Hvað varð um réttarríkið?

Stanslausar fréttir af ásökunum vella nú út úr fjölmiðlunum. Þessi og hinn, eða hin, á að hafa gert þetta og hitt og þetta borið á borð almennings. Hneykslun fylgir í kjölfarið og fólk gert atvinnulaust eða rekið frá verkefnum.

Einu sinni var mér kennt að manneskja sé saklaus uns sekt sé sönnuð. Sönnuð! Sönnuð í dómssal með notkun vitnisburða og sönnunargagna.

Þetta virðist vera liðin tíð. Í staðinn er búið að endurreisa gapastokkinn og fólki fleygt í hann við fyrstu ásökun. Dómsmál verður nánast óþarfi því skaðinn er skeður og ekkert þarf að sanna. Manneskjan í gapastokknum er búin að missa lifibrauðið.

Maður hefði haldið að allir þessir áreitarar og þuklarar hefðu sig hæga í svona andrúmslofti og pössuðu sig á því hvað þeir segja og hvar þeir káfa. En nei, það mætti ætla að ásakanamenningin hafi aukið tíðni áreitis og ofbeldis. Furðulegt, ekki satt?

Síðan er það auðvitað athyglin sem þeir fá sem ásaka aðra. Hún er mjög mikil. Þjáist einhver manneskja af athyglissýki þá er sennilega mjög heppilegt að henda í eina ásökun.

Auðvitað er gott að fórnarlömb ofbeldis og áreitis af hverju tagi tjái sig og reyni að ná fram réttlæti. En hvað með að byrja á því að leggja fram ákæru og sjá hvort hægt sé að sanna mál sitt og fara svo í fjölmiðla og viðtalsþætti?


mbl.is Ætlar ekki að vinna með Franco vegna ásakana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

 Nákvæmlega.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.5.2021 kl. 10:09

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV hefur líka farið hamförum í að fjalla um þessi mál frá öllum hugsanlegum vinklum með viðtölum við endalusan fjölda fólks sem hefur ekkert að segja.

Grímur Kjartansson, 11.5.2021 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband