Föstudagur, 7. maí 2021
Hvað með sóttvarnir!
Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, svo sem veitingahús, kaffihús, krár og skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar skulu ekki hafa opið lengur en til kl. 21.00 alla daga vikunnar segir í gildandi reglugerð sem hefur það markmið að hægja eins og unnt er á útbreiðslu COVID-19 sjúkdómsins.
Og af hverju segir reglugerð að einhver þurfi að loka á bjórkranann kl. 21? Jú, því í venjulegu árferði er fólk komið aðeins í glas á þessum tíma og byrjað að faðmast og knúsast og annað mannlegt og ægilega smitandi.
En reglugerðasmiðir gleymdu kannski að gera ráð fyrir svolitlu fyrirbæri: Dagdrykkju!
Með því að byrja að drekka fyrr er hægt að verða ölvaður fyrr.
Er von á uppfærðri reglugerð?
Hugmynd að nýju ákvæði: Veitingastaðir þar sem heimilaðar eru áfengisveitingar, svo sem veitingahús, kaffihús, krár og skemmtistaðir, spilasalir og spilakassar skulu ekki afgreiða áfengi til sama einstaklings í meira en 4 klst á sama sólarhring og yfirgefi viðkomandi einstaklingur staðinn skuli hann skráður í þar til gerðan gagnagrunn sem aðrir staðir hafa aðgang að og geta neitað viðkomandi um afgreiðslu hafi hann klárað 4 klst útivistartíma sinn. Lögregla færi viðkomandi heim í rúmið ef hann neitar að hætta að faðma vini sína.
Ég bíð spenntur.
Þessir héldu uppi stuðinu á Miami | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:54 | Facebook
Athugasemdir
Happy hour byrjar kl. 16:00, jafnvel fyrr á sumum stöðum.
Guðmundur Ásgeirsson, 7.5.2021 kl. 22:28
Einföld lausn hefði bara verið að banna veirum að vera smitandi, svona almennt.
Einföld og elegant lausn.
Ásgrímur Hartmannsson, 8.5.2021 kl. 00:08
Það er svo margt sem er vert að velta fyrir sér. Væri t.d. ekki best að banna sölu og dreifingu áfengis heilt yfir?
Myndi það ekki "ganga af veirunni dauðri"?
Hvers vegna skyldi það vera jafnvel í þeim löndum sem ekki er hægt að kaupa áfengi nema í sérverslunum eru þær verslanir alla jafna hafðar opnar?
Býður það ekki hættunni heim?
Er ekki tilvalið að kenna Íslendingum að hætta að drekka um leið og "veiran er drepin"?
Eru þau mannslíf sem fara í súginn á ári hverju vegna áfengisdrykkju einskis virði í hugum Landlæknis og yfirvalda?
G. Tómas Gunnarsson, 8.5.2021 kl. 01:01
Guðmundur,
Sá auglýsingu frá Sæta svíninu í dag. Þar byrjar happyhour kl. 15. Nægur tími til að keyra sig í gang fyrir kl. 21!
Geir Ágústsson, 8.5.2021 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.