Föstudagur, 2. apríl 2021
Þar fauk koltvísýringssparnaðurinn
Í misskildri viðleitni til að stjórna veðurfari Jarðar með notkun skattkerfisins hefur nú eldgos gert alla þá þrautagöngu að engu. Í Geldingadal vellur nú hraun frá miklu dýpi, troðfullt af koltvísýringi. Öll skattheimtan á hagkvæmustu orkugjafana undanfarin ár mun engu breyta nema auðvitað því að rýra fjárhag almennings.
Kannski er nú ráð að lækka skattheimtu niður í raunverulegan kostnað af því að halda úti vegakerfi og þróa í takt við breyttar þarfir.
Þá verða að vísu ekki lengur til stórir sjóðir sem stjórnmálamenn geta notað til að fjármagna kosningabaráttu sína, en farið hefur fé betra.
Kvikan frumstæðari en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
99% af öllu CO2 kemur frá eldgosum á hafsbotni.
Guðjón E. Hreinberg, 2.4.2021 kl. 12:40
Með sömu rökum mætti segja að salerni væru óþörf, fuglar og önnur dýr skíta um allt og við ættum að fá að gera eins. Byggingakostnaður væri lægri ef nota mætti fötu og losa úrgang út um glugga niður á næstu götu. Eins og þótti hið eðlilegasta mál á fyrri öldum. Og sjálfsagt hafa þá verið uppi menn eins og þú sem töldu sig bera hag almennings fyrir brjósti í mótmælum sínum gegn innleiðingu salerna og lokaðra holræsa.
Málið er að breyta því sem við getum breytt og gera sóðaskap óhagkvæman. Það væri margt ódýrara ef ekki þyrfti að fara eftir mengunarvarnarlögum og velja vélar, tæki og orkugjafa eftir áhrifum þeirra á umhverfið, líf okkar og framtíð.
Vagn (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 14:28
Vagn,
Þú ert hér að rugla saman mengun (sem er lífshættuleg fyrir menn, dýr og plöntur) og losun manna á koltvísýring í andrúmsloftið. Þar sem þetta eru algeng mistök er þér fyrirgefið útúrsnúninginn.
Geir Ágústsson, 2.4.2021 kl. 14:32
Hér er endurtekinn sá sífelldi misskilningur að menn ætli sig geta stjórnað veðurfarinu á jörðinni. Slíkt held ég að engum detti í hug, það er nefnilega ekki það sama að stjórna einhverju og að hafa áhrif á það.
Eldgos hafa sjálfsagt, ásamt mörgu öðru, haft meiri og minni áhrif á loftslag og hitastig jarðar síðan hún varð til.
Án gróðurhúsalofttegunda væri meðalhiti á jörðinni 18° frost. Samkv. þýska stjarneðlisfræðingnum, Harald Lesch, var útgeislun sólar fyrir tæpum milljarði ára svo lítil að jörðin hefði öll verið þakin ísi sem hefði aldrei þiðnað, ef ekki hefði þá verið miklu meira af CO2 og öðrum gróðuhúsalofttegundum sem héldu hitastiginu uppi.
Það eru því margir náttúrulegir þættir sem hafa áhrif á hitastigið. Það þýðir þó alls ekki að maðurinn geti ekki haft áhrif með framferði sínu.
Ekki hef ég nein gögn í höndunum, en ég tek þá fræðimenn trúanlega sem fullyrða að losun kolefnis af mannavöldum sé verulega meiri heldur en frá eldfjöllum.
Og auðvitað er allt tal um skattlagningar á eldgos í besta falli bara létt grín.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 16:45
Sjálfsagt hefur hann langafi þinn sagt eitthvað svipað þegar hann barðist gegn salernum og skolplögnum. --- Þessi fyrirtaks áburður, sem maðurinn hefur umgengist frá upphafi og engann hefur drepið, á áfram að fá að flæða um götur og stræti þó hann sé einhverjum sérvitringum til ama. Við höfum annað að gera við peningana en að kaupa klósett og það er sóun á skattfé að nota það í skólplagnir. Geiri Geir Geirason, ættarlaukur.
Vagn (IP-tala skráð) 2.4.2021 kl. 17:43
Vagn,
Þú hefðir verið fyrirtaksdómari í nornabrennum miðalda. Sérðu eftir fæðingarári þínu?
Geir Ágústsson, 2.4.2021 kl. 21:04
Loftslagsbreytingar eftir Ágúst H Bjarnason ættu allir að lesa.
21.12.2015 | 01:03
Loftslagsbreytingar eftir Ágúst H Bjarnason ættu allir að lesa.
Þessi útskýring ætti að vera á hverju bloggi, til að öll þjóðin meðtaki þennan fróðleik,
og myndina
Mynd 2: Hnattrænar hitabreytingar síðastliðin 2000 ár.
á að hengja upp á hverju heimili.
Loftslagsbreytingar af völdum manna eða náttúru, eða kannski hvort tveggja?
Klikka á myndina.
Ég leyfði mér að bæta þessu við úr bloggi Ágústar H Bjarnasonar.
Hér er mynd sem sýnir hvernig vaxtarhraðinn tvöfaldast ef mengunin tvöfaldast.
Þá fær bóndinn tvöfalda uppskeru.
Mynd 10: Tilraunir hafa verið gerðar í því skyni að mæla vaxtarhraða plantna við mismunsandi styrk koltvísýrings. Á myndinni er verið að gera tilraunir með furu. Lengst til vinstri er styrkurinn sá sami og í andrúmsloftinu, eða 400 ppm (0,04%). Á næstu mynd hefur 150 ppm verið bætt við þannig að styrkurinn verður 550 ppm. Á þriðju myndinni er styrkurinn orðinn 700 ppm og á þeirri fjórðu 850 ppm, eða meiri en tvöfaldur þess sem er í andrúmsloftinu utandyra. Þetta kunna plönturnar svo sannarlega að meta og vaxtarhraðinn tvöfaldast.
Egilsstaðir, 21.12.2015 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 2.4.2021 kl. 23:51
Er ekki hægt að setja kolefnaskatt á landeigandann? Nú eða dagssektir? Það hlýtur einhver skriffinnur að finna leið.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.4.2021 kl. 05:29
Jón Steinar, ef ég rifja upp frá gamalli tíð, þá fengu byggðirnar lán frá ríkinu, (muna að lán er aðeins skrifuð tala,) og gátu keypt löndin í kring um byggðirnar.
Þá átti Ríkið bankana og þá alla peninga sem bankarnir bjuggu til, og þá varð mikil eignamyndun i íslenskri eigu.
Vextir voru lágir, ég man ekki, 2 til 4%, og verðbólgan át skuldina.
Ýmsar byggðir keyptu landið sitt, og var það gott.
Nú hefði byggðin í kring um Jökulsá á Fjöllum átt að kaupa landið sitt, með stuðningi Ríkisins og settar reglur um notkun og meðferð landsins.
Eins er með allar jarðirnar í kring um Finnafjörð og upp af Vopnafirði.
000
Byggðirnar skipuleggi lóðir fyrir íbúðarhús, atvinnurekstur og sumarhús.
Byggðin mætti alls ekki selja eða veðsetja landið.
Nú eru allar reglur settar, til að stórfyrirtækin blómstri.
Í þessari tilbúnu influensu kreppu núna á engin út um sveitirnar að missa ferðaþjónustuna. Ferðaþjónustan á að vera tilbúin fyrir næsta tækifæri.
Fólkið sem vill reyna er guðs í gyldi.
Muna að stórfyrirtækin flytja allar tekjur heim, og rekstrarfyrirtækið er alltaf skuldsett í topp í banka fyrirtækisins þá tapar fyrirtækið engu.
Stórfyrirtækið leggur 10 milljarða inn í bankann sinn, og þá leggur bankinn 100 milljarða sem stórfyrirtækið leggur í einhverja góða fjárfestingu.
Nú, vegna 100 milljarðana sem bankinn lagði inn á nýju fjárfestinguna, þá má bankinn, banki stórfyrirtækisins lána út 1000 milljarða, mikið gaman.
Muna að kreppan 2008 var tilbúin líka.
framhald
Byggðirnar fengu lán frá ríkinu, og gátu keypt löndin í... - jonasg-egi.blog.is
https://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/2263122/
Jónas Gunnlaugsson, 7.4.2021 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.