Mánudagur, 12. júlí 2021
Hvað er sjaldgæf aukaverkun?
Þessi bóluefni gegn COVID-19, þau eru svo örugg og aukaverkanir svo sjaldgæfar, ekki satt?
En eitthvað er skilgreiningin á orðinu sjaldgæfur á hreyfingu.
Árið 2018 skrifaði Þórólfur nokkur Guðnason að sjaldgæf aukaverkun væri ein aukaverkun fyrir hverja 500.000-1000.000 skammta af bóluefni.
Bandarísku sóttvarnaryfirvöldin, CDC, segja að hjartabilanir í ungum karlmönnum vegna bóluefna séu sjaldgæfar. Og líka bráðaónæmisköst. Og dauðsföll. Allt svo sjaldgæfar aukaverkanir.
Á Íslandi eru tilkynnt tilfelli aukaverkana 2100 talsins. Sjaldgæfar aukaverkanir, sjáið til! Búið er að telja fólki í trú um að ef það sleppur við hjartabilanir og spítalavist eftir bólusetningu þá sé nú viðbúið að finna eitthvað fyrir sprautunni. Mörg tilvik um aukaverkanir eru því ekki tilkynnt. Ég veit um a.m.k. tvö tilfelli þess.
Bara aðeins slappur sko. Svaf í nánast þrjá daga í rauð. Allt í lagi með mig!
Enda skiptir það ekki máli. Ef 5000 tilkynningar hefðu borist væri samt talað um sjaldgæfar aukaverkanir. Hjartabilanir í ungu og hraustu fólki sem stafar engin ógn af veiru eru jú bara sjaldgæfar aukaverkanir en ekki harmleikur sem hefði mátt forðast.
Búið er að gefa um 450 þús. skammta af bóluefni á Íslandi. Aukaverkanir (sennilega gróflega vantaldar): 2100.
Hlutfallið: 0,5%.
Viðmið Þórólfs árið 2018: 0.0001-0.0002%
Hvenær er komið nóg?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á Íslandi eru tilkynnt tilfelli staðfestra aukaverkana ekki 2100 talsins. Á Íslandi eru tilkynnt grunuð tilfelli aukaverkana 2100 talsins. Það er töluverður munur á grun og staðfestingu. Og Þórólfur skrifaði um alvarlegar aukaverkanir, en það er einnig töluverður munur á aukaverkunum og alvarlegum aukaverkunum.
Hvort sem um er að ræða 450.000 skammta af bóluefni eða 450.000m skammta af soðinni Ýsu þá verða ætíð einhverjir sem finna fyrir einhverjum einkennum vikurnar á eftir. En það er ekkert sem segir það tengjast Ýsuáti eða bólusetningu þó einhvern gruni það.
Einn staðurinn þar sem ekki er munur á grun og staðfestingu er í pólitískum blekkingarleik fólks með veikan málstað, annar er metoo. Og hvorugur telst vera læknisfræðileg sönnun.
Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2021 kl. 13:49
Gott og vel tökum bara "alvarlegar" skráðar aukaverkanir, 133 talsins (sennilega engin þeirra frá þeim sem í grínu töluðu um "Jansen-skjálftann" á samfélagsmiðlum). Þá er hlutfallið ekki 0,5% heldur 0,03% sem eftir sem áður mörgum stærðargráðum meira en sóttvarnarlæknir taldi vera öruggt bóluefni.
Varðandi þau vinnubrögð Lyfjastofnunar að senda "grunuð" tilfelli um aukaverkanir áfram í gagnagrunna Evrópusambandsins sem flaggar þeim sem einhvers konar nothæfu talnaefni í eftirliti með bóluefnunum þá verður það að vera á milli þín og Lyfjastofnunar.
Geir Ágústsson, 12.7.2021 kl. 18:50
Alvarlegar skráðar aukaverkanir eru ekki 133 talsins, grunur um 133 alvarlegar aukaverkanir hefur verið skráð. Það sama gildir um alvarlegar aukaverkanir og aðrar aukaverkanir, grunur er engin staðfesting.
Og allur grunur er tilkynntur svo tölfræðin verði nákvæmari og auðveldara að vinsa úr aukaverkanir sem virðast tengjast ákveðnum stöðum, umræðu eða væntingum frekar en bóluefnum. Fólk hefur jafnvel reiknað með einkennum og boðað veikindi áður en það fór í bólusetningu. Ef umfjöllun í Berlin skilar aukaverkunum sem ekki finnast í Reykjavík eða Róm þá er einhverju öðru en bóluefninu um að kenna. Ef Akureyringar fá önnur einkenni en Reykvíkingar er umræðunni innan bæjarfélagsins frekar um að kenna en bóluefni. Fólk sem les vafasöm blogg og facebook síður, hlustar á vinnufélaga og vini ætti ekki að fá meiri einkenni og önnur en þeir sem sleppa slúðursögum og túlkunum fólks með fjörugt ímyndunarafl en litla þekkingu og minni lesskilning. Tískufyrirbærið Janssen skjálfti telst ekki alvarleg aukaverkun, en virðist vera mjög algeng aukaverkun hjá Twitter notendum á Íslandi.
Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2021 kl. 20:46
Svo eru þeir til sem nenna að lesa það sem þeir meira að segja hafa fyrir að vísa í í blogginu hjá sér
Mikilvægt er að hafa í huga að fjöldi tilkynninga vegna gruns um aukaverkun segir ekki til um tíðni raunverulegra aukaverkana eftir bólusetningu. Lyfjastofnun sendir allar tilkynningar sem stofnuninni berast varðandi grun um aukaverkun í EudraVigilance aukaverkanagrunninn. Hver tilkynning vegna gruns um aukaverkun getur innihaldið fleiri en eitt einkenni. Sé þannig í einni tilkynningu bæði tilkynnt um roða og bólgu á stungustað, þá birtist það sem tvö einkenni í tölfræðinni.
ls (IP-tala skráð) 12.7.2021 kl. 21:37
Þau einkenni eru þá ekki auka eldur venjuleg/eðlileg.
Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2021 kl. 01:02
Vagn og Is,
Auðvitað er reynt að gera lítið úr aukaverkunum. Það var líka tilfellið þegar glænýtt bóluefni var keyrt út eftir takmarkaðar prófanir til að berjast við svínaflensuna um árið. Fyrir marga reyndist það vera miklu verri örlög en að fá veiru og jafna sig á henni. Og nú þegar sífellt er verið að yngja þá sem eiga fá bóluefni gegn SARS-CoV-2 er áhættan af bóluefninu orðin margföld á við áhættuna af veirunni.
Fjölmargir einstaklingar tilkynna ekki um neinar aukaverkanir enda er búið að kalla þær "viðbúin viðbrögð" eða álíka, eða með orðum CDC: "You may have some side effects, which are normal signs that your body is building protection. These side effects may affect your ability to do daily activities, but they should go away in a few days. Some people have no side effects."
Fólk er auðvitað ekki að tilkynna aukaverkanir sem er búið að kalla "normal signs".
Hér er gefið í skyn að af því hver aukaverkun er talin hver fyrir sig að þá sé manneskja með tvær aukaverkanir að leiða til oftalningar á aukaverkunum. Það er frekar samúðarlaust. Ef manneskja er að fá yfir sig ekki bara eina aukaverkun heldur tvær þá er það til merkis um að efnið hafi farið mjög illa í hana og ætti að vera tilefni til frekari rannsókna en ekki gagnrýni á þá sem hafa alvarlegar áhyggjur af þessari tilraunastarfsemi á fólki.
Geir Ágústsson, 13.7.2021 kl. 07:42
Hvað er sjaldgæft bílslys?
Hörður Þormar, 13.7.2021 kl. 10:21
Og menn eins og síðuhafi hér reyna að gera sem mest úr litlu af því að það hentar þeirra fyrirframákveðnu skoðunum.
Dansk almennings vegna vona ég að sumir noti ekki sömu aðferðarfræði í verkfræðivinnu.
ps. Það voru meiri líkur á að fá drómasýki ef menn smituðust af svínaflensunni en ef menn fengu bóluefni.
ls (IP-tala skráð) 13.7.2021 kl. 15:03
Is,
Ég hef ekki enn séð hvers vegna "ásættanlega áhættan" hans Þórólfs árið 2018 (0,0002%) sé enn ásættanleg (0,03%). Hvað næst? 0,3%? 3%? Menn eru tilbúnir að kasta öllum fyrri viðmiðunum byggðum á áratugum af reynslu og þekkingu til þess að hvað? Sprauta unga krakka gegn einhverju sem skaðar þá ekki?
Nema pressan sé frá þeim eldri sem eru vissulega í áhættuhópi og hafa vissulega fengið sprauturnar en treysta þeim ekki.
Geir Ágústsson, 13.7.2021 kl. 20:22
Og vegna drómasýkinnar, fyrsta leitarniðurstaðan á Google Scholar með leitarstrengnum: h1n1 risk of narcolepsy
"In this sub-analysis, H1N1 vaccination was strongly associated with an increased risk of narcolepsy-cataplexy in both children and adults in France."
https://academic.oup.com/brain/article/136/8/2486/431857?login=true
Svínaflensuefnið er einmitt skólabækardæmi um það að bóluefni þurfi að rannsaka vel og lengi áður en þeim er hleypt inn í handleggi almennings á þessum risavaxna skala. Ekki dæmi um að drífa sig að því.
Geir Ágústsson, 13.7.2021 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.