Glansmyndir og hugsjónir

Í nýliðnu prófkjöri í Reykjavík tókst meðlimum Sjálfstæðisflokksins að þurrka út fjölda ára af reynslu í efstu sætum framboðslista. Það er eins og það er. Stundum þarf að yngja upp og endurnýja og allt það. Það sem verra er að meðlimum Sjálfstæðisflokksins tókst líka að fleygja niður listann sitjandi þingmönnum sem þora að tjá sig og standa í lappirnar í erfiðum málum. Ég er auðvitað að meina Sigríði Á. Andersen og Brynar Níelsson. 

Kolbrún Bergþórsdóttir, sem er enginn Sjálfstæðismaður en bæði hreinskiptin og opinská,195654852_929897754251378_6757581056124806497_n orðaði þetta ágætlega í nýlegum pistli:

Stóri kosturinn við þessa tvo þingmenn, Sigríði Á. Andersen og Brynjar Níelsson, er að þeir eru algjörlega lausir við hjarðeðli. Hér höfum við einstaklinga sem eru óhræddir við að ganga gegn almenningsálitinu, jafn óþægilegt og það getur verið fyrir stjórnmálamenn, og segja skoðun sína hispurslaust. Þetta er afar hressandi í umhverfi þar sem stjórnmálamenn eru flestir á stöðugum atkvæða- og vinsældaveiðum. Afstaða þeirra til mála mótast því iðulega af því hvað þeim þykir henta þá stundina, fremur en að sannfæringin fái að ráða.

Brynjar Níelsson og Sigríður Á. Andersen eru ekki stjórnmálamenn af þessari gerð. Þau eru harðgerð og sjálfstæð og hafa um leið einstakt lag á að koma umhverfi sínu í uppnám. Hinn þrúgandi, pólitíski rétttrúnaður sem hefur hertekið samtíma okkar hefur aldrei náð valdi á þessum þingmönnum. Ekki síst þess vegna eru þeir mikilvægir.

Þetta tek ég eindregið undir.

Núna kjósa Sjálfstæðismenn í prófkjöri í Suðvesturkjördæmi. Meðal frambjóðenda er þingmaðurinn Óli Björn Kárason sem gefur kost á sér í annað sæti listans. Ég ætla rétt að vona að Sjálfstæðismenn geri ekki sömu mistök og í Reykjavík og hafni manni með hugsjónir, sýn og reynslu - manni sem þorir að standa í lappirnar og ræða grundvallaratriðin í öllu dægurþrasinu. Ég vona að sem flestir styðji Óla Björn Kárason í 2. sæti. 


mbl.is Hörð samkeppni um efstu sætin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Eftir að Sigríður datt út þá er Óli Björn síðasta von frjálshyggjumanna, verður Sjálfstæðisflokkurinn hægri eða miðjuflokkur ?

Emil Þór Emilsson, 11.6.2021 kl. 10:26

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Þá er bara Miðflokkurinn seinasta vonin.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.6.2021 kl. 10:47

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Við sættum okkur við að vera seinheppin og heyrum álengdar röddu kveða:

           Drottinn sem veittir frægð og heill til forna,
           farsæld og manndáð,vek oss endur borna!
           Strjúk oss af augum nótt og harm þess horfna,
           hniginnar aldar tárin láttu þorna. 
                                           
             eftir: Hannes Hafstein skáld og ráðherra.
                              

Helga Kristjánsdóttir, 11.6.2021 kl. 23:06

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Talandi um glansmyndir
Þá var gaman að fylgjast með Elísabetu vefja leiðtogum G7 um fingur sér við myndatökuna
Ástæðan fyrir veru hennar þar var að liðka fyrir viðskiptasamningum UK og USA 
Það kæmi mér verulega á óvart ef það gengi ekki eftir því hver vill styggja 95 ára drotiningu sem setið hefur lengst allra þjóðhöfðingja á valdastól.

Grímur Kjartansson, 12.6.2021 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband