Menn sem berja konur

Er einhver þátttakandi í opinberri umræðu að halda því fram að karlmenn megi berja konur eða að konur megi beita karlmenn ofbeldi? 

Nei, auðvitað ekki. Um það er engin umræða. Nákvæmlega engin, enda óþarfi því allir eru sammála. Enginn að boða ofbeldi og aðrir að andmæla því. Enginn að reyna réttlæta ofbeldi. Enginn að styðja við ofbeldismenn á neinn hátt.

Í nýlegu myndbandi segir ungur maður, íbygginn á svip, að við feður, bræður og synir þurfum að tala saman. Annar ungur maður hvetur okkur strákana til að taka þátt í umræðunni.

Já, gott og vel, en hvaða umræðu?

Þeirri að þolendur ofbeldis eigi að stíga fram? Ég held að allir styðji það.

Þeirri að þolendur ofbeldis leiti réttar síns? Ég er nokkuð viss um að um það ríki almenn sátt.

Þeirri að ofbeldi eigi að vera refsivert þegar slíkt hefur sannarlega verið framið? Það er nú hreinlega grunnstoð réttarríkisins og ég hef ekki séð neinn reyna að vefengja hana.

Nei, sennilega er ekki átt við neitt af þessu.

Hvað eigum við strákar, feður, synir og bræður að vera ræða sem stelpur, mæður, dætur og systur eru ekki hvattar til að ræða?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað kallar þú sönnun? Eru þínar hugmyndir um sönnun til þess fallnar, og gerðar, að verja gerendur?

Vagn (IP-tala skráð) 12.5.2021 kl. 22:42

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Nei, verja þá saklausu. Réttarríkið vs. nornabrennurnar. Réttarríkið vs. gapastokkurinn. Réttarríkið vs. "dómstóll götunnar".

Geir Ágústsson, 13.5.2021 kl. 09:32

3 identicon

Það er auðvelt að grípa til slagorðanna. Það þarf ekkert að hugsa ef maður lærir nokkra frasa. En hefur þú raunverulega spurt sjálfan þig? Skrif þín benda ekki til þess að þú hafir farið dýpra en að rifja upp nokkrar klisjur.

Vagn (IP-tala skráð) 13.5.2021 kl. 19:05

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég þekki mjög náið dæmi um mann sem kyssti stelpu bless einn morguninn en fékk svo að vita stuttu seinna að hann væri ákærður fyrir nauðgun en það síðan dregið til baka. Sem betur fer fyrir tíma Facebook, því annars hefðu Vagnar þessa heims eyðilagt mannorð hans, því það væri jú nornabrennu-tíska dagsins og þar ertu alltaf til í tuskið, ekki satt?

Hvað hefur þú annars á móti réttarríkinu?

Geir Ágústsson, 13.5.2021 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband