Að mennta sig til atvinnuleysis

Margir mennta sig til atvinnuleysis. Þetta er óvinsæl staðreynd en staðreynd engu að síður. Danska blaðið Information er meira að segja með heilan dálk sem heitir "Uddannet til arbejdsløshed". Margar greiningar í Danmörku sýna hvaða menntun er líkleg til að leiða til atvinnuleysis og lélegra launa, jafnvel langt og strangt háskólanám. Á meðan fólk raðar á sig gráðum í samskiptum, umhverfisvernd og kynjafræði, sem engin eftirspurn er eftir (nema hjá hinu opinbera), eru iðnaðarmenn að drukkna í verkefnum og útlit fyrir mikinn skort á slíkum í framtíðinni. 

Með öðrum orðum: Of mikil áhersla er á að troða fólki í háskólanám til að læra eitthvað sem engin eftirspurn er eftir.

Ekki finnst mér íslensk ungmenni vera vöruð mikið við þessu. Ég man ekki eftir að hafa séð greiningu á atvinnuleysi útskrifaðra í hinum og þessum fögum (og auglýsi hér með eftir einni slíkri ef einhver finnst). Eru margir bókmenntafræðingar að steikja hamborgara? Eru margir kynjafræðingar að banka á dyrnar hjá stjórnvöldum og biðja um að láta búa til störf fyrir sig inn á opinberum stofnunum? Eru margir að bæta við sig þriðju eða fjórðu gráðunni í einhverju kjaftafaginu í von um að komast ofar á lista? 

Auðvitað á nám að vera skemmtilegt og höfða til viðkomandi og undirbúa undir líf á atvinnumarkaðinum en ekki er allt nám fyrir alla, háskólanám er ekki endilega lykillinn að hentugu starfi og fleiri gráður eru ekki endilega betri en færri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þá er nú heppilegt að hafa stjórnmálaflokka í aðstöðu til að skapa størf. VG og Samfylking funkera sem atvinnumiðlanir fyrir háskólamenntaða. 

Ragnhildur Kolka, 22.6.2021 kl. 08:15

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Græna hagkerfið sem allir stjórnmálaflokkar virðast dásama eykur mjög atvinnumöguleika þessa fræðinga

Grímur Kjartansson, 22.6.2021 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband