að reyna forðast veiru sem er 10 sinnum smærri en möskvar grímunnar þá ert þú, og jafnvel sá með grímuna, að misskilja tilganginn og snúa hlutunum á haus. Gríman er aðallega til þess að draga úr því að sá grímuklæddi blási veirum í kring um sig og smiti aðra.

Hið and-vísindalega andrúmsloft okkar tíma hefur mér sýnst koma frá fólki sem skilur ekkert og veit lítið. Fólki sem í blindni trúir einhverju bulli sem sett er fram á fræðilegan hátt með línuritum og löngum orðum en við nánari skoðun sýnir sig vera algera þvælu. Fólki sem telur einn hálfvita betri heimild en hundruð fagfólks og sérfræðinga. Fólki sem sækir sér upplýsingar í afkima internetsins og telur að þar sé helst réttar upplýsingar að finna. Fólki sem segir jörðina flata vegna þess að vísindin segja annað.

Point Nemo er sá punktur í hafinu kallaður þar sem lengst er til næsta lands, rúmlega 1000 mílur. Það er því ómögulegt að finna punkt þar sem 2000 mílur eru til næsta lands. Og hæpið að nokkuð skip hafi einangrað sig algerlega þau tvö ár sem Spænska veikin geisaði. Slúður, þjóðsögur og ævintýri eiga það til að rata í skáldverk og vera tekin trúanlegar af einfeldningum.

Vagn (IP-tala skráð) 17.8.2021 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vagn. Semsagt grima sem er mep 19 sinnum stærri möskva en ummál veirunnar forðar því að þú blásir veirunni í kringum þig. Brilliant ályktun.

Þótt til sé punktur í úthafinu sem er 1000 mílna meðaltal fjarlægðar til lands, segir ekkert til um hvort þessar fjarlægðir geti verið lengri eða styttri. Færðu punktinn aðeins og það verður lengra til einnar strandar en annarrar. Þetta er fullkomlega afstætt. Ef fjarlægð frá ástralíu til næsta meginlands getur verið um 8 - 12000 sjómílur,má ætla að einhverstaðar miðja leið sé fjarlægðin meira en 1000 mílur, 2000, eða 5000 mílur.

Þú ert kannski af annarri plánetu þar sem rökin lúta ekki sömu lögmálum og hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.8.2021 kl. 16:45

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ritrýndar vísindagreinar geta vissulega verið bjagaðar, meira að segja þær eftir lækna, en það má þá alveg færa rök fyrir slíkri skoðun.

Geir Ágústsson, 17.8.2021 kl. 18:18

5 identicon

May be an image of text that says '

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.8.2021 kl. 18:41

6 identicon

Jón Steinar Ragnarsson, þú gætir ekki einu sinni blásið út kerti ef þú værir með grímu. Því berst andardráttur þinn, hnerri og hósti ekki langt meðan gríman er uppi, og vírusarnir þínir ekki heldur. Þannig virkar það í raunheimum.

Á þessari plánetu er einfaldlega hvergi í heimshöfunum punktur þar sem eru 2000 mílur til næsta lands. Point Nemo er sá punktur í hafinu kallaður þar sem lengst er til næsta lands, rúmlega 1000 mílur, ekki meðaltal heldur mæld fjarlægð í allar áttir, 360 gráður. "Ef fjarlægð frá ástralíu til næsta meginlands getur verið um 8 - 12000 sjómílur,má ætla að einhverstaðar miðja leið sé fjarlægðin meira en 1000 mílur, 2000, eða 5000 mílur." Það má einnig ætla að á þeirri siglingaleið sé þá siglt framhjá löndum og eyjum sem eru miklu nær. Næsta land er því alla leiðina mikið nær en fjarlægðin frá Ástralíu til næsta meginlands.

Vagn (IP-tala skráð) 18.8.2021 kl. 01:30

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímunotkun innandyra til að forðast loftborna veiru jafnast á við að menn séu með "pissuhorn" í sundlaugum sem þeir sem vilja pissa geta farið í til að forða öðrum í laugunni frá því að komast í snertingu við hland.

Geir Ágústsson, 18.8.2021 kl. 08:10

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hefurðu prófað að pósta einfaldlega link á þetta blogg sem athugasemd við fréttina. Þegar LinkedIn faldi tvær færslur sem ég setti inn um daginn setti ég einfaldlega inn færslu þar sem ég vakti athygli á ritskoðuninni og hengdi við skjáskot af bönnuðu færslunum. Skömmu síðar höfðu þeir gert upphaflegu færslurnar sýnilegar aftur og sent afsökunarbeiðni. Þessa aðferð hafa fleiri notað, t.d. Martin Kulldorff prófessor. Vekja athygli á ritskoðuninni.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.8.2021 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband