Fimmtudagur, 18. mars 2021
Allt er vænt sem vel er ... kostnaðarlaust!
Í Grímsey eru menn mjög háðir olíu og nota hana til að framleiða rafmagn og kynda hús. En nú eru grænir og vænir tímar framundan! Og kostnaðarlausir, eins og kemur fram í frétt Visir.is:
Einnig eru áform um að setja upp sólarorkuver við Múla sem gæti framleitt allt að 10.000 kWst á ári. Stefnan er að nýta reynsluna til að þróa lausnir fyrir íbúa sem gæfist þá kostur á að setja upp sólarsellur á og við hús sín án kostnaðar.
Hvernig er hægt að segja nei við ókeypis dóti? Kannski með því að benda á að kostnaðinum var velt á aðra, kannski?
Annars sé ég alveg möguleikana í því að vindblásin eyja nýti vindorkuna. Sólarorkan er önnur saga. Hún verður sennilega lítið notuð. Bæði skýrist það af því að þegar sólin skín er þörfin á rafmagni í lágmarki, og öfugt. Það er því gott að sólarorkan verður íbúum að kostnaðarlausu.
Datt engum í hug að rúlla rafmagnskapli út í eyjuna?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég vil minnast að um 1980 hafi verið sett upp vindmylla í Grímsey sem síðan fauk í burtu?
Mikil vinna fór í að hann spaðana til að fá sem bestu nýtni miðað við vindálag og ég er nokkuð viss um að nota hafi átt snúninga vinspaðanna til að knýja viðnámsspaða í vatni sem áttu þá að hita upp vatnið sem hægt var þá að nýta til að hita upp húsin í Grímsey. Þannig átti að minnka tapið sem óhjákvæmilega verður við að breyta vinorku í KWh og þeim svo aftur breytt í varmaorku
Grímur Kjartansson, 18.3.2021 kl. 14:02
Vindmyllutæknin hefur tekið stórstígum framförum og ég er viss um að vindmyllur gætu staðið af sér norðanáttina í Grímsey en þetta er viðhaldsþungt og ef sprunga byrjar að vaxa þá er allt búið spil.
Annars er Grímsey nægjanlega fámenn og lítil til að prófa allskonar hluti, t.d. að mynda þar eins konar vetnissamfélag þar sem vindorkan (og svolítil sól á sumrin) er notuð til að framleiða vetni í tanka sem má svo nota í hvað sem er: Framleiða rafmagn eða hita eða jafnvel fljótandi eldsneyti. Verkfræðingurinn í mér er spenntur, en fyrir hönd skattgreiðenda er ég áhyggjufullur.
Geir Ágústsson, 18.3.2021 kl. 14:34
Svo þurfa Grímseyingar að koma sér upp myndarlegri rafhlöðu sem geymir alla umframorku frá vindmyllumum.
Í slíkar rafhlöður má t.d. nota úrelt rafmagnsbílabatterí.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 18.3.2021 kl. 19:50
Rafmagnskapall væri kannski einfaldasta lausnin. Eða sjávarfallavirkjun. Er það ekki möguleiki líka? Sólarorkuver þar sem varla sér til sólar stóran hluta ársins .... hmmm. Myrkurorkuver væri betra
Þorsteinn Siglaugsson, 18.3.2021 kl. 22:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.