Þjóðverjar leita til fyrri reynslu

Lagafrumvarp sem heimilar fólki í Þýskalandi sem hefur verið bólusett gegn Covid-19 ýmislegt sem óbólusettum er óheimilt hefur hlotið mikla gagnrýni. Með nýju lögunum myndu bólusettir ekki þurfa að virða nándarmörk, útgöngubann eða reglur um sýnatöku.

Þjóðverjar og aðrir eru hér ekki að finna upp hjólið heldur einfaldlega framkvæma það sem á nútímamáli heitir endurvinnsla. Saga Evrópu allrar er raunar full af dæmum um hópaskiptingar á samfélaginu þar sem sumir máttu sumt og aðrir ekki.

Að vísu héldu margir að við værum laus við svona lagað en sjaldan er slæm reynsla of oft endurtekin.


mbl.is Rýmri heimildir fyrir bólusetta gagnrýndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Ragnar Björnsson

Þetta er ómaklegt. Ég held að það sé komið langleiðina í ár frá því ljóst var að þeir sem höfðu fengið Covid-19 væru einstaklega ólíklegir til að smitast aftur eða bera smit í aðra. Þá þegar birtust allskyns mótbárur við að þeir sem höfðu náð sér af smiti sættu minni frelsistakmörkunum en aðrir. Þar gleymist þó að fyrrum smitaðir hafa sætt því að þjást gegnum sjúkdóminn sem og verið 2 til 4 vikur í einangrun.

Þessar áhyggjur af einhverri meintri mismunun haf leitt til þess að lítið sem ekkert hefur létt á takmörkunum sem áður smitaðir hafa mátt sætta sig við að ástæðulausu. Maður sá því slegið fram að ef frelsi þeirra væri meira en en hinna sem ekki hafa smitast væri komin fram "Cóvid elíta".

Algjört rugl. Það er beinlínis rangt að hefta frelsi fólks sem lítil eða engin hætta stafar af. Það er mælistikan sem stenst skoðun. Ef þeir sem hafa áður smitast og/eða eru bólusettir falla í þann flokk þá er nkl ekkert eðlilegra en að þeirra ferða og samskiptafrelsi sé meira en hinna sem eru eins og nýplægður akur fyrir vöxt sýkinga.

Það er okkur öllum í hag að eftir því sem fleiri eru ónæmir fyrir sjúkdómnum því fleiri geti snúið þá þegar til eðlilegra ástands og athafna.

Ég tala af reynslu eftir að hafa verið langleiðina í 4 vikur í einangrun síðasta haust.

Björn Ragnar Björnsson, 6.5.2021 kl. 06:28

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mismununin er leið til að þrýsta fólki í bólusetningumgegn geði og snnafærinu. Þú verður annars flokks og heftur ef þú fylgir ekki skipunum. Þer mun líka banna að viðra skoðanir þína opinbrinberleg ef þu þrammar gædðsaganginn útðr takt við rest. Það er ekki hægt að skipa fólki til að taka þetta en þú færð að vita svo ekki er um vildst að það mun kosta þig frelsi. Kúgun?

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2021 kl. 16:45

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Við bjóðum þér að mæta í bólustningu (sem er raun ekki bólusetning í hefpbundnum skilningi) annars hefur þú verra af." Var nokkurnvegin það sem ég fékk að heyra."

þetta er allt á tilraunastigi og ákveðið að taka prófanir á pöpulnum til að sleppa þeim langa og leiðinlega fasa. Framleiðendurnir erunfríaðir frá abyrgð, svo þu þart ekki að hafa áhyggjur af þeim.

þeir settu einhverntíman lög gegn þessu í Nuremberg en það er svo langt síðan og löngu komið úr tísku.

þetta er jú bara kurteislegt boð, þótt það sé með draconian afarkostum.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2021 kl. 16:56

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bólusettir þurfa eftir sem áður að haf tusku framan í sér og virða nándarmörk. Gefa upp nafn, kennitölu og síma ef þeir ætla að fá sér börger, jafnvel á stað eins og hér, þar sem ekkert einasta eitt tilfelli hefur komið upp og enn er bætt í. Leikskólabörnin eru grímuklædd í sandkassanum og sérstakur grímulæddur vörður á vakt il að,sjá til þess að ormarnir gegni.

Ungir sem aldnir valsa utandyra með grímur og eitt í bílum sínum, þótt ótal rannsóknir sýni að þær virki ekki. Alls ekki.

Hvenær fær fólk nóg af vitleysunni? Aldrei. Því íslendingr almennt eru rollur.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.5.2021 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband