Fimmtudagur, 8. júlí 2021
Rosling og fræðsla
Hans Rosling heitinn, sænskur prófessor og frábær fyrirlesari, minnti oft á það hvað fólk veit almennt lítið um ástand heimsins. Í sumum af prófunum sem hann lagði fyrir nemendur sína voru einkunnir lægri en ef apar hefðu giskað handahófskennt á svörin. Ekki er nóg með að margir lifa í heimi úreltra upplýsinga heldur kennum við fólki einfaldlega algjöra vitleysu og boðum aðgerðir gegn vitleysunni sem skila engum neinu. Sem dæmi má nefna áróðurinn gegn plaströrum á Vesturlöndum.
Loftslagsvitleysa, veiruvitleysa, útblástursvitleysa, plastvitleysa, bílavitleysa, olíuvitleysa, hagfræðivitleysa. Endalaus vitleysa.
Hans Rosling barðist gegn þessu og afkomendur hans og arftakar berjast enn, t.d. með því halda úti þjónustunni Gapminder sem opnar á auðvelt aðgengi að stórum gagnagrunnum sem fólk getur flett upp í á auðveldan hátt og gert gögnin sjónræn. Þar er boðið upp á próf til að athuga þekkingu á ástandi heimsins og fullyrt að þú munir skora lágt í því.
Svipuð áhersla á fræðslu og goðsagnaaflífun sést hjá HumanProgress.org undir Life in Numbers. Sem handahófskennt dæmi sé ég að síðan ég fæddist hafa tekjur á íbúa í Sri Lanka aukist um 378% og lífslíkur um 14%. Ekki slæmt!
Ertu skarpari en leikskólakrakki? Nei. Þú ert sennilega ekki skarpari en simpansi þegar kemur að því að taka krossapróf. En huggaðu við að það er auðvelt að breyta því: Hættu að trúa fréttamönnum, stjórnmálamönnum og opinberum starfsmönnum þegar þeir eru að reyna mjólka þig um enn einn umhverfisskattinn eða álíka.
Ertu skarpari en leikskólakrakki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:49 | Facebook
Athugasemdir
Hvert var álit Sókratesar?
Hvernig á svo að aðskilja hismið frá kjarnanum?
Er kjarninn varinn af hisminu?
Að komast að kjarnanum virðist vera illráðanlegt
Þrátt fyrir að orðskilningur orðsins " hismi " sé fánýti eða lítilsvirði
Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 9.7.2021 kl. 02:08
Heiðar,
Hafðu ekki áhyggjur af því. Passaðu þig bara á að hugsa sjálfstætt, það er aðalatriðið. Og enn betra: Sækja í upplýsingar frá sem flestum stöðum, ekki bara RÚV og BBC og álíka.
Geir Ágústsson, 9.7.2021 kl. 06:51
Ég gekkst undir þetta "próf" og var svona sæmilega ánægður með árangurinn (10/18).
Komast að því að tilgangurinn með þessu prófi væri að sýna fram á að ástandið í heiminum væri ekki eins afleitt og af er látið.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 9.7.2021 kl. 10:37
Hörður,
Mikið rétt, og tilraun til að leiðrétta gamla mýtu um "þróuð lönd" og "þriðja heiminn" því þökk sé miklum framförum seinustu áratuga eru flestir raunar komnir þarna inn á milli: Með aðgang að rafmagni, læsir og hafa farið í gegnum eitthvað nám.
Það finnst sennilega ekki uppbyggilegri leið til að eyða klukkustund eða tveimur yfir helgi og horfa á öll myndbönd Hans Rosling á ted.com.
Geir Ágústsson, 10.7.2021 kl. 08:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.