Miðvikudagur, 9. júní 2021
Ríkisvaldið og skyldur sveitarfélaga
Mikið kapp hefur verið lagt á að sameina sveitarfélög undanfarna áratugi. Um leið hafa sífellt fleiri skyldur verið lagðar á sveitarfélögin. Þetta tvennt hangir saman. Eftir því sem sveitarfélög eru stærri, því meira er hægt að leggja á þau af kröfum og skyldum. Stór sveitarfélög eru líka með meira lánstraust og geta fjármagnað stærri verkefni og fleiri starfsmenn.
Ekki eru allir sáttir við þessar endalausu sameiningar og hafa fyrir því ágætar ástæður eins og þær að fjöll og firðir færast ekki þótt landamæri sveitarfélags breytist. Áfram þarf að reka þjónustu, skóla og heilbrigðisstofnanir í þéttbýlum þótt ráðhúsið sé komið í annan bæ.
En hvað með hin stærri verkefni eða þjónustu sem mjög fáir þurfa á að halda, svo sem við fatlaða? Jú, hérna hafa smærri sveitarfélög einfaldlega farið í samstarf við nágranna sína en haldið sínum sveitarstjórnum.
Eftir því sem fjarlægðin frá ráðhúsinu er meiri, því aftengdari verður hópurinn í ráðhúsinu frá íbúum sínum. Þetta blasir við í Reykjavík þar sem stuðningur við borgarstjórn minnkar nánast í réttu hlutfalli við fjarlægð hverfis frá miðbænum.
Kannski það sé því frekar við hæfi að byrja að tala um sundrungu sveitarfélaga frekar en sameiningu og auðvitað fækka skylduverkefnum þeirra um leið.
Ekki skylt að sameinast en skilmálar settir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:30 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rétt.
Sigurður Kristján Hjaltested, 9.6.2021 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.