Tvær rosalega góðar bækur um stríðið gegn hryðjuverkum

Ég ætla að mæla alveg rosalega mikið með tveimur bókum eftir mann að nafni Scott Horton og fjalla báðar á hvorn sinn hátt um stríðið gegn hryðjuverkum. 

Sú fyrri heitir Fools Errand: Time to End the War in Afghanistan. Þar er meðal annars fjallað um það hvernig Osama bin Laden hafði áttað sig á því að svolitlar hryðjuverkaárásir hér og þar væru ekki að fara hrekja Bandaríkin frá heilögum svæðum múslíma í Miðausturlöndum. Eitthvað meira þyrfti til. Það þyrfti að lokka Bandaríkin inn í endalaust stríð og blæða þeim út á mönnum og peningum eins og gert var við Sovétríkin á sínum tíma. Annað Víetnam. Og það hefur kannski tekist ágætlega.

Bandaríkin hafa skipt um bandamenn í Afganistan oft og títt og jafnvel gert blóðuga morðingja að valdamiklum ráðamönnum. Stríðandi fylkingar skiptast á því að ásaka hverjar aðrar um að hýsa hryðjuverkamenn og notið þess að sjá Bandaríkjamenn sprengja óvini sína í loft upp, þar á meðal konur og börn. Þetta hefur um leið laðað fleiri menn í raðir hryðjuverkamanna, og svona koll af kolli. Í hvert skipti sem Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra sprengja í tætlur konur og börn þá styrkjast raðir hryðjuverkamanna.

Þegar Bandaríkjamenn yfirgefa landið er óumflýjanlegt að það muni taka innfædda nokkur átök í nokkurn tíma áður en einhvers konar jafnvægi kemst á, a.m.k. jafnvægi í skilningi Afganistan. En að Bandaríkjamenn hunskist út er nauðsynlegt.

Eftir stendur svo að allt þetta stríð var sóun á auðlindum og mannslífum. Osama bin Laden var ekki með einhverjar alþjóðlegar höfuðstöðvar þaðan sem hann dældi út hryðjaverkamönnum. Hann var frá degi eitt flóttamaður í eigin landi og faldi sig þar í óþökk yfirvalda, sem á sínum tíma voru Talíbanar sem vildu alls ekki einhverja útlenda hermenn á umráðasvæði sitt.

Síðari bók Scott Horton um stríðið gegn hryðjuverkum heitir Enough Already: Time to End the War on Terrorism. Hún fjallar um allt frá Sýrlandi til Líbýu og hvernig afskipti Vesturlanda af ríkjum Miðausturlanda, Afríku og víðar hefur ekki gert neitt nema styrkja raðir hryðjuverkamanna. Vopn Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra eru sífellt að skipta um hendur, frá því að hafa verið hjá Gaddafi til að enda í höndum yfirlýstra hryðjuverkamanna í Sýrlandi sem vildi svo til að deildu óvini með Bandaríkjunum. Sömu hryðjuverkamenn snúa sér svo við einn daginn og verða að óvinum Bandaríkjamanna og keyra um á bandarískum bílum, vopnaðir bandarískum vopnum, og brytja niður óbreytta borgara annarra Miðausturlandabúa.

Þetta stríð þarf auðvitað að taka enda sem fyrst. Þegar bandarísk vopn eru hætt að sprengja í sundum skóla og spítala og limlesta konur og börn munu færri ungir menn laðast að hryðjuverkasamtökum til að ýta útlendu innrásarliði af móðurjörð sinni. Vandamál eins og Boko Haram þarf auðvitað að leysa en þau samtök eru miklu frekar afurð stríðsins gegn hryðjuverkum frekar en ástæða þess. Og hið sama má segja um fjölmörg önnur hryðjuverkasamtök: Stríðið gegn þeim bjó þau til.

Það þarf nú að vona að Biden guggni ekki í þessu og verði enn einn stríðsforsetinn (Trump hóf ekki eitt einasta stríð sem fyrsti Bandaríkjaforsetinn í þó nokkurn tíma). Byrjunin á kjörtímabili hans lofar ekki góðu en það má alltaf vona.

Báðar bækurnar að ofan lesa sig sjálfar. Ég gat ekki sleppt þeim fyrr en ég var búinn með þær. Takið því frá tíma áður en lesturinn hefst!


mbl.is Markar upphaf endalokanna í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Reyni maður að panta bækur frá t.d. Svíþjóð þá kemur upp

"At the moment we can not deliver to countries outside the EU." 

Þetta er vegna reglugerðar sem ESB setti um að sömu verð eigi að gilda fyrir alla en það eru mismunandi söluskattur á bókum jafnvel innan EU t.d. 6% í Svíþjóð og 25% í Danmörku

Grímur Kjartansson, 2.5.2021 kl. 09:38

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Blessaður,

Á heimasíðum bókanna er boðið upp á margar leiðir til að verða sér úti um eintak, rafrænt eða á pappír. Svo gætir þú alveg fengið að panta heim til mín hérna í DK og ég sendi til Íslands sem "notað drasl sem þarf ekki frekari skattheimtu við".

Geir Ágústsson, 2.5.2021 kl. 10:31

3 identicon

Sæll Geir, 

Ég hef aldrei keypt þessa opinberu samsæriskenningu, með að hann Osama bin Laden og þessir 19 ákærðu hryðjuverkamenn áttu að hafa staðið fyrir þessum hryðjuverkum þann 11. september 2001, en þessi lyga átylla (e. pretext) hefur virkað mjög vel til hefja stríð gegn Afganistan, Írak og til halda uppi þessu svokallaða stríði gegn hryðjuverkum áfram og áfram, ekki satt?  

Í gegnum öll þessi FALSE FLAG hryðjuverk, svo og með FAKE ID í gegnum árin (53 ADMITTED False Flag Attacks), svo og þar sem breskur dómstól hefur dæmt að hryðjuverkin í London 2005 voru FALSE FLAG (UK Court finds 7/7 was false flag secret service Op), hvar er hérna einhver sönnunin fyrir því að þetta voru múslímar sem að framkvæmdu hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 ??? 

Many Of The Supposed 9-11 Hijackers Are Still Alive - dBpoweramp Forum

9/11 - Alleged Hijackers Found ALIVE | The Research Rabbit Whole

CNN reports false 9/11 hijackers Adnan Bukhari alive & Ameer Bukhari already dead a year prior

The 9/11 hijackers are alive


BBC Reports Some 9/11 Hijackers Alive


[9/11] Alleged Hijackers Alive and Well

Revealed: the men with stolen identities - Telegraph

Tracking the 19 Hijackers - web of lies - Welfare State for the Rich

9/11: Hijackers still alive?

Not a shred of evidence that any 9/11 hijackers; boarded any planes

7 Of 19 FBI Identified Hijackers Located Alive After WTC Attacks

Many of those named as hijackers are still alive 

Many 9-11 "Hijackers" are Still Alive. - 9-11 Research

9-11 Research: Resurrected Hijackers

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2021 kl. 15:41

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Ég læt það alveg liggja hvort bin Laden hafi með eða án aðstoðar bandarískra yfirvalda fellt turna og hvaðeina. Kannski vantaði bandarískum yfirvöldum átyllu og aðstoðuðu, kannski ekki (rétt eins og bandarísk yfirvöld létu ekki Pearl Harbour vita að skeytasendingar væru að benda til árásar á eyjurnar).

Turnarnir féllu, sama hvað, og bandarískur almenningur læknaðist af "the Vietnam syndrome", og það hentaði heppilega mörgum aðilum beggja megin borðsins, eins og Scott Horton rekur vel.

Svo þessi vinkill er einfaldlega ekki mikilvægur að mér finnst. 

Geir Ágústsson, 2.5.2021 kl. 18:41

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bandaríkjamenn eiga náttúrlega um stjornarsrárbundin heit sín um trúfrelsi og leyfa þessum þjóðum að blómstra í trú og trúarsiðum sínum.

Það eru hinsvegar aðrir hagsmunir sem hanga á spýtunni og stórir hagsmunahópar hafa alltaf verið þeir sem hafa ýtt bandamönnum út í stríð í óþökk alþýðunnar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.5.2021 kl. 20:00

6 identicon

Sæll aftur Geir,

Eins og áður segir þá kaupi ég ekki þessa opinberu samsæriskenningu með honum Osama bin Laden, en hvar er sönnunin fyrir því að hann Osama bil Laden karlinn hafi staðið fyrir þessum hryðjuverkum þann 11. september 2001, þar sem að hann gaf út þá yfirlýsingu og neitaði allri aðild?

Í ríkisstjórn hans George W. Bush, yngri þá voru m.a. þeir hérna Richard Perle, David Wurmser og Douglas J. Feith er allir þrír höfðu áður verið í  ríkisstjórn hans Benjamin Netanyahu í Ísrael. Nú og þessir sömu menn komu svo inn þessu plani "A Clean Break: A New Strategy for Securing the Realm" er gekk út á það m.a. að koma á óstöðuleika og/eða hefja stríð gegn Írak, svo og með koma Saddam Hussein frá völdum, nú og einnig eins og er í Yinon Plan  planinu, með að skipta Írak upp í þrennt. 
Þeim tókst að búa til góða lyga átyllu til hefja stríð gegn Írak 2003, nú og eyðileggja og rústa Írak algjörlega, síðan hafa þeir verið að tala að skipt Írak upp í þrennt algjörlega samkvæmt bæði "Clean Break.." og Yinon Planinu.
Þannig að þetta Yinon Plan stendur fyrir sínum með að koma á óstöðuleika í Miðausturlöndum fyrir þeirra "Stærra Ísrael", og ekki bara í Írak, Líbýu, Sýrlandi, heldur einnig núna Yemen.

Afganistan og Írak var eins og segir alls ekki nóg fyrir þetta lið. Nú og því voru notaðar lyga átyllur um að "borgarastríð" væri í Líbýu 2011 (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported). Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að borgarstríð væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að fjármagna og styðja. Nú og við áttu bara að styðja allt þetta stríð gegn hryðjuverkum. Þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að borgarastríð sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I). Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt  vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram og áfram þessum lygaáróðri.
 
General Wesley Clark opinberaði okkur þann 2. mars 2007, að planið væri að hefja stríð og eyðileggja Írak, Líbýu, Líbanon, Sýrland, Súdan, Sómalíu og síðan Íran, en nú er búið að stúta og eyðileggja  öll þessi lönd samkvæmt planinu, nema það á eftir að hefja stríð gegn Íran fyrir þeirra "Stærra Ísrael". Það er ekki hægt að segja annað en að Wesley Clark karlinn hafi sagt satt með þetta allt saman. en verður ekki næsta stríð bandaríkjamanna gegn Íran eða vantar kannski núna nýja lygaátyllur til hefja stríð gegn Íran?
Stop Iran War.com
KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.5.2021 kl. 23:57

7 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 3.5.2021 kl. 02:29

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Þorsteinn,

Þetta er áhugavert. En miðað við hvað hefur gengið illa í Miðausturlöndum fer þá bandarískur almenningur ekki að fá nóg af þessu? Mér hefur a.m.k. fundist margir forsetaframbjóðendur og forsetar tala um að draga úr umsvifum hersins víða um heim (þótt þeir láti svo hershöfðingjana og málpípur þeirra í fjölmiðlum fá sínu fram að lokum).

Geir Ágústsson, 3.5.2021 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband