Nokkrir vel þekktir fyrirvarar (við alla löggjöf)

Einstaka þingmenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins settu fyrirvara við afgreiðslu frumvarps Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, um breytingar á sóttvarnalögum.

Ekki þarf að vera mjög frumlegur til þess. Það er nóg að lesa stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Þar eru margir fyrirvarar sem gilda um alla löggjöf.

Úr 66. grein:

Íslenskum ríkisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum vísað úr landi.

Allir, sem dveljast löglega í landinu, skulu ráða búsetu sinni og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem eru settar með lögum.

Úr 67. grein:

Hver sá sem er af öðrum ástæðum sviptur frelsi á rétt á að dómstóll kveði á um lögmæti þess svo fljótt sem verða má. Reynist frelsissvipting ólögmæt skal hann þegar látinn laus.

Úr 71. grein:

Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.


mbl.is Fyrirvarar við sóttvarnalög hjá Sjálfstæðisflokki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Hvernig vogaraðu þér að vitna í grunnlöngin drengur á tímum fljúgandi lögtúlkana!

Guðjón E. Hreinberg, 21.4.2021 kl. 14:34

2 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

vogarðu, grunnlögin, lagatúlkana og lagaviðsnúnings - afsakið -- ég er fljótfær

Guðjón E. Hreinberg, 21.4.2021 kl. 14:34

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stjòrnarskràin virpist ekki flækjast fyrir mönnum og hún er sett ofan í skúffu þegar hentar. Þarf nýja stjórnarskrá þegar hún skiptir ekki máli og duttlungum háð.

Ef ég fer á veitingastað í dag, jafnvel bara börger á bensínstöð, er heimtað að ég gefi bláókunnugu fólki nafn kennitölu og símanúmer, sem þau skrá hjá sér, annars má ég éta það sem úti frýs. Þetta er eins kolólöglegt og hugsast getur, en fólk veit ekki rétt sinn og lætur sig hafa það. Heldur svelt ég. Mér finnst grundvallarprinsippin vega þyngra.

Ég er úti á landi í meðalstórum bæ, þar sem ekki eitt einasta smit hefur komið upp frá upphafi, en samt er Þórólfur sólkonungur hér og stýrir með járnhnefa. Lögreglan sveimar um og minnir á pápískar tilskipanir annars... Allt skal yfir alla ganga án tillits til raunveruleikans.

Smitist barn á bangsaborg í Reykjavík, liggur beinast við að loka sundlauginni á Kópaskeri og heimta "papers pleace" með þýskum hreim á bensínstöðinni ef þú vilt börger og franskar.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.4.2021 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband