Þriðjudagur, 8. júní 2021
Sérfræðingur í notendarannsóknum
Laus er staða sérfræðings í notendarannsóknum hjá Reykjavíkurborg. Þetta er auðvitað glæný staða enda ómögulegt að finna aðra starfsmenn hjá borginni til að hanna þjónustur út frá þörfum og væntingum íbúa. Borgin hefur sem sagt áttað sig á því að hún hefur ekki hugmynd um þarfir og væntingar borgarbúa á meðan aðrir hafa vitað slíkt lengi. Ákveðin viðhorfsbreyting virðist líka vera að eiga sér stað en fyrir ekki löngu síðan sagði borgarstjóri að þjónustukannanir nýttust borginni ekki til að bæta þjónustu borgarinnar. Það útskýrir kannski ýmislegt í rekstri hennar.
Nú er að vona að borgin finni einhvern til að framkvæma fullt af skoðanakönnunum þar sem helsti hvatinn er umbætur á þjónustu fyrir borgarbúa, krefjandi viðfangsefni og nýsköpun. Minna má það ekki vera.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er bara byrjunin á atvinnuauglýingum því samkvæmt fundargerð þá
notendamiðuð nálgun og stafrænar lausnir eru nýttar til að einfalda og bæta þjónustuupplifun borgarbúa
Ráðið verður í eftirfarandi stöður sem skiptast á milli sex teyma:
1. Framleiðandi (e. producer), sex stöðugildi
2. Tæknistjóri (e. delivery lead), sex stöðugildi
3. Þjónustuhönnuður (e. user research), sex stöðugildi
4. Viðmótshönnuður (e. UX/UI), sex stöðugildi
5. Forritari f. bakenda, tólf stöðugildi
6. Forritari f. framenda, sex stöðugildi
7. Samþættingarforritari, eitt stöðugildi
. Ráðið verður í eftirfarandi stöður:
1. Lögfræðingur, tvö stöðugildi
2. Sérfræðingur í ferlum, gæða- og áhættustýringu, eitt stöðugildi
3. Sérfræðingur í innri og ytri samskiptum, eitt stöðugildi
4. Sérfræðingur í mannauðsmálum, eitt stöðugildi
5. Sérfræðingur í fjármálum, eitt stöðugildi
6. Gagnagreinir, eitt stöðugildi
Grímur Kjartansson, 8.6.2021 kl. 10:15
Stendur eitthvað um stafræna notendaupplifun á yfirliti yfir lögmælt verkefni sveitarfélaga?
https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/L%C3%B6gm%C3%A6lt%20verkefni%20listi%20150720.pdf
Geir Ágústsson, 8.6.2021 kl. 11:17
Væri ég lögfræðingur
Þá mundi eg benda á Persónuverndarlögin og
"Í persónugreiningu ætti að felast stafræn auðkenning á skráðum einstaklingi, m.a. með hjálp sannvottunaraðferðar" og sveitarfélög einsos öðrum ber að fara eftir lögum
en fyrir okkur venjulegt fólk þá er þessi stafræna "bylting" bara ný .com bóla
Grímur Kjartansson, 8.6.2021 kl. 17:16
Inn í listann vantar upplýsingafulltrúana. Það þarf einn per stöðugildi.
Þorsteinn Siglaugsson, 8.6.2021 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.