Miðvikudagur, 26. maí 2021
Gul stéttarfélög
Í frétt segir að mikið hafi verið fjallað um kjaramál starfsmanna Play síðustu daga. ASÍ hefur verið fyrirferðamikið í þeirri umræðu en ÍFF, Íslenska flugstéttafélagið, einnig. Stjórn ÍFF hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir samninga sína og Drífa Snædal, forseti ASÍ, sakað félagið um að vera gult stéttarfélag. Birgir og stjórn ÍFF hafa neitað því.
En hvað eru gul stéttarfélög, svokölluð?
Hérna er ein nálgun á það hugtak, frá rauðasta vinstrinu.
En auðvitað eru á þessu fleiri hliðar. Hin gulu stéttarfélög eru ekki mjög áberandi á Íslandi, en í Danmörku eru þau mjög útbreidd. Fólk velur þau umfram hin hefðbundnu rauðu stéttarfélög af mörgum ástæðum, t.d.:
- Þau fjármagna ekki kosningabaráttu stjórnmálaflokka, beint eða óbeint
- Þau halda sig við kjarnastarfsemi: Að veita ráðgjöf og lögfræðiaðstoð og rýna í ráðningarsamninga, meðal annars
- Þau kosta miklu, miklu minna en hefðbundin stéttarfélög, meðal annars með því að vasast ekki í rekstri sumarbústaða og niðurgreiða gleraugu og hvaðeina
- Þau leiðbeina í kjaramálum frekar en að ráðskast með þau
Sjálfur er ég í gulu stéttarfélagi. Ekki það að hið hefðbundna fyrir verkfræðinga í Danmörku sé sérstaklega rautt (frekar en hið íslenska), en það var orðið alltof upptekið af rándýrum áhugamálum sem höfðuðu ekkert til mín. Ég sé um mín kjaramál sjálfur og hef aðgang að lögfræðingum ef þess gerist þörf. Enda fullorðinn maður sem sé ekki fram á að þurfa ígildi Einarsstaða í Fljótshlíð eða niðurgreiddra tjaldstæða til að krafsa upp í svimandi félagsgjöldin.
En þá segir einhver, eins og einn trúnaðarmaðurinn sagði við mig á fyrri vinnustað mínum: Verkalýðsfélögin hafa náð fram öllum þessum frábæru réttindum sem fólk tekur nú sem sjálfsögðum hlut! Þú þarf að styðja við slíkt!
Rangt, af mörgum ástæðum. En efni í aðra hugleiðingu.
Um 50 manns að hefja störf hjá Play | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleðjumst með Icelandair og Play. Megi þau bæði þrífast og koma okkur ósködduðum milli staða.
Ragnhildur Kolka, 26.5.2021 kl. 19:50
Einarsstaðir eru ekki í Fljótshlíð, þeir eru á Fljótsdalshéraði.
Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 26.5.2021 kl. 20:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.