Sunnudagur, 11. júlí 2021
Fjölmiðlar auglýsa frítt ef fréttatilkynningin er rétt orðuð
Carbfix og norska fyrirtækið Aker Carbon Capture hyggjast sameina tæknilausnir sínar og bjóða fyrirtækjum upp á hagstæðari lausn við föngun og förgun á koltvísýringi. Um þetta er fjallað í frétt sem mætti alveg kalla ókeypis auglýsingu, eða fréttatilkynningu laumað inn á milli frétta. Fjölmiðill ber þetta á borð lesenda því markaðssetningin inniheldur öll réttu orðin, eins og hamfarahlýnun og loftslagsbreytingar. Það vantaði bara að nefna veiru í leiðinni. Þá hefði fréttatilkynningin kannski geta orðið að forsíðufrétt, viðskiptavininum að kostnaðarlausu.
Losun mannanna á koltvísýringi í andrúmsloftið hefur reynst bæði manninum og plánetunni afskaplega vel. Plöntur þrífast betur og þar á meðal eru plöntur ræktaðar til manneldis. Skógar stækka og grænka og ríkara mannkyn hefur efni á að hleypa þeim víðar. Neikvæð áhrif af minnkandi virkni sólar eru lágmörkuð.
Samt er talað eins og að koltvísýringur sé algjört böl. Að hækkun hans úr jarðsögulega lágum gildum í aðeins hærri en einnig jarðsögulega lág gildi sé drifkraftur að baki einhverjum hræðilegum hamförum. Það er nánast gefið til kynna að öll flóknu loftslagslíkönin séu einfaldlega einföld línuleg vensl á milli styrkleika koltvísýrings og hitastigs andrúmsloftsins. Varla nokkurra trilljóna virði vinna þar að baki, eða hvað?
Veiruprestar hafa nýtt sér lærdóm loftslagsprestanna til að skapa ótta og búa til einhliða umræðu hræðsluáróðurs og risavaxinna ríkisafskipta af hegðun og skoðunum, gjarnan studd af stórum samfélagsmiðlum með beina línu til yfirvalda.
Á tímum þegar flest fólk hyllir yfirvöld og úthúðar þeim sem gera það ekki er vert og staldra við og spyrja sig: Hvað hefði ég sagt á tímum þegar yfirvöld boðuðu þrælahald? Eða nasistakveðjuna? Eða annað sem samræmist meginstefinu en ekki gagnrýnni rökhugsun?
Veistu svarið?
Aukið samstarf í baráttunni gegn hamfarahlýnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Athugasemdir
Allt er gott í hófi og jafnvægi, plönturnar lifa ekki einungis af kolsýringi, þær þurfa líka sína vætu og hæfilegan hita.
Satt er það, útgeislun sólar fer víst minnkandi í bili, en hún er að aukast, sé til langs tíma litið.
Nú er árlega brennt svipuðu magni af kolefni og safnaðist fyrir í jörðinni á milljón árum, en þá var útgeislun sólar miklu minni. Hefði hún verið jafnmikil og nú, þá væri allt þetta kolefni líklegast enn þá í loftinu sem kolsýringur því að engar plöntur eða annað líf hefði getað þrifist vegna hita, smbr. Venus.(Heimild: Harald Lesch): Gróðureldar magnast í Kaliforníu sökum hitabylgju
Hörður Þormar, 11.7.2021 kl. 18:50
Hörður,
Það er okkur til happs að risaeðlurnar skildu eftir risastórt "batterí" af jarðefnaeldsneyti til að standa undir vaxandi velmegun mannkyns og stuðla að því að skógar og náttúrusvæði geti vaxið á ný því ekki þarf að höggva skóga til að útvega eldsneyti. En menn höggva þá svo bara í staðinn til að leggja sólarorkuver (og græða á raforkusölu), því miður.
Með tíð og tíma verða menn svo betri í því að afla sér orku með ýmsum hætti. Kjarnorkuver eru mikil blessun og þótt Þýskaland loki sínum þá ætla Pólverjar bara að opna önnur í staðinn - gott mál. Óvissan í kringum aðgang að og verðlagi á olíu og hið beiska bragð sem kemur í munn sumra við að senda peninga til spilltra einræðisherra til að útvega olíu er hvatar óháðir loftslagsáróðrinum. Tæknin beislar sennilega samrunaorkuna innan okkar líftíma. Tækifærunum til að draga úr landnotkun manna fjölgar sífellt, gefið að við hættum að höggva tré til að leggja sólarorkuverk, útrýma regnskógum til að framleiða orkusnauð íblöndunarefni í bensín og skattleggja lífskjör og hagvöxt í nafni loftslagsótta.
Geir Ágústsson, 11.7.2021 kl. 19:10
Og svo taka bloggarar við kyndlinum og halda lífi í auglýsingu sem annars fór framhjá flestum.
Vagn (IP-tala skráð) 12.7.2021 kl. 06:07
Ekki gleyma lífeldsneytinu sem á að vera svo grænt, það er loksins byrjað að viðurkenna það að höggva niður óheyrilegt magn af trjám til að brenna fyrir eldsneyti er ekki eins hreint og hamfarahlýnunarsinnar vilja halda fram, og ekki hjálpar að flest þessara "grænu" orkuvera brenna allskonar óþverra með, bíldekk og annað rusl.
Halldór (IP-tala skráð) 12.7.2021 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.