Barið á stríðstrommurnar

Ég sé mörg merki um að nú sé verið að undirbúa nýja uppsveiflu í hernaðarátökum í Miðausturlöndum. Fjölmiðlar ríða hér á vaðið og berja lauslega á stríðstrommurnar. Fjölmiðlafulltrúar eru næstir í röðinni, og loks yfirmenn og þjóðarleiðtogar.

Sem dæmi má nefna þessa litlu grein um eyðileggingu Talíbana á fornum styttum í Afganistan, og síðan skotið inn:

Nú ótt­ast hins veg­ar all­ir íbú­ar dals­ins að talíban­ar snúi aft­ur, sér í lagi eft­ir sam­komu­lag þeirra við Banda­ríkja­stjórn um að banda­rísk­ar her­sveit­ir yf­ir­gefi Af­gan­ist­an. Fáir trúa því að ör­ygg­is­sveit­ir stjórn­valda geti staðist talíbön­um snún­ing án aðstoðar banda­ríska flug­hers­ins og banda­rískra sér­sveita.

Einnig er búið að segja frá því að nú megi stúlkur ekki lengur syngja opinberlega undir stjórn Talíbana.

CNN er stór málpípa meginstefsins og þar vantar heldur ekki áhyggjurnar af fyrirhuguðu og löngu tímabæru brotthvarfi Bandaríkjahers og NATO-hermanna úr landinu. Það er komið nóg af því að sprengja í loft upp börn og konur, brúðkaupsveislur og barnaskóla. Afganistan hefur aldrei verið miðpunktur alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi og stríðandi fylkingar munu aldrei finna jafnvægi á meðan þær geta til skiptis þegið peninga og vopn frá útlendingum og sigað bandarískum flugskeytum á samkeppnisaðila sína í heróín- og ópíumviðskiptum.

En Biden vantar stríð. Hann er búinn að raða í kringum sig herskáa einstaklinga sem vilja stríð. Stríð kemur. Stríðstrommurnar hafa nú þegar verið dregnar fram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

RUV hefur líka verið með fréttainnskot frá Sýrlandi þar sem Assad er kennt einum um hversu ástandið er slæmt. Skrýtið samt að myndirnar sem áttu að sannfæra okkur voru mest af fólki sem virtist vera að skjóta með vélbyssum bara á eitthvað allavega sáust engir hermenn. Samkvæmt viðtölunum í kjölfarið þá var skortur á öllu nema snjallsímum.

Grímur Kjartansson, 16.3.2021 kl. 11:37

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Já, Assad er kennt um allt því hann nýtur stuðnings Írans en í stað þess að skjóta á Íran er skotið á Assad.

Annars virðist Biden nú þegar vera byrjaður að espa upp átök:

“With Trump gone, this strategy of directly attacking Saudi Arabia was always going to be used again and after [President Joe] Biden authorised U.S. attacks on Iranian assets in Syria a few days before, Tehran thought the timing was right for these new attacks,”

https://oilprice.com/Geopolitics/Middle-East/Saudi-Arabia-Must-Prepare-For-More-Attacks-On-Its-Oil-Industry.html

Geir Ágústsson, 16.3.2021 kl. 12:13

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Á meðan Trump var við völd urðu Bandaríkin sjálfum sér nóg með olíu.

Sem er kannski ekki allt atriðið, en það er eitthvað.

Áður en hann tók við var búið að umkringja Íran með herstöðvum.  Held hinsvegar þeir þori ekki þangað inn.  Íran er nefnilega dáldið fjalllent.

En ég held þeir missi tökin núna.  Það er ekki alveg stöðugt ástand heima hjá þeim, þú skilur.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2021 kl. 16:38

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er lélegur bisness að eiga hlutabréf í stríðstólaverksmiðjum, ef alger friður ríkir. Ef friður virðist í uppsiglingu, eða hefur staðið of lengi, hvað gera Rockefellarnir, Rotchchildarnir og aðrir? Jú, þeir fjármagna elliært gamalmenni í stól þess sem oftast ákveður hvar skuli sprengja næst. Biden er fórnarlamb ógeðslegs samsæris fólks, sem engu er betra en Adolf Hitler og hans viðsbjóðslega slekti. Afleiðingarnar munu dynja á mannkyni öllu fyrr en varir. Það má að sjálfsögðu ekki mótmæla lengur og þetta valdasjúka og gíruga lið getur nánast hraunað yfir heimmsbyggðina, eins og því sýnist, í nafni ör´lítillar veiru sem er svo smá, að jafnvel þéttustu andslitsgrímur eiga ekki séns........að okkur er sagt, af fjölmiðlum í eigu hverra....? Einhver?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 17.3.2021 kl. 03:03

5 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sælir Geir og félagar.

Það er sorglegast frá mínum bæjardyrum séð, að kjörnir ráðamenn okkar þykist trúa þessu augljósa ráðabruggi og taki fullan þátt í áróðrinum.

Jónatan Karlsson, 17.3.2021 kl. 07:03

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Núna er DV komið á sömu vegferð:

https://www.dv.is/pressan/2021/3/16/400-000-hafa-latist-borgarastyrjoldinni-syrlandi/

Það er varla stafkrókur í þessari frétt sem stenst skoðun. Já, vissulega kom Arabíska vorið líka til Sýrlands, en það voru afskipti utanaðkomandi sem framlengdu það og ýktu. Meðal annars voru Bandaríkjamenn að vopna stjórnarandstæðinga. Í Sýrlandi eru Bandaríkjamenn á bandi sömu manna og þeir voru að reyna útrýma í Afganistan. Bilun.

Geir Ágústsson, 17.3.2021 kl. 08:02

7 identicon

Sæll Geir,

Lygarnar um að gjöreyðingarvopn (WMD) væru í Írak virkuðu fínt, til að hefja stríð gegn Írak 2003, en Afganistan og Írak var alls ekki nóg fyrir vesturveldin. Nú og því voru notaðar lygar um að "borgarastríð" væri í Líbýu (Libya War Was Based on Lies, Bogus Intelligence, NATO Supported).

Við áttum einnig að kaupa þessar sömu lygar um að "borgarstríð" væri í gangi Sýrlandi 2011, nú og við áttum alls ekkert að fá vita um að þetta væru málaliðarnir frá Saudi Arabíu og Katar (Wahhabism eða ISIS) er Vesturlönd hefðu verið að fjármagna og styðja. 

Nú og það þrátt fyrir að hún Eva Bartlett fréttakona hafi heimsótt Sýrlandi og opinberað um hvað værir að ræða, halda fjölmiðlar hérna áfram þessum lygum um að "borgarastríð" sé og hafi verið í Sýrlandi. (Sjá hérna https://www.youtube.com/watch?v=HkHb0E3I80I)

Nú og þrátt fyrir að fólk hjá UN hafi opinberað að þetta sé EKKI borgarastríð (UN Lady on Syria), heldur innrásarlið málaliða sem að styrkt er af þjóðum eins og m.a. Saudi Arabíu, Ísrael og Katar, svo og styrkt  vesturlöndum, þá halda fjölmiðlar hér áfram  þessum lygaáróðri. Við höfum einnig frétt af þessum líka sérstaka stuðningi vesturlanda við ISIS, sem að ritstýrðu  fjölmiðlar hér passa sig á að fjalla ekki um : 

Drug War? American Troops Are Protecting Afghan Opium. U.S. Occupation Leads to All-Time High Heroin Production

The US Seeks To Free Its Officers From The Death-Trap In Aleppo City

RODNEY ATKINSON: BRITISH AND US TROOPS ALONGSIDE JIHADISTS IN ALEPPO

British military specialists arrive in Middle East to train Syrian rebels

BREAKING: Congress Makes Deadly Announcement, U.S. Has Been Funding ISIS For MONTHS

Updated: Syrian Special Forces captured 14 US Coalition officers captured in Aleppo

The Security Council meets in secret after the arrest of NATO officers in Aleppo

En þetta er allt saman eitthvað sem verður örugglega aldrei fjallað um í fréttum hér á landi

EXCLUSIVE: Aleppo Media Centre Funded By French Foreign Office, EU and US

Aleppo: What youre not being told

Eins og búið er að uppljóstra og/eða opinbera þá vantar bara núna góða lygaátyllu í viðbót, svo að hægt sé að rústa Íran líka fyrir "Stærra Ísrael", því er Íran einnig á dagskrá samkvæmt því sem hann General Wesley Clark uppljóstraði okkur um (Sjá hérna Wesley Clark Told The Truth), svo og samkvæmt Yinon Planinu: Greater Israel: The Zionist Plan for the Middle East | Global Research
sjá einnig http://www.stopiranwar.com/

Því er það mikilvægt fyrir þetta lið núna, að kom inn fleiri svona lyga átyllum til að styðja þannig við næsta stríð fyrir þeirra "Stærra Ísrael". 

Global Warfare: Were going to take out 7 countries in 5 years: Iraq ...

General Wesley Clark: Wars Were Planned

U.S. General Wesley Clark: ISIS is working on Mossad/CIA Plan

Real Reason for Syria War Plans, from Gen. Wesley Clark

US General Wesley Clark: War on Syria Planned in 1991

Syrian Regime Change  Operation Part Of Broader Plan
US government spent over $500m on fake Al-Qaeda propaganda videos 

KV. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.3.2021 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband