Bilið milli ástands og aðgerða breikkar

Í mars 2020 var tekið viðtal við yfirlækni COVID-deildar Landspítalans. Það lá vel á honum þótt hann stæði í fremstu víglínu (bókstaflega) í baráttunni við glænýja og frekar lítt þekkta veiru:

Tíu eru á gjörgæsludeild Landspítalans vegna COVID-19 og 15 til viðbótar eru á sjúkrahúsi. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir COVID-19 deildar Landspítalans. ... Hann segir spítalann hafa undirbúið sig fyrir verstu sviðsmyndina og aðeins meira en það. Enn sem komið er haldi spítalinn vel í við farsóttina.

3 mánuðum síðar var búið að veita fálkaorður.

Í desember sama ár var aftur tekið viðtal við sama mann, og aftur lá vel á honum. Hann hvatti til þess að aðgerðir yrðu hófstilltari í framhaldinu, hvað sem öllu bylgjutali líður, svo fólk gæti haldið ástandið út.

Búast má við að minnsta kosti einni bylgju kórónuveirufaraldursins til viðbótar. Ekkert fararsnið er á veirunni og við þurfum að aðlaga okkur að því að búa við hana að minnsta kosti fram á vor. Leyfa þyrfti íþróttir og líkamsrækt í meiri mæli en nú er, svo fólk haldi ástandið út. Þetta segir Ragnar Freyr Ingvarsson umsjónarlæknir COVID-göngudeildar Landspítala. ... „Við vissum að önnur og þriðja bylgjan myndi koma og við skulum ekkert láta okkur bregða þó fjórða bylgjan komi. En ég held að í því ljósi verðum við að nota meira þá þekkingu sem við höfum aflað okkur og lifa með þessari veiru,“ sagði Ragnar Freyr.

Ekki var hlustað á manninn, því miður (sóttvarnarlæknir hlustar bara á sjálfan sig og veit varla hvaða lög gilda á Íslandi). Nánast enginn er á spítala vegna veirunnar og sóttvarnaraðgerðir með þeim hörðustu hingað til. Bilið á milli ástandsins og aðgerðanna er orðið mjög breitt. Fólk er handtekið á landamærunum og fært í fangageymslur (í húsi hótels) og að auki gert að greiða fyrir fangavistina og fær ekki einu sinni að viðra sig. Hörðustu glæpamenn í hefðbundnum fangelsum búa við meiri mannréttindi. Sem betur fer er þessi meðferð á venjulegu fólki nú komin á borð dómstóla. Þó er hætt við að búið sé að panta niðurstöðu þeirra fyrirfram, hvað sem líður lögunum. 

Í Danmörku komast yfirvöld ekki upp með svona yfirgang og þökk sé þrýstings frásjuk stjórnarandstöðunni er loksins búið að gefa út áætlun um opnanir sem hangir saman við dagatal bólusetninga á þeim eldri og viðkvæmari (auk aðstandenda). Á Íslandi er engin slík áætlun til. Menn ákveða einfaldlega frá degi til dags hvernig fólk getur skipulagt framtíð sína, sem þýðir auðvitað að enginn getur skipulagt neitt. Og nú er venjulegt fólk fært í fangelsi. Þetta verður ríkisvaldinu dýrkeypt, ef ekki í fé þá orðstír.


mbl.is Telja sóttvarnalög og stjórnarskrá brotna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Og þess má geta að engin liggur inni með breska afbrigið, ekkert barn veikt eða á spítala. Sá sem liggur inni er skipverji frá Brasilíu með þetta "brasilíska".

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 3.4.2021 kl. 16:55

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar slakað var á aðgerðum eftir "vel heppnaðar takmarkanir" hugsaði ég með mér: það á sennilega að herða tökin verulega rétt fyrir páska, og hvað gerðist? Hversu margir af þeim sem hafa greinst með kórónuveiruna eru veikir? hversu margir á sjúkrahúsi? hversu margir illa haldnir? Var ekki talað um fjölónæmi fyrir ári síðan, gerist það nokkuð nema fólk fái veiruna og yfirstigi hana???  Þetta er farið að vera svolítið brjálæðislegt að mínu mati.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.4.2021 kl. 17:30

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð og tímabær upprifjun Geir. Þetta er að verða verra en nokkur farsi.

Magnús Sigurðsson, 3.4.2021 kl. 17:51

4 identicon

Það hefur ýmislegt lærst á þessu rúma ári og þekking aukist. Bæði á því hvernig vírusinn hagar sér og ekki síður hvernig fólk hagar sér. Það hefur kallað á breytta nálgun og aðrar aðgerðir en haldið var að dygðu í upphafi faraldursins. En þeir eru samt margir sem halda að við höfum vitað allt samstundis og veiran birtist okkur og að viðbrögðin þá séu þau einu réttu. Jafnvel að engra aðgerða sé þörf og allar aðgerðir tilgangslausar fyrr en sjúkrahúsin fyllast og börnin okkar fara að deyja. Sama fólk kaupir sér sennilega ekki slökkvitæki og reykskinjara fyrr en logar í minnst einu herbergi.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 18:49

5 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Ég held að þú hafir eitthvað misskilið yfirlækni COVID-deildar Landspítalans.

