Fimmtudagur, 27. maí 2021
Valkostir við tæknirisana
Evrópusambandið þrýstir mjög á tæknirisana, svo sem Facebook, YouTube og TikTok, að gera meira í baráttunni við upplýsingaóreiðu.
Á mannamáli heitir þetta: Evrópusambandið vill bæta í ritskoðun á samfélagsmiðlum.
Það er því gott að valkostir við tæknirisana finnist. Margir þeirra eru nefndir hér, t.d. Telegram, Signal, Vero og MeWe. Einnig má nefna Odysee sem valkostur við Youtube og Protonmail sem valkostur við Gmail.
Ég er með reikning á öllum þessum miðlum og þjónustum og þótt ókosturinn sé sá að þurfa opna mörg forrit þá er kosturinn sá að það er hægt að finna skjól fyrir ritskoðunarbylgjunni. Fleiri og fleiri eru að átta sig á þessu. Til að mynda notar Mikhaila Peterson aðallega Telegram, Tom Woods notar aðallega MeWe, á Vero er ég í hópi sem ræðir stjórnmál loftslagsvísinda og á Signal hef ég samskipti við marga sem vilja ekki deila öllu með WhatsApp/Facebook.
Eina upplýsingaóreiðan er sú óreiða sem felst í að reyna halda aftur af upplýsingum.
Vilja aukinn kraft í baráttuna við upplýsingaóreiðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta langar mig að setja á minnið,það er frelsissvifting að tjá sig þar sem orð byrja á Veira eða kína að fa þá puttan.
Helga Kristjánsdóttir, 27.5.2021 kl. 10:14
leiðrétt; No-Puttann.
Helga Kristjánsdóttir, 28.5.2021 kl. 04:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.