Til hvers að aflýsa útihátíð?

Nú aflýsa menn útihátíðum í nafni smitvarna. Þetta er liður í baráttunni við delta-afbrigðið svokallaða. Mikill fjöldi ungs fólks er búinn að skemmta sér innandyra undanfarið og smita hvert annað af delta-afbrigðinu svokallaða. Þetta unga fólk fer svo í skimun, mælist smitað og fer heim til sín og allir vinahópar og fjölskyldur þessa unga fólks sent í stofufangelsi, fleiri hundruð manns.

En nú þegar er búið að hirða launin af tónlistarfólkinu og loka formlegu hátíðarhaldi hvað ætlar fólk þá að gera um verslunarmannahelgina? 

Davíð Rún­ar Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Viðburðastofu Norður­lands, seg­ir að þótt hátíðinni Ein með öllu hafi verið af­lýst bú­ist hann við að marg­ir sæki bæ­inn heim vegna blíðviðris sem á að vera um versl­un­ar­manna­helg­ina á Ak­ur­eyri, sam­kvæmt veður­spá.

Engin tónlist og engir viðburðir en kannski fólkið komi samt. Og fylli tjaldstæðin að því marki sem það verður heimilt. Fólk er jú bólusett og telur slíkt vera öruggt, ekki satt? Og er mikið til utandyra og hittist aðallega í vina- og fjölskylduhópum sem má nú ennþá þrátt fyrir allt, ekki satt? Og er utandyra, sem skiptir máli, ekki satt?

Tónlistarfólkinu hlýtur að líða eins og verið sé að gera það að fiflum. Fólkið ætlar að mæta, það ætlar að safnast saman, það ætlar að njóta blíðunnar og það eina sem breytist er að tónlistarfólkið missir vinnuna.

En ætlar tónlistarfólkið að mótmæla? Auðvitað ekki. Hvað með gesti tjaldsvæðanna? Nei, auðvitað ekki. Hinn íslenski froskur hefur löngu verið soðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þegar fólk á ríkislaunum þarf ekki að gera neitt extra eða taka pokann sinn þegar rangt er framkvæmt, þá er þetta niðurstaðan.

Tökum dæmi um misvísandi skilaboð:

Landspítalinn fer á hættustig vegna 3ja innlagna en á sama tíma koma skilaboð um að sjúklingar veikist ekki eins mikið - þarna klikkaði stjórn landspítalans algerlega með að gera ekki ráð fyrir þeim möguleika að smit gætu komið aftur.

Grímur skal nota þegar loftræsting er ekki góð og ekki hægt að halda fjarlægðarmörkum - samt ruglar þetta verslunarfólk. Ef fáir í búðinni þá er engin þörf á grímum, hvernig getur þetta verið vafamál?

Í einum fjölmiðli var bein tilvitnun í Víði sem stóð að smit væru í öllum sveitarfélögum???? Síðar var búið að breyta því í öllum landshlutum - gott dæmi um ömurleg vinnubrögð fjölmiðla.

Sérfræðingaveldið er kolfallið og skv. erlendum fréttum er stutt í fasísk vinnubrögð. Mun einhver þurfa að taka pokann sinn af þessum ríkisreknu starfsmönnum?

Nei!

Rúnar Már Bragason, 26.7.2021 kl. 10:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband