Miðvikudagur, 23. júní 2021
Blaðamennskan er týnd atvinnugrein
Fjölmiðlar hafa sýnt það ítrekað á veirutímum að þeir eru í besta falli nothæfir til að fjalla um hluta heildarmyndarinnar og í versta falli hættulegir áróðurspésar sem bera blekkingar og hálfan sannleik á borð almennings, ítrekað.
En það eru ekki bara veirumál sem fjölmiðlar virðast ófærir að fjalla um. Hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum er annað dæmi. Ritstjórnargrein í Morgunblaðinu í dag ber þess merki. Þar er miklum áhyggjum lýst yfir því að Bandaríkjamenn dragi nú herlið sitt út úr Afganistan og geri landið á ný að yfirráðasvæði talíbana.
Ekkert í þessari grein gengur gegn hinu ranga meginstefi sem er að talíbanar styðji við hryðjuverkamenn úti um allan heim og séu öllum öðrum verstir þegar kemur að meðferð á konum og börnum.
Auðvitað eru talíbanar engir friðelskandi hippar sem tala fyrir lýðræði og mannréttindum. En valkostirnir við þá eru fáir og lélegir. Og þegar Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra sprengja í tætlur konur og börn og skóla og spítala og hefja morðóða glæpamenn til valda, áhrifa og peninga þá fá talíbanar liðsauka í formi ungra manna sem vilja hefna fyrir morðin á fjölskyldumeðlimum sínum, vinum og nágrönnum.
Stríðið í Afganistan hefur skilað nákvæmlega engu nema spillingu, blóðsúthellingum og auðvitað botnlausu fjáraustri. Bandaríkjamenn eiga að yfirgefa svæðið hið snarasta og lágmarka þannig skaðann af nærveru sinni. Og blaðamaður ætti að opna bók.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:13 | Facebook
Athugasemdir
Í fréttatíma RUV í gær var viðtal við einhvern mann úti á götu í Afganistan og hann sagði að ástandið í einhverri allt annari borg væri slæmt - dæmigerð frétt?
Ætti að stoppa fólk á götu í Reykjavík og spyrja það hvað þeim þykir um sorphirðuna á Akureyri
Grímur Kjartansson, 23.6.2021 kl. 17:09
Sorphirðan á Akureyri held ég að hljóti að vera til fyrirmyndar eins og önnur snyrtimennska þar í sveit.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.6.2021 kl. 20:45
Sæll Geir,
Þú verður að athuga það að Afganistan er stærsti ópíum (eða heróín) framleiðandi heims, nú og NATO herinn ásamt CIA hefur verið verja og styðja alla þessa framleiðslu í gegnum árin, svo og séð um útflutning og fleira. Þrátt fyrir þessar flase fréttir þá er Bandaríkjaher (eða þarna NATO herinn ásamt CIA) ekki á leiðinni í burtu, því það er það miklir hagsmunir í húfi fyrir "Committee of 300" eða þessar 300 ríkustu fjölskyldur heims. Þessi munnræpa núna er sama gamla munnræpan eða lygaáróðurinn og við heyrðum fyrir kosningar frá honum Donald Trump, og ekkert hefur breyst þarna síðan í Afganistan. Í þessu sambandi þá mæli ég með þessum bókum eftir hann Peter Dale Scott, eða hérna sérstaklega bókinni Drugs, Oil, and War: The United States in Afghanistan, Colombia, and Indochina (War and Peace Library).
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 23.6.2021 kl. 22:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.