Geir Ágústsson, 3.4.2021 kl. 19:24

6 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þeim mun minni sem ógnin er, þeim mun meiri er óttinn við hana. Það sem hlegið var að fyrir ári síðan þykir sjálfsagt nú. Það sem hlegið er að nú mun þykja sjálfsagt eftir ár. Það sem ekki kom til greina fyrir ári síðan, svo sem að troða pinnum ofan í kok og nefgöng ómálga barna þykir sjálfsagt nú. Því vitið er horfið, og siðferðiskenndin er horfin með því.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.4.2021 kl. 19:44

7 identicon

Ragnar Freyr Ingvarsson, gigtarlæknir og umsjónarlæknir COVID-19 göngudeildar Landspítalans má hafa sína skoðun. Og hvort hún sé sú sama í dag og hún var á síðasta ári kemur hvergi fram. Hann væri þá ekki einn um að hafa skipt um skoðun frá því í desember á hvað kallast hófstilltar aðgerðir. Sóttvarnarlæknir var sammála honum, eða hann sóttvarnarlækni, og opnað var aftur fyrir íþróttir, sund og líkamsrækt, þó þú segir annað. Og viðbrögðin þegar smitum fór fjölgandi var í samræmi við það sem lært hafði verið.

Og ég held að Þorsteinn geti hætt að trúa því að fáir smitist, enginn alvarlega og kínapestin hverfi strax eftir páska 2020.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2021 kl. 21:41

8 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú hefur væntanlega komið á framfæri áhyggjum þínum af hæfi yfirlæknis/umsjónarlæknis COVID-deildar Landspítalans, sem hefur tekist svona vel á við heimsfaraldurinn. Það er jú einn sjúklingur á gjörgæslu vegna COVID-19, og þreföld skynjun með farsóttarfangelsi á landamærum. Þú ert svo til í þetta.

Geir Ágústsson, 3.4.2021 kl. 22:39

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi sem er á sjúkrahúsi er ekki með kóvid og er nokkurra mánaða eftirlegukind af líknardeild landakotsspítal, sem er löngu orðinn veirufrír. Helmingur þeirra sem létust voru semsagt sjúklingar á deild þar sem þeir biðu dauðans úr einhverju öðru en kóvíd.

Var að lesa frétt á mbl. Um erlendan ráðhera sem fékk í sig lumbru og 37.3 kommu hita. Hann er algerlega án sannana talinn með kóvíd eftir að hafa verið bólusettur. Engar niðurstöður úr prófi liggja fyrir, svo fréttin er loftið eitt og hræðsluáróður sem rennur athugasemdalaust út úr fjölmiðlum þessa dagana.

Nú er þetta gersamlega hrokkið af hjörunum.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/04/03/liklega_med_veiruna_thratt_fyrir_bolusetningu/ 

Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2021 kl. 01:18

10 identicon

Sóttvarnir í landinu eru ekki á hendi þessa gigtarlæknis. Og ég efast ekkert um að hann sé hæfur til þess sem hann var ráðinn til, og auk þess liðtækur í eldhúsinu. Tannlæknirinn minn hefur líka sínar hugmyndir um fyrirkomulag sóttvarna. En það væri viðtal sem þú værir ekkert að vitna í.

Vagn (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 02:50

11 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú getur kannski upplýst fólk um markmið aðgerða sóttvarnaryfirvalda. Einu sinni var talað um að fletja út kúrvuna og hlífa heilbrigðiskerfinu en þegar aðilar innan heilbrigðiskerfisins eru hunsaður þá er kannski búið að breyta einhverju.

Geir Ágústsson, 4.4.2021 kl. 06:25

12 Smámynd: Geir Ágústsson

"Hver sá sem hefur tekið þátt í langhlaupi veit að slíkt verkefni reynir ekki síður á andlegt úthald en líkamlegt. Þá skiptir miklu máli að ná utan um fílinn og búta hann niður, hlaupa kílómetra fyrir kílómetra og sjá þá vegalengd sem eftir er fara lækkandi við hverja vegvörðu. Það væri þó til þess að æra óstöðugan að vita ekki hvort um sé að ræða 21, 42, 100 eða 300 km hlaup, en þannig virðist einmitt staðan vera í viðureigninni við veiruna."

https://www.vb.is/skodun/langhlaup-endamarks/167721/

Geir Ágústsson, 4.4.2021 kl. 12:54

13 identicon

Hvers vegna ættu sóttvarnaryfirvöld að fara sérstaklega eftir einhverju sem einhver einn af þúsundum heilbrigðisstarfsmanna sagði í desember? Þeirra hlutverk er að starfa eftir sinni bestu þekkingu en ekki vinsælum, eða háværum, skoðunum.

Markmiðið er að lágmarka smit, lágmarka innlagnir og lágmarka dauðsföll. Eins og verið hefur frá upphafi.

Og það verður hlaupið svo lengi sem þarf.

Vagn (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 14:43

14 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þín túlkun á markmiðum sóttvarnaraðgerða virðist vera að hyljast fleirum og fleirum. En klappstýrurnar sjá náttúrulega aldrei annað en ágæti eigins liðs.

Geir Ágústsson, 4.4.2021 kl. 14:57

15 identicon

Ekki hef ég orðið var við neina fjölgun. En ég hef orðið var við að ruglukollarnir verða háværari eftir því sem þekking afsannar fleiri og fleiri úreltar hugmyndir þeirra frá upphafi faraldursins og vitna stöðugt í gömul viðtöl eins og það geti komið í stað þekkingar.

Vagn (IP-tala skráð) 4.4.2021 kl. 16:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband