Eitt í dag, annað á morgun

Sóttvarnarlæknir lætur nú hafa eftir sér orð sem hann mun svo þurfa að kyngja í næstu viku þegar enn ein stefnubreytingin í stefnuleysinu tekur við:

„Það er ekki nokk­ur vafi á því að það væri miklu meiri út­breiðsla og ég hefði komið með miklu strang­ari til­lög­ur held­ur en liggja fyr­ir núna.“ 

Á næsta minnisblaði sem berst væntanlega innan 14 daga verður þessum orðum fleygt í ruslið.

Þá verða aðgerðir enn hertar og ef einhver blaðamaður man nokkra dagur aftur í tímann og spyr um bólusetningarnar verður sagt:

Tjah, þær virkuðu nú ekki nógu vel, og gerðu jafnvel illt verra. En lausnin verður sú að bólusetja áfram og enn meira og enn yngri einstaklinga, helst niður í kornabörn. Að vísu virðist það ekkert hjálpa upp á útbreiðsluna og ekki er skárra að heilbrigðiskerfið er búið að senda alla starfsmenn heim í sóttkví. En þess vegna ætla ég bara að herða aðgerðir aftur. Kíktu á aðgerðadagatalið fyrir árið 2020. Ég hugsa að ég fylgi því bara aftur en hræri auðvitað aðeins í dagsetningunum.

En var ekki búið að segja við Íslendinga að ef þeir eru duglegir að láta sprauta sig með allskonar efnum í allskonar magni og jafnvel með mörgum tegundum að þá fái þeir líf sitt aftur?

Tjah, jú ég gæti nú hafa gefið það til kynna eða sleppt því að leiðrétta aðra þegar þeir gáfu slíkt til kynna enda fékk þetta fólk til að mæta í stórum hópum en svo fór ungt og hraust fólk að smitast án þess að veikjast og þá er vissara að herða aðgerðir aftur. Kíktu á aðgerðadagatalið fyrir árið 2020. Ég hugsa að ég fylgi því bara aftur eða bæti aðeins í hér og þar.

En dettur þér ekki í hug að skoða eitthvað annað en takmarkanir? Til dæmis hraðpróf sem fólk getur jafnvel tekið heima hjá sér áður en það heimsækir ömmu og afa eða að auka afkastagetu heilbrigðiskerfisins eða að fylgjast með álaginu á heilbrigðiskerfið eða sleppa því að loka öllu á sama tíma og hrúga fólki saman út á götu? Eða eru smit og grímur og takmarkanir ennþá einu úrræðin þrátt fyrir mikla framþróun í prófunum, meðferðum og bólusetningu aldraðra og viðkvæmra?

Tjah, nei, ég má nú ekkert vera að því að kynna mér einhverjar aðrar nálganir. Smitin eru svo auðskiljanlegur mælikvarði og einfalt að skrifa í fyrirsagnir. Það er óþarfi að flækja þetta eitthvað þótt reynsla margra ríkja af slíku sé alveg ljómandi góð.

Kosningar í haust verða vonandi óvænt leið til að hrista sóttvarnaraðgerðir af þjóðinni.


mbl.is Stefnir í metfjölda smita
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Þegar litið er yfir tölur yfir svokallað "bráðsmitandi" delta afbrigði, eftir löndum, sést tilhneiging að þau rjúka upp og fara jafn hratt niður. Spái að það muni gerast hér.

Ekki fjalla blaðamenn um það.

Eins og Þorsteinn hér á blogginu skrifaði: Sálsýki. Eina rétta orðið yfir þetta.

Rúnar Már Bragason, 24.7.2021 kl. 13:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Merkilegt að sjá graf yfir hlutfall smitaðra miðað við fjölda sýna. Þar er varla að sjá nokkra sveiflu uppávið. Það hefur aldrei verið prófað meir en nú og 99% þeirra sem greinast, koma af fjöllum, enda engin veikindi sem fylgja.

Talað er um að næturlífið sé súperspreader hér, en þegar ég fer framhja prófunarmiðstöðinni við suðurlandsbraut, standa hundruðir í röð, tett í tett, alla leið upp á grensásveg. Kannski 25cm fjarlægðarmörk. Fólk ymist með grímur eða ekki, hóstandi og skyrpandi.

Kannski verður þetta bara til þarna. Sem er kannski ágætt, því að því fyrr sem við náum að smita alla, þess fyrr verður þetta búið.

Hér er nú látið sem við séum nýkomin í gegnum svartadauða, rýnt í smittölur á blaði án þess að nefna non existent afleiðingar.

Hér hefur ekkert gerst og gerist ekki enn. 75% þeirra sem hafa dáið voru dánir fólk fyrir og hinir fárveikir fyrir af öðru. Engin í ár eða svo. Í dag eru tveir á spítala, just in case.

Ungt fólk er brjálað yfir þessu og segir allt fokkit. Það mun enginn akta eftir þessum tilskipunum nema andlega jafnvægislaust fólk. Eins og t.d. Vestmannaeyingar, sem telja að tveggja milljarða blóðtaka fyrir byggðina sé þess virði. 

Galskapurinn er fullkomlega hrokkinn af skaftinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.7.2021 kl. 13:35

3 identicon

May be a cartoon of text that says 'All drugs are

 

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 24.7.2021 kl. 14:28

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mesta hættan stafar frá hinum bólusettu.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2021 kl. 15:23

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það ætti að leyfa almenningi að spyrja þríeykið spurninga á fundunum sem er útvarpað,svo eitthvað vit sé í þeim. Hér er einvalalið sprækra stráka vel að sér sem spyrðu gagnrýnna spurninga. Stjórnmálamenn eru í skjóli frá þesskonar -ennþá. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2021 kl. 03:01

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég spái því að innan 10-15 daga verði aðgerðir hertar mikið á landamærunum og ferðaþjónustan þar með lögð í rúst aftur. Þetta er óhjákvæmilegt því ef markmiðið er engin smit er eina leiðin til að ná því að stöðva innstreymi fólks. Grímurugl og metrareglur hafa nákvæmlega engin áhrif. 

Þorsteinn Siglaugsson, 25.7.2021 kl. 11:35

7 identicon

Já, sammála þessu með að "Mesta hættan stafar frá hinum bólusettu."



Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.7.2021 kl. 19:32

8 identicon

Rétt hjá þér Helga, þeas. þessar sömu spurningar og fólk er og hefur verið að spyrja og tala um á netinu.



 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.7.2021 kl. 19:56

9 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn Sch.

Ef þú værir duglegri að vísa í frumheimildir þá yrðu athugasemdir þínar ekki bara upplýsandi heldur frábærar. 

Geir Ágústsson, 25.7.2021 kl. 20:36

10 identicon

Sjá hérna:  "Fjöldi aukaverkanatilkynninga vegna COVID-19 bóluefna" https://www.lyfjastofnun.is/lyf/covid-19/aukaverkanatilkynningar-vegna-covid-19/

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 25.7.2021 kl. 20:45

11 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já einmitt Steini og taka svo upp baráttuhug og kraft Jón Vals heitins. 
 Fyrirgefðu ég sá ekki línuna til mín fyrr en núna.

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2021 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband