Mánudagur, 5. júlí 2021
Verðbólga sem fjármögnunarleið á lúxussnekkjum
Rakst á skondna lýsingu á afleiðingum stjórnlausrar peningaprentunar seðlabanka heimsins og hvernig hún skilar sér hratt og vel í vasa þeirra ríkustu:
Besides activity in the Mediterranean, superyacht sales are "roaring" this year as the Federal Reserve and federal government chose to inflate asset prices, allowing those who own assets, like stocks, bonds, and real estate, such as the wealthy, to rake in records amounts of gains in such a short period. This increased the demand for new superyachts and resulted in the second-hand market becoming absolutely red hot.
Og af hverju eru verið að prenta alla þessa peninga? Jú, til að fjármagna hallarekstur hins opinbera. Og af hverju er hallarekstur og skatttekjurnar ekki bara látnar duga? Jú, því það er veira á sveimi og búið að drepa mörg hagkerfi í nafni veirunnar og búa til djúpa niðursveiflu sem þarf að borga sig út úr.
Hægrimenn eru stundum gagnrýndir fyrir að boða hallalaus fjárlög og aðhald í opinberum rekstri. Er ekki bara hægt að taka lán? Jú, en enginn á sparnað. Aukum þá bara peningamagn í umferð með einum eða öðrum hætti! Gott og vel, en fleiri peningar að elta sama varning og þjónustu og áður ýtir undir verðhækkanir, og stundum bólumyndum á ýmsum mörkuðum. Og það gagnast þeim ofurríku. Verðbólga er vinur hins ríka. Skuldsetning hins opinbera einnig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.