Þriðjudagur, 13. apríl 2021
Hugmynd að tækjakaupum
Hver sjúkraflutningur tengdur Covid-19 er tímafrekur því þrif og frágangur eftir slíkan flutning tekur oftast töluvert lengri tíma en flutningurinn sjálfur segir á Facebook-síðu slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Jafnvel þótt við sem heilbrigðisstofnun séum undanþegin þegar kemur að sjúklingum og heilbrigðisþjónustu þá er náttúrulega mjög margt sem fer fram innan spítala, fundir og kennsla og ýmislegt þar sem við verðum að hlíta almennum reglum eins og um fjölda sem má koma saman og fjarlægð á milli fólks, viðveru í matsölum og svo framvegis, segir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala.
Já, þessar sóttvarnaraðgerðir. Þær valda greinilega miklu álagi á heilbrigðiskerfið, einar og sér og í fjarveru veirunnar sem aðgerðirnar eiga að bíta á.
En hvað gera verslanir sem rúlla hundruðum viðskiptavinna inn og út um dyrnar hjá sér á hverjum degi?
Jú, láta svolítið útfjólublátt ljós skína á innkaupakerrurnar. Málið leyst!
Mörg fyrirtæki bjóða upp á lausnir til að drepa veirur með ljósi [dæmi|dæmi].
Sennilega eru fæstir svokallaðir Covid-19 sjúkraflutningar flutningar á Covid-19 smituðum einstaklingum. Má ekki kaupa eins og eitt UV-vasaljós og minnka aðeins umstangið? Það er nógu slæmt að sóttvarnaraðgerðir lami samfélagið. Að þær lami líka heilbrigðiskerfið er aukreitis slæmt.
25 Covid-flutningar á sólarhring | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.