18 mánuðum seinna

Erum við stödd í tímavél?

Fyrir meira en ári síðan var samfélag heimsins að læra á nýja veiru og tókst þokkalega vel upp. Áhættuhópar voru kortlagðir - aldraðir, offeitir. Þeir með undirliggjandi sjúkdóma. Orðrómar um bóluefni voru að rætast. Hraðpróf í vinnslu. Tilgangsleysi grímunotkunar að koma fram. Snertismit að detta af kortinu sem áhættuatriði. Langvarandi innivera með smituðum einstaklingi að útnefnast sem nánast eina smitleiðin. Ýmis lyf í þróun eða prófun sem meðferð, jafnvel fyrirbyggjandi.

En þá fraus tíminn og ári seinna er enn verið að aflýsa öllum mannamótum, setja grímur á fólk og meina öldruðum að hitta barnabörn sín. 

Nánast allir sprautaðir með glænýjum blöndum af óþekktum samsætum.

Fullfrískt fólk ennþá sent heim til sín svo dögum skiptir. Nágrannarnir sjá um að klaga þá sem voga sér of langt.

Heilbrigðiskerfið komið í kosningaham og hrópar og gólar yfir vandræðum þótt enginn sé á ferli. Handleggsbrotin vinkona mín sagði mér frá tómum rúmum en fullt af starfsfólki að væflast eitthvað.

Fraus tíminn? Erum við komin aftur í haustið 2020?

Það mætti kannski hugleiða að reka einhvern eða lækka í tign. Sóttvarnarlæknir yrði eflaust prýðilegur móttökuritari, enda geðþekkur með eindæmum.


mbl.is Hugmyndin hvarflað að fleirum en Þórólfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Narratívið heldur áfram að taka sífelldum breytingum.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2021 kl. 00:34

2 identicon

Er heiður himinn himinblár?

Eru stjörnur til sem skína?

Borgar sig að draga dár

að þeim sem drottna, blína og gína?

Hvað hefur Marxistinn og Nýfrjálshyggjan sameiginlegt?

Jú, bæði yfir aldagömul og þá náðu þau ægivaldi á alþjóðasamfélaginu eftir seinni heimstyrjöldina.

Heimur án landamæra er einnig uppáhaldið, alþjóðavæðing.

Great Reset?

Vá! Covid-19 hefur geysað í heila öld!

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 9.8.2021 kl. 02:44

3 identicon

Ég átta mig ekki á notkun orðsins samsæta í þessum skrifum, sýnist höfundur ekki þekkja merkingu þessa orðs, sem er þýðing á enska orðinu isotope

Björn Guðmundsson (IP-tala skráð) 9.8.2021 kl. 11:27

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Björn,

Þú hefur alveg hárrétt fyrir þér - ég er ekki að nota orðið rétt, hvorki skv. efnafræði né líffræði:

*****

1

efnafræði

frumefni með breytilegan fjölda nifteinda, ísótóp

2

líffræði

par erfðavísa á sama stað í samstæðum litningum í frumu

https://islenskordabok.arnastofnun.is/ord/34504

*****

Mér fannst það samt sniðugt hérna sem valkost við "hrærigraut", "líftækniefni", "tilraunablanda" og önnur uppnefni á mRNA-efnin sem hafa aldrei verið prófuð á fólki áður en er nú dælt í tveimur og jafnvel þremur sprautum inn í unga og gamla, ólétta, sjúklinga og hrausta einstaklinga sem þróa með sér kvilla.

Geir Ágústsson, 9.8.2021 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband