Friðþægingin étur börnin sín

Nú gengur yfir mikil friðþæging við örlítinn háværan minnihluta með mikil áhrif og aðgang að öllum fjölmiðlum. 

Þessi friðþæging hefur komið fram með ýmsum hætti en algengast er að einhverjar ásakanir séu bornar á borð fjölmiðla og samfélagsmiðla sem miða að því að flæma einhvern einstakling, yfirleitt karlmann, úr starfi sínu. Stundum en yfirleitt aldrei eru slíkar ásakanir í farvegi hjá lögreglu. 

Um daginn lýsti Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, því yfir að hann muni ekki sækjast eftir sæti á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Í kjölfarið hafa misvísandi fréttir og frásagnir streymt úr fjölmiðlum.

Til dæmis er stundum talað um að fjöldi kvartana hafi borist vegna Kolbeins en stundum að bara sé um að ræða eina kvörtun sem hafi ekki verið talin tilefni til frekari aðgerða, hvað þá kæru til lögreglu. Einn blaðamaður kallar þetta mál dularfullt

Þegar þingmaðurinn gaf út sína tilkynningu var hann fullur iðrunar yfir því hvað hann hafi verið kaldur og fjarlægur. Þetta setti andlit hans á skotskífu femínistanna sem tala nú um hann eins og ofbeldismann. Af hverju ætti hann annars að biðjast afsökunar? Varla er meintur glæpur hans eingöngu sá að hafa hafnað konu um ástarsamband. Hann hlýtur að hafa framið ofbeldisverk, ekki satt? Með því að leita í friðþæginguna má segja að maðurinn hafi málað af sér mun verri mynd en ástæða er til. Hann gaf sig fram fyrir glæp sem hann framdi ekki en verður nú dæmdur á slíkum forsendum.

Þeir sem höfðu séð í Kolbeini pólitíska samkeppni um sæti á framboðslistum fagna auðvitað ákvörðun hans. Samkeppnisaðilinn ákvað jú sjálfur að loka sjoppunni og yfirgefa plássið. Um leið hnýta samkeppnisaðilar í hann og tala um allan þennan fjölda mála sem þurfti auðvitað að bregðast við, en ekki bara eina kvörtun sem enginn sá ástæðu til að fylgja eftir.

Kolbeinn henti sjálfum sér flötum á magann fyrir framan úlfana sem ætla sér svo sannarlega að japla á honum eins lengi og þeir geta. Hann féll fyrir friðþægingunni. Þegar úlfarnir hafa borðað sig sadda fara þeir aftur á veiðar. Hver ætlar að bjóða sig fram næst?


mbl.is Segir ákvörðun Kolbeins skynsamlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Orrustan töpuð áður en til bardaga kemur. 

Ragnhildur Kolka, 13.5.2021 kl. 13:55

2 identicon

Hildur lilliendhal er ógeð.  Að þetta ógeð haldi starfi sínu hjá borginni er óverjandi.

Bjarni (IP-tala skráð) 13.5.2021 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband