Hver á að byggja vegina?

Fyrir ekki mörgum árum síðan var talið að ríkisvaldið eitt gæti virkjað orku, tryggt samskipti, dreift bréfum og bögglum, framleitt sement, selt mjólk og kjöt, skoðað bíla, stuðlað að flugsamgöngum og tryggt aðgang að erlendum varningi.

Í dag er talið að ríkisvaldið eitt geti lagt vegi, selt áfengi, friðað náttúruna, menntað börn, læknað sjúka, tryggt innlenda matvælaframleiðslu, haldið úti útgáfu peninga og bætt afkomu þeirra sem hafa af einhverjum ástæðum ekki möguleika á að standa á eigin fótum, eða þurfa aðstoð við það.

Ég velti því fyrir mér hvað þurfi að líða langur tími þar til síðari upptalningin rennur saman við þá fyrri, eða hvort menn séu að sigla í öfuga átt og lengja seinni upptalninguna.


mbl.is Mikilvægt að hægt sé að ná saman um innviði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ríkið borgar en einkaaðilar leggja flesta vegi og einkaaðilar hafa sjálfir fjármagnað göng og selt að þeim aðgang. Ríkið selur áfengi, en það gerir Costco einnig og heildsalar. Heildsalar, barir og veitingahús selja svo í smásölu og hver sem er getur pantað áfengi frá erlendum aðilum og fengið sent til sín. Landeigendur hafa sumir lokað eða takmarkað aðgang að svæðum sem þeir vilja vernda. Einkaskólar mennta börn. Einkarekin heilbrigðisþjónusta læknar sjúka. Bankar lána peninga sem ríkið hefur ekki gefið út. Ýmis hjálparsamtök aðstoða þá sem þurfa aðstoð. Umferðareftirlit, löggæsla, landamæraeftirlit, tollgæsla og eftirlit með öryggi matvæla er að mestu í höndum ríkisins þó einkaaðilar skarist sumstaðar inn á þau svið.

Það hefur ýmislegt breyst hér á þeim áratugum sem þú hefur verið líkamlega og andlega fjarverandi.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 04:24

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Þú hefur eitthvað misskilið, enda er það sérgrein þín. Þú veist vel að einkaaðilar sem "leggja vegina" fá bara borgað fyrir að gera það sem ríkið segir þeim. Og að bankar framleiða peninga í umboði ríkisins. Osfrv.

En kannski þú sjáir engan mun á launuðum leiguliða ríkisins og einkaaðilum á frjálsum markaði.

Geir Ágústsson, 23.3.2021 kl. 06:42

3 identicon

Einkaaðilar sem leggja vegina fá borgað fyrir að gera það sem ríkið segir þeim þegar þeir vinna fyrir ríkið. En það er ekki alltaf þannig að þeir séu að vinna fyrir ríkið. Einkaaðilunum er frjálst að selja öðrum þjónustu sína. En það er bara þannig að markaðurinn fyrir vegalagningu er ekki mikill nema hjá ríki og sveitarfélögum. Og bankar framleiða ekki peninga í umboði ríkisins, bankar framleiða peninga með heimild frá ríkinu. Á því er mikill munur. Flest fyrirtæki og starfsgreinar þurfa heimild frá ríkinu til að starfa. Vinur þinn af pöbbnum fær ekki að skera þig upp nema ríkið samþykki prófgráðurnar og veiti honum leyfi til að starfa sem læknir.

Vagn (IP-tala skráð) 23.3.2021 kl. 13:16

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Vagn,

Engin mótmæli hér, en einu sinni mátti ríkið eitt mæla heyrn í fólki og selja því heyrnatæki. Einu sinni máttu augnlæknar einir mæla í þér sjónina til að ákvarða styrkleika gleraugna þinna.

Ég velti því fyrir mér hvort þróunin sé í átt að frekari losunar á tökum sérleyfa, starfsleyfa og úthlutana, eða frekari takmarkana. Það væri frábært að heyra þig álykta sem svo að frekari losanir séu líklegri en hitt. 

Til dæmis í þá áttina að Guðmundur Steingrímsson geti á ný sofið áhyggjulaus um nætur:

https://www.frettabladid.is/skodun/ahyggjur-folks-af-oerum/

Geir Ágústsson, 23.3.2021 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband