Hvað líður af dómsmálunum?

Í fjölmiðlum undanfarna mánuði hafa stöku sinnum komið fram fréttir um yfirvofandi lögsóknir á ríkinu fyrir stjórnarskrárbrot, ólögmætar lokanir, mismunun og ýmislegt fleira, allt í nafni sóttvarna.

Er eitthvað slíkt dómsmál í gangi? Er einhver von á úrskurði í náinni framtíð?

Í ýmsum ríkjum er búið að gera yfirvöld afturreka með sóttvarnaraðgerðir sínar eða á annan hátt setja þrýsting á stjórnmálamenn um að draga úr þeim. Kannski það sé eina leiðin út úr þessu hringleikahúsi.

Ekki virðist duga að hafa bólusett viðkvæmustu hópana.

Ekki er víst að bóluefnunum sé treyst til að draga úr útbreiðslu.

Ekki er víst að menn treysti því að bóluefnin dugi til lengri tíma.

Ekki dugir að hrausta fólkið sem hristir af sér veirur og myndar mótefni sé notað til að byggja varnarvegg utan um aðra.

Ekki dugir að álag á heilbrigðiskerfið vegna veiru er vel viðráðanlegt og hefur verið í gegnum allar bylgjur, ef marka má orð yfirlækna og annarra.

Ekki dugir að minna á að í upphafi átti bara að fletja út kúrvuna en nú er beðið eftir því að veiran hverfi, á heimsvísu, áður en Þjóðhátíð í Eyjum fær að fara fram aftur.

Ekki dugir að læknar noti á hverjum degi fjölbreyttar samsetningar lyfja og stera til að berja á veiru. Engin úrræði finnast! Engin áreiðanleg lyf! Seinustu 12 mánuðir hafa kennt okkur ...ekkert!

Ekki dugir að minna á að á Íslandi hefur ekki einn einasti einstaklingur látist vegna veiru síðan Landakot klúðraði sóttvörnum sínum á allraviðkvæmasta hóp samfélagsins.

Svo kannski eru lögsóknir og raunverulegur þrýstingur á valdhafa það eina í stöðunni.


mbl.is Ekki þörf á hörðum aðgerðum í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Samkvæmt frétt sem ég sá í morgun eru nú veitingamenn að krefjast þess að ekki verði slakað á aðgerðum á landamærunum, heldur verði þær hertar.

Þetta er svona eins og fangi sem heimtar að lásinn á klefanum hans verði lagaður.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.3.2021 kl. 13:55

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Jeminn. 

Annars er ég að vona að góðkunningjar þessarar síðu geti hrakið færslu mína og sérstaklega þegar ég geri yfirvöldum upp þá skoðun að vilja útrýmingu veirunnar á heimsmælikvarða sem forsendu eðlislegs samfélags.

Geir Ágústsson, 10.3.2021 kl. 14:11

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

English Pub stefnir íslenska ríkinu

For­svars­menn English Pub hafa stefnt ís­lenska rík­inu vegna fyr­ir­mæla heil­brigðisráðherra um að skemmti­staðir og krár þyrftu að loka vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Um er að ræða viður­kenn­ing­ar­mál en skaðabóta er ekki kraf­ist.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2021 kl. 16:18

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Viðurkenningarmál er yfirleitt undanfari skaðabótakröfu. Vonandi að farið verði alla leið með þetta mál, og skaðabótamál svo höfðað þegar viðurkenningarmálið hefur unnist.

Þorsteinn Siglaugsson, 10.3.2021 kl. 20:41

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þegar viðurkenningarmál vinnst er oft fallist á að greiða skaðabætur og samið um upphæð þeirra ef hún er ekki mjög umdeild, svo ekki þurfi að höfða annað mál til að útkljá það með enn meiri kostnaði.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.3.2021 kl. 20:49

6 Smámynd: Þórhallur Pálsson

Um að gera að slaka á og gefa brennivínssölum lausan tauminn.
Óheft fer veiran í veldisvöxt á augabragði: Einn maður smitar þrjá,sem smita níu sem smita 27 o.s.frv.

Þórhallur Pálsson, 10.3.2021 kl. 23:25

7 Smámynd: Geir Ágústsson

Þórhallur,

Þú talar eins og líkanasmiðir sem gera ráð fyrir að lasið fólk sem hóstar og hnerrar æði inn á hvers manns heimili.

Geir Ágústsson, 11.3.2021 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband