Nokkuð viss um að þetta sé ólög­legt

Vín­inn­flytj­end­ur sem Morg­un­blaðið ræddi við um sölu á víni í gegn­um netið, beint til viðskipta­vina, í gegn­um er­lenda net­versl­un, líkt og San­te.is er byrjuð að gera, segja að fram­takið sé spenn­andi og þeir fylg­ist vel með fram­vind­unni. Jón Erl­ing Ragn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri vín­inn­flytj­and­ans Mekka Wine & Spi­rits segist samt ekki hafa neinar áætlanir um að feta í sömu fótspor í bili, og bætir við: „Enda er ég nokkuð viss um að þetta sé ólög­legt.“

Gott og vel. Þetta er skiljanlegur fyrirvari. 

Arnar Sigurðsson, forsprakki Sante.is, var í viðtali hjá Dagmálum Morgunblaðsins fyrir skömmu til að ræða þetta framtak sitt. Aðspurður um lögmætið sagði Arnar að þeir hefðu látið gera nokkur lögfræðiálit til að ganga í skugga um að engin lög væru brotin.

Arnar sagði líka að hann hefði ekki fengið neinar lögregluheimsóknir eða viðbrögð frá hinu opinbera önnur en svolitla athugasemd frá einum aðila í stjórn ÁTVR sem fólu í sér það sem mætti kalla dulbúna hótun eða ákall til stjórnvalda um að grípa inn í.

Eftir stendur því:

  • Fyrirtæki hefur rekstur með lögfræðiálit í farteskinu
  • Stóri samkeppnisaðilinn sendir hvatningu á stjórnvöld um að grípa inn í
  • Aðrir samkeppnisaðilar telja fullvíst að reksturinn brjóti í bága við lög

Framhaldið verður spennandi. Sjáum hvað setur.


mbl.is Víninnflytjendur fylgjast með Sante
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frá mínum bæjardyrum séð er þetta ekkert flókið eða óljóst. Ef Sante er sannarlega erlent fyrirtæki með sinn rekstur, skatta og skyldur erlendis þá er þetta löglegt. Sé Sante fyrirtæki á Íslandi þá er þeim ekki heimilt að selja Íslendingum áfengi með þessum hætti. Og dómstólar hafa ekki gefið gerviviðskiptum og skráningum sem gerðar eru til að sniðganga lög mikið vægi. Gildir þá sennilega einu hvort það er "frönsk vefverslun" eða "fjárfestingafélag á Tortola".

https://leit.keldan.is/Company/Profile/6411141030   Og þá vakna spurningar um hvort verið sé að brjóta skattalög auk áfengislaga.

Lögfræðiálit eru fræg fyrir að fyrst er niðurstaðan ákveðin og síðan álitið unnið.

Vagn (IP-tala skráð) 13.5.2021 kl. 18:49

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það þarf að leita sjá lengra en hið "Íslenska nef nær".

Auðvitað er Íslenskum einstaklingum frjálst að stofna fyrirtæki í Frakklandi, rétt eins og Frönskum einstaklingum er frjálst að stofna fyrirtæki á Íslandi.

Þannig gildir þetta um allt EEA/EES svæðið.

Sante er ekki að selja Íslendingum vín, Santewines SAS gerir það.

https://www.manageo.fr/entreprises/897696555.html

Þetta fannst með einföldustu hjálp Hr. Google.  Vonandi eru Íslenskir dómstólar færir um slíkt.

Hitt kæmi mér ekkert á óvart að Íslenskir dómarar styddu hið opinbera.  Þetta gæti þá hugsanlega orðið enn eitt málið sem erlendir dómstólar kæmust að annari niðurstöðu en þeir Íslensku.

Hugsanlega gætu Frönsk yfirvöld kært Íslensk yfirvöld fyrir að mismuna Frönsku fyrirtæki.

Væri það ekki skemmtilegt?

G. Tómas Gunnarsson, 13.5.2021 kl. 22:32

3 identicon

Komi Íslenska fyrirtækið Sante ehf, sem er með innflutnings- og heildsöluleyfi á áfengi, eitthvað að þessum viðskiptum þá er í reglugerðinni talið hverjum handhafar innflutnings- og heildsöluleyfa á áfengi er heimilt að selja eða afhenda áfengi.

Það sem verður meðal annars skoðað er hvort Santewines hafi keypt vín af framleiðendum, hvort kaupendur borgi beint til Santewines, hvort Santewines sé skráð fyrir lagerhúsnæðinu og hvort Santewines standi straum af greiðslum áfengisgjalds og annarra gjalda. Að vera með sýndarviðskipti, vefsíðu og fyrirtæki á skrá nægir ekki.

Að blanda EES í málið er langsótt. Áfengi er eitt af því sem var undanþegið flestum sameiginlegum reglum um viðskipti. Þess vegna er hvert ríki með sinn háttinn á og sín lög og reglur. En aftur á móti gætu nýjar sameiginlegar reglur til varnar peningaþvætti og skattaundanskotum átt við. Franski skatturinn og lögreglan gætu því haft áhuga á að skoða viðskipti og skattaskil fyrirtækisins. Bæði með tilliti til skattsvika og peningaþvættis.

Eigandi fyrirtækjanna sem ætlaði að vera sniðugur með útúrsnúningum og krókaleiðum framhjá lögunum og fá umtal og umfjöllun, og í versta falli smá sekt og skammir, gæti fengið fangelsisdóm auk sektar í báðum ríkjunum og misst innflutnings- og heildsöluleyfi sitt á áfengi. Ætli lögfræðingarnir hafi sagt honum það?

Vagn (IP-tala skráð) 14.5.2021 kl. 00:06

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er alls ekki langsótt að blanda EEA/EES samningnum inn í málið.  Hvers vegna er erlendum vefverslunum heimilt að selja áfengi til Íslands? 

Vegna Íslenskrar laga, eða vegna þess að Ísland hefur undirgengist að mismuna ekki vefverslunum eftir staðsetningu þeirra á EEA/EES svæðinu?

Vefverslanir eiga hins vegar að leggja á skatt og standa skil á honum í afhendingarlandinu.  Það er nákvæmlega það sem svo mörg ríki innan EEA/EES svæðisins eru með á hreinu hvað varðar fyrirtæki s.s. Amazon, Apple, Google o.s.frv.

Hvar þau eiga að borga tekjustkatt er svo atriði sem er meira deilt um.

Er einhvers staðar tekið á því í EEA/EES samningnum að lagerhald þurfi að vera í sama landi og pöntun er móttekin?  Ég held ekki.

Það er einmitt eitt af því sem mörg stórfyrirtæki, s.s. fyrrnefnd, og t.d. Microsoft hafa notfært sér.

Miðlægir lagerar í Evrópu afgreiða vöru (eftir nánari lögum hvers og eins ríkis) og senda um alla Evrópu.

Velkomin á Evrópska Efnahagssvæðið.

Hins vegar þarf hann auðvitað að staand skil t.d. sköttum af hagnaði o.s.frv., ef það á við í Frakklandi.

Santewines í Frakklandi, getur hæglega keypt vín af Sante á Íslandi eða öfugt.

Eitt að því sem EEA/EES samningurinn "hreykir" sér af er að afnema einkasölu framleiðenda eða heildsala.

G. Tómas Gunnarsson, 14.5.2021 kl. 00:43

5 identicon

Erlendar vefverslanir geta selt áfengi til Íslands vegna þess að Íslensk lög ná ekki yfir erlend fyrirtæki sem starfa erlendis og kaupandinn telst innflytjandi og greiðandi allra gjalda. En það hefur ekkert með EES eða einkasölu að gera. Öll ábyrgð og allar lagaskyldur eru á innflytjandanum. Þú mátt flytja inn vín til eigin nota og borga af þeim öll gjöld án aðkomu átvr, ees eða nato. Allt löglegt meðan þú telst vera innflytjandinn.

Engar vefverslanir eiga að leggja á skatt og standa skil á honum í afhendingarlandinu og engin þeirra gerir það. Kaupandinn telst ætíð innflytjandinn og greiðir gjöldin. Sumar vefverslanir hafa samið við flutningsaðila og geta því boðið þá þjónustu að þú greiðir alla upphæðina í einu og fáir vöruna afhenta án tollskýrslugerðar og frekari gjaldtöku, flutningsaðilinn sér þá um að gera tollskýrslu og greiða gjöldin í þínu nafni en ekki vefverslunin.

Santewines í Frakklandi, getur hæglega keypt vín af Sante á Íslandi eða öfugt. Enda Sante ehf með innflutnings- og heildsöluleyfi á áfengi. Og viljir þú kaupa það áfengi án aðkomu átvr þá verður þú að teljast flytja það inn til Íslands. Vín sem búið er að tollafgreiða má Santewines í Frakklandi eða Sante ehf ekki selja þér. Þú verður að kaupa vínið áður en það er tollafgreitt og fá síðan afhent eftir tollafgreiðslu. Þú verður að vera skráður sem innflytjandi vínsins. Hver flaska verður að vera á þínu nafni við tollafgreiðslu.

Það blekkir marga og ruglar hversu mikil áhersla er lögð á seljandann þegar innflytjandinn, kaupandinn, er aðalatriðið og sá sem reglurnar gilda um. Við fáum vín með pósti erlendis frá vegna þess að við höfum rétt á innflutningi til eigin nota. Ekki vegna þess að erlendar vefverslanir hafi eitthvað sérstakt leyfi umfram aðra til að selja okkur vín.

Vagn (IP-tala skráð) 14.5.2021 kl. 04:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband