Niðurgreiðir ríkið áfengi?

Rökin fyrir áframhaldandi einokun ríkisins á smásöluverslun á áfengi eru mörg og oft frumleg og gjarnan mótsagnakennd. 

Því er til dæmis haldið fram að úrval ríkisins sé meira og betra en ef einkaaðilar stæðu að smásölunni. Um leið er hilluplássið af svo skornum skammtir að margir smærri framleiðendur og heildsalar komast ekki að með vörur sínar, og hlýtur það að draga úr úrvali.

Því er haldið fram að aðgengi megi ekki verða of gott, a.m.k. ekki jafngott og að mjólk og skyri, en um leið er því haldið fram að aðgengið sé svo gott að engin ástæða sé fyrir einkaaðila að taka að sér sölu á áfengi.

Og svo er það þetta, sem ég hef raunar ekki séð áður sem rök fyrir starfsemi ÁTVR:

atvr

Hérna er því óbeint haldið fram, sem röksemd fyrir rekstri ÁTVR, að ríkisvaldið sé að niðurgreiða áfengi úti á landsbyggðinni þar sem flutningskostnaður væri að öllu jöfnu hærri og þar með verðlag. 

Álagning ÁTVR ofan á heildsöluverð er auðvitað þekkt (að mig minnir) en hvað með flutningskostnaðinn sem hluti af lokaverðinu? Eru Reykvíkingar að niðurgreiða áfengisneyslu á landsbyggðinni? Góð búbót það, landsbyggð!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er borðliggjandi að ef matvöruverslanir færu að selja bjór og léttvína þá mundi ÁTVR loka sínum búðum
Smásöluálagning ÁTVR er um 15% en um 45% í matvörubúðum. Hugsanleg gætu stóru keðjurnar haldið sama verði fyrir þær tegundir sem þeir eru með umboð fyrir en ekki hinar.

Það verður til ein sérverslun með áfengi og hún verður í 101 Reykjavík en mun senda hvert á land sem er í samkeppni við aðrar netverslanir.

Betra fyrir neytendur - varla
en sumir aðilar eygja hagnaðrvon og um það snýst afnám einaksölunnar

PS - ef til vill verður þetta STÓRA kosningarmálið í haust, allavega bólar ekki á neinu öðru

Grímur Kjartansson, 16.4.2021 kl. 14:05

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Grímur,

Þú ert hér að færa rök fyrir því að ríkiseinokun á smásölu áfengis stuðli að lægra verði fyrir neytendur sem um leið eykur eftirspurn. Er það ekki svolítið gegn anda löggjafans um tilgang ÁTVR? Að með því að hleypa einkaaðilum að, sem skerða úrval og hækka álagningu (að sögn), þá sé anda löggjafar um áfengissölu betur náð?

Og auðvitað stjórnarskrárákvæði um atvinnufrelsi.

Ég sé enga ókosti. Burt með ÁTVR.

Geir Ágústsson, 16.4.2021 kl. 14:32

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Þegar borin er saman álagning í matvöruverslun og áfengisverslun á Íslandi er í raun verið að bera saman "epli og appelsínur", bæði eru "ávextir" en lengra nær samanburðurinn ekki.

Í fyrsta lagi er áfengi þess eðlis að rýrnun ætti að vera lítil.

Síðan er álagning á áfengi ekki lögð á t.d. "raunverulegt" innkaupsverð vörunnar, heldur eftir að verðið hefur verið "pumpað upp" með gríðarlegri skattalagningu.

Ef epli kostar í innkaupum 5 krónur og verslun þarf 5 krónur til að standa undir því að selja eplið, er, er álagning verslunarinnar 100%, og síðan legst á VSK.

Ef ríkið leggur ofurskatt á eplið, t.d. 50. krónur á stykkið, og verslunin leggur enn 5. krónur á eplið til að standa undir kostnaði, þá verður heildarverðið 60 kr. plús VSK.

En en álagning verslunarinnar er komin undir 10%, þó að hún sé sama krónutala.

En eðli málsins samkvæmt eru "ódýrar" vörur oft með hlutfallslega hærri % álagningu, enda fer kostnaður við sölu ekki nauðsynlega eftir verðmæti.

En rétt eins og hið opinbera tryggir ekki sama verð á matvælum um allt land þá er vandséð að það sé hlutverk þess að tryggja sama áfengisverð.

Það er líka mjög líklegt að áfengisverð yrði ekki það sama í Hagkaup, Bónus og "hornbúð" í Vesturbænum, rétt eins og raunin er hvað varðar matvæli.

Er eitthvað athugavert við það?

G. Tómas Gunnarsson, 16.4.2021 kl. 15:31

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef ríkiseinokun er besta leiðin til að tryggja vöruúrval og lágt verð, hvers vegna krefjast þá ekki stuðningsmenn hennar þess að öll önnur verslun í landinu verði færð undir ríkiseinokun?

Er það vegna þess að þeir vita að málflutningur þeirra stenst ekki?

Eða er það vegna þess að þeim er ekki tamt að hugsa rökrétt?

Þorsteinn Siglaugsson, 16.4.2021 kl. 19:00

5 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þetta er til: https://bjorland.is/

Ásgrímur Hartmannsson, 16.4.2021 kl. 19:32

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Ásgrímur,

Ég hef það frá fyrstu hendi að ákveðnir aðilar á Íslandi eru ólöglega að selja áfengi í smásölu og hafa sagt lögreglunni frá því og eru um leið með lögmann á kantinum til að keyra hvers konar takmarkanir í gegnum dómskerfið og alla leið til Evrópu. Sem myndi auðvitað sparka fótunum undan íslenska fyrirkomulaginu. Og lögreglan gerir þar með ekkert. 

Geir Ágústsson, 16.4.2021 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